Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 83 Heilbrigdisskýrslur 1921—25. í vetur komu út heilbrigöisskýrslurnar fyrir 5 árin 1921—25; haföi heil- brigöisstjórnin faliö próf. Guðm. Hannessyni að semja jiær, og var jiaö vel ráðið. Hann haföi meö samningu heilbrigðisskýrslanna 1911—20 sýnt, að hann var allra lækna færastur til að leysa þetta vel af hendi. í sanui- ingu þeirra hafði hann lagt mikla vinnu, enda stóðu þær ekki hvað frá- gang snerti að baki slíkum ritum erlendum. Efninu skiftir hann í 4 kafla: 1. kafli: Yfirlit yfir heilsufar og heilbrigðismál. II. kafli: Töflur. III. kafli: Ágrip af aðalskýrslum héraðslækna. IV. kafli: Sýnishorn af aðal- skýrslum héraðslækna. í Heil'brigðisskýrslunum 1911—20 var lengd þessara kafla þessi: I. kafli 106 bls., II. kafli 200 bls., III. og IV. kafli 180 bls. Nú er lengd þessara kafla fyrir 5 ára bilið þessi: I. kafli 69 bls., II. kafli 106 bls., III. og IV. kafli 164 bls. Fyrri bókin er 466 bls. en hin síðari 339. Eg hef aðgætt jætta, til að geta gert mér i hugarlund hve stórt hefti H. B. S. mundu verða, ef þær kæmu frá hendi G. H. árlega, og þykir mér sýnilegt, að það yrði um 100 bls. Sumum kann að finnast ])etta nokkuð mikið, en svo er ekki. Það er afar mikill fróðleikur i þessum bókum. Er ])að aðallega að þakka semjandan- lími og hans miklu og viðtæku þekkingu í heilsufræðinni. Aftur á móti er sorglegt að sjá hve læknarnir eru sljóir fyrir þýðingu þessara skýrslna, þar sem í sumar töflurnar vantar alt að J4 af skrám þeim, sem þær eru samdar eftir, og af aðalskýrslum lækna vantar 9—13 árlega. Þetta þarf að lagast. Sýni heilbrigðisstjórnin þann áhuga, að hún láti færasta mann- inn semja slíka skýrslu á hverju ári, svo læknarnir fái allar þær athug- anir og ábendingar, sern hann kann að gefa, þá mega læknar landsins ekki láta þá skömm eftir sig spyrjast, að nokkra skýrslu vanti. Þeim ætti að vera ljúft verk að gefa skýrslur. Eg minnist þess, að Dr. Jónassen setti litinn útdrátt úr skýrslum lækna, þegar hann var landlæknir. aftan við stjórnartíðindin, og Guðmundur Björnsson, eftirmaður hans. gerði slikt hið sama, en jók þær. Þótti stjóm- inni þá, sem þessar skýrslur mundu um of íþyngja landssjóði og mæltist undan að flytja þær, enda komu engar skýrslur út í fjöldamörg ár. Að fara að skýra frá innihaldi skýrslanna yrði alt of langt mál, og óþarft, því flestir lesendur Læknablaösins munu fá ])ær sjálfar. Þó get ég ekki látið vera, að benda á hinar löngu og góðu greinar um kvefsóttir — inflúensu — lungnabólgurnar, og svo berklaveikina. Þá eru línuritin sem oft skýra betur en langar greinar. Virðist nú auðsætt, að það verður að hætta að tala um vorkvefið sem afleiðing af snöggum veðrabrigðum vorhretanna. nú sjáum vér kvefsóttirnar berast með ferðastraumnum og dreifa sér jafnara yfir landið, eftir því sem samgöngurnar verða jafnari í öllum mánuðum. Tillögurnar og ályktunarorðin i greininni um berklaveiki vil ég leyfa mér að gera að umtalsefni. ista tillagan er að skipa sérstakan yfirlækni. til að stýra öllum berkla- vörnum. 2ur, að læknar geri allsherjar rannsókn um alt land, á hverju einasta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.