Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 20
82 LÆKNABLAÐIÐ hann hugsi sér að berklafaraldriö hætti eöa veröi kveðið niður. Hann byggur þrent koma til greina: 1. hið vaxandi mótstöðuafl nýrra kynslóða (det biologiska skydd) ; 2. almenn heilsuverndun fyrir vaxandi menningu, efnahag og al]>ýðu- fræðslu (kulturskyddet) og 3- sérstakar berklavarnir (spec. antituberkulösa átgárder), þ. e. berkla- hjálparstöðvar, heilsuhæli o. s. frv. Hann hyggur, að berklavarnirnar, sérstaklega í viðbót við hin tvö fyrri atriðin, hafi álika þýðingu fyrir hvert þjóðfélag, eins og heilsuhælisvist fyrir hvern berklasjúkling, sem sje þá, að örva og efla lækningaviðleitni líkamans gegn berklunum. Mér þótti fróðlegt að lesa um tilraunina í Antnás, og vissulega væri gaman að geta komið slikum stöðvum á fót í vissum sveitum hér á landi. Hinsvegar get eg ekki sagt að mín virðing fyrir „de spec. antitub. át- gárder“ ykist við lesturinn. Eg gleymi því aldrei, að berklamannadauð- inn rénaði með góðri skorpu einmitt á finnntiuára timabilinu áður en nokkrar sérstakar berklavarnir byrjuðu, og hinsvegar það, að héf á landi virðist berklaveikin hafa færst í aukana siðan berklavarnirnar byrjuðu, fyrir rúmum 20 árum. Það sýnist svo. sem litið muni um berklavarnirnar, meðan náttúrlegi batinn er ókominn. Það er svipað og þegar pestin geis- aði i ga'mla daga. Sumum sýndist sjúklingurinn fremur versna en batna, þegar læknir var tilkvaddur. Já, sorglegt er þetta — en ekki dugar að leggja árar í bát. Barnavernd gegn ofsnemmri smitun og hjálparstöðvar í líkingu við Hálsan eru líklega öflugustu berklavarnirnar, sem völ er á. Sviar hafa sett 19 hjálparstöðvar í Norrbotten. Eftirtektarvert þótti mér það, að nautgripaberklar hafi til skamms tima verið alveg óþektir í Norrbotten, þrátt fyrir alla mannaberkla. En nýlega voru fluttar þangað berklaveikar kýr frá Suður-Svíþjóð og smituðu þær óðara margar heima- beljurnar. A n t v o r d, hinn norski, nafnkunnur berklafræðingur, segir, að sama reynslan sé i Noregi eins og í Svíþjóð og sömuleiðis á Bretlandi, að ein- mitt í þeim landshlutum, þar sem mannaberklarnir eru famir að réna, þar sé mest um kúaberklana. Hann heldur að miólk úr kúm, sem eru mátulega sýktar af berklum, immúniseri mannkynið, og ætti þá blessuð skepnan hún Auðhumla að kveikja líf og heilsu eins og fyrri. Hún hefir verið „fóstra mannkynsins", segir Halldór á Hvanneyri. og hún hefir frelsað okkur frá bólunni. Ef C a 1 m e 11 e tekst að vernda börnin með sínum bovina bakteriu- graut, þá éigum við einnig ]>að að þakka kúnurn. Við skulum vona að þessháttar „antituberkulösa átgárder“ hjálpi upp á sakirnar svo um muni. Því að seinfara verður berklafarsóttin hjá okk- ur og fleirum, ef líkt gengur og hjá Svíum, þar sem hún hefir verið að útbreiðast um landið i meira en 150 ár og berkladánartalan er þó ekki komin mikið niður úr i%c, þar sem best lætur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.