Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 18
8o LÆKNABLAÐIÐ Hvernig sem nú þessu er háttað, þá hygg jeg sennilegt, að berklaveikin hafi ekki fariÖ verulega aÖ útbreiÖast hér á landi, fyr en milli 1870— 1890, og aS síSan hafi veikin meS hinum síauknu samgöngfum magnast smátt og smátt í öllum hjeruSum landsins, svo aS nú sje hún meiri en nokkru sinni. SpursmáliS er nú, á hún eftir aS magnast enn meira? ESa hvað er farsóttin komin langt á leiS hjá okkur? Mjer barst nýlega í hendur bók, sem mjer var sjerstök ánægja aS lesa. Eitt af þessum fáu nútímaritum, sem mjer fanst þess vert „ut iterum leg- atur“ (eins og gömlu latinumennirnir sögöu um góöa ,,autores“). RitiS er eftir Gustav Neander, merkan sænskan berklalækni, og heitir: Anstalten Hálsan á Norrbotten. Ett social hygie- niskt experiment i nordligaste Sverige, samt Tuiber- kulosens spridningsförlopp i Sverige. Stockholm 192 7.“ Þaö var einkum þetta síSara atriSi um útbreiösluháttalag veikinn- ar sem vakti athygli mína, vegna þess, aS rannsóknir Svíanna þar um kasta ljósi á gang berklaveikinnar einnig hjer á landi. Höfundurinn er þeirrar skoðunar, að berklaveikin hafi hagaö sjer líkt og farsótt, sem smámsaman hafi gengið yfir alt landiS og sé nú komin um allar sveitir þess. Svíar hafa i því (sem fleiru) veriö fyrirmynd annara þjóöa, aS þeir hafa á undan öðrum þjóðum safnaS vitneskju um dauöamein. Frá 1780—1830 hafa prestar þar í landi skráö öll dauöamein í bókum sínum. En frá 1860 eru til dánarskýrslur lækna í öllum stórbæjum og frá 1911 eru dánar- skýrslur bæöi úr sveit og bæjum. Þó athuganir prestanna sjeu ekki sem ábyggilegastar, eru þær þó góbra gjalda verSar, og gefa a. m. k. nokkurn veginn hugmynd um útbreiðslu lungnatæringarinnar fyrir og eftir aldamótin 1800 — en úr því má meS vaxandi nákvæmni, samkvæmt vitnisburöi lækna, mynda sér yfirlit yfir gang veikinnar í ýmsum landshlutiun Svíþjóðar. Þetta hefir N e a n d e r gjört í samráöi og samvinnu viö hagfræðinginn Gustav Sundberg. Upp úr þeim heimildum, sem fyrir hendi voru, hafa þeir gjört þrjá lands- uppdrætti af SvíþjóS, er sýna útbreiöslu berklaveikinnar á þremur tíma- bilum, þ. e. 1800—1830, 1860—1880 og 1900—1920. Á fyrsta kortinu er Södermanland (Stokkhólmur og umhverfi) svart, en grátt ineö ljósum blettum suSur eftir og nokkuð noröur eftir, en Norrbotten alveg hvítt. Á næsta kortinu er dekkjan orSin minni kringum Stokkhólm, en meiri norö- ur eftir og fariö aS grána alla leiS norður i Norrbotten. En á þriöja kort- inu er umhverfi Stokkhólms og Suöur-Svíþjóö oröin furöu hvítleit, en dökknar noröur eftir, þar til kemur aö Norrbotten, sem er orðiö álíka svart nú, eins og Södermanland var á fyrsta tímabilinu. ÞaS er meö öðrum oröum þannig, aö þegar, fyrir ca. 150 árum síöan, er berklaveiki orðin mögnuö í Stokkhólmi og nærsveitum — eöa einmitt þar sem samgöngur eru mestar viS umheiminn. En því fjær sem dregur frá samgöngn- og menningarstraumnum, þess minna ber á veikinni, og má heita, aö hún sje þá óþekt i nyrstu hjeruðum landsins. Svo færist hún smámsainan lengra og lengra, en þa'S er ]:>ó fyrst á síöustu fjörutíu árum, sem verulegur vöxtur kemur í berídafaraldurinn í Norrbotten og þar virö- ist hann nú hafa náö hástigi sínu og eiga þó langt í land meö aö þverra. Hinsvegar er þaS gleöiefni, hve veikin er oröin sjaldgæfari og vægari i

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.