Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 22
S4 LÆKNABLAÐIÐ heimili, til aö vita um veikina, og gera um leiö nauösynlegar ráöstafanir og ennfrenuir gera árlega tuberkulin-rannsókn á skólabörnum og nota hana til að komast eftir veikindaheimiium. Loks er ályktunin sú, aö besta vörnin sé, aö bæta efnahag og húsakynni almennings. Hvaö berklavarnalæknirinn snertir, þá finst mér þaö starf heyra beint undir starfsvið landlæknis, sem vitanlega á aö hafa, sem eitt af sínum að- alstöríum, allar sóttvarnirnar á hendi. Svo giftusamlega vill nú til, aö vér höfum í mörg ár átt þvi láni aö fagna, aö eiga, ef svo mætti aö orði kom- ast, reglulegan sérfræðing í þessari grein, sem alla sína embættistiö hefir verið vakandi á verði, til að hefja sóttvarnirnar á sem hæöst stig og eru heilbrigðisskýrslurnar einmitt órækasti votturinn um þetta. Það er ekk- ert oflof um landlæknirinn, aö hann sé færasti læknirinn á þessu sviði, því að hann hefir sýnt það með starfi sínu öll sín embættisár. Fyrir hans mikla áhuga og góðu ráðstafanir, eru sóttvarnir hér á landi komnar í ágætt horf eftir kringumstæðum. Fyrir hans athafnir að miklu leyti hafa sjúkrahús, sjúkraskýli og heilsuhæli verið bygð víðsvegar um land, svo vér erum að keppa fram i fremstu röð einnig í því tilliti. (Eftirlitið með þessu er að verða umfangsmikið starf og skrifstofukostnaöur landlæknis er skorinn svo við neglur, að það er hreinasta hneyksli). Þá má eflaust einnig þakka áhuga hans sem formanns yfirsetuskólans, að barnadauðinn hefir minkað svo á síðustu árum, að þar erum vér líka að komast í fremstu röð. Að þessu athuguðu get ég ekki leitt hjá mér að benda á, að betur færi á því, að auka skrifstofufé landlæknis að mun, til að létta honum störfin, en að taka frá landlæknisembættinu þau störf. sem að sjálfsögðu heyra undir það. Eg er þess fullviss, að yfirleitt eru allar heilbrigðisráð- stafanir og eftirlit þeirra mála best komið í höndum landlæknis, og að vér megum vera öruggir, meðan vér njótum hæfileika ]>ess manns, sem nú er. Eg vil jafnframt benda á, að með því að rýra starfsvið landlæknis, veikj- um vér það vígið, sem margt bendir á, að læknastétt landsins sé lífsspurs- mál að haldist örugt og traust, til þess að læknar landsins fái unnið sitt þýðingarmikla starf í þarfir þjóðarinnar. Eg verð því að telja mjög van- hugsað, að þessi tillaga komi fram. Um hina næstu tillögu, sem fer fram á rannsókn berklaveikinnar á heimilunum hef ég að mestu gott að segja. Það væri mjög æskilegt að fá ábyggilegar upplýsingar um ástandið eins og það er, en nokkuð frekt þykir mér, að ætlast til, að allir læknar geri þetta endurgjaldslaust, ef svo er, sem mér skilst, að til þessa þyrfti heim- sókn á hvert einasta heimili. Tel ég víst, að það yrði töluverður kostnað- ur fyrir læknana, t. d. í Hesteyrar og Reykjarfjarðarhéraði, að gera þetta. og því væri nauðsynlegt, að fá fjárveitingu til þess, að koma þessu i fram- kvæmd, þannig, að læknar fengju ferðakostnað endurgoldinn, líkt og við skólaskoðanir. Um þriðju tillöguna verð ég að vera fáorður, þó hún sé einmitt sú, sem mest má um segja og máske deila. Á húsabótum er hin mesta þörf, en hvort berklaveikin metur þær að miklu, það er annað mál. Bættur efna- hagur er allra þrá og því bæði einkamál einstaklinganna og hið mesta deilumál stjórnmálaflokkanna, en það má líka deila um, hvort heppilegt sé, að efnahagur manna alment fari mikið fram úr daglegum þörfum, meðan sú tíska drotnar, að laga alla lifnaðarhætti sína eftir útlendum (suðrænum) fyrirmyndum, því meðan svo er, kunna sumir læknarnir að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.