Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 24
86 LÆKNABLAÐIÐ mun veröa í báðum stéttum, ef biskup, háskólakennarar og skottuprestar eru taldir með, og alt útlit er á aö læknarnir ætti aö hafa þaS. Skýrsluhöfundur getur þess, aS margir óttist læknafjöldann, en ennþá fleiri óttast nemendafjöldann. Eftir minni skoSun er tæplega náS lág- markstölunni, enda eru, eins og skýrslan sýnir, mörg verkefnin fyrir hendi, fyrir læknisfróSa menn. Skal hér bent á nokkur. Læknar eiga sjálfir aS takast á hendur störf heilbrigSisfulítrúa í stærri bæjum, eins og Rvík og Akureyri, og yrSi þaS verk í Rvík æriS nóg fyrir 2 lækna, ef þaS væri rækt sem skyldi. Eftirlit meS þrifnaSi í bænum, mat- væla- og mjólkursölu, matvælatilbúningi og afhendingu. Matvæla innflutn- ingi. Umgengni i sláturhúsum og íshúsum, smjörlíkisJ, sælgætis- og brauS- gerSarhúsum o. s. frv. — Þá eru umferðalæknar i sérfræSigreinum nauS- synlegir. Vér höfum aðeins haft augnlækna og hefir gefist vel, en svo þarf nef- eyrna- maga, og barna-, aS eg ekki tali um tannsjúkdómalækna, sem meS ári hverju verða meir og meir ómissandi í stærri kauptúnuln landsins. — AuSvitaS eiga læknarnir aö taka þá starfsemi algerlega aö sér meS aSstoö tannsmiöa, og má ekki lfSa á löngu að það verði svo mikil áhersla lögð á þessa námsgrein viö háskólann, aS minsta kosti öll skóla- börn í kauptúnunum geti fengið aðgerö á tönnum. Þá ættu læknar að taka lyfjasöluna algerlega í sínar hendur. Er enginn vafi á því, að meS litlum aukakostnaði mætti veita þeim háskólanemanda, sem hefði tekiS fyrri hluta prófs í læknisfræði, og þar meS próf i efna- fræði og lyfjafræði, nægilega þekkingu í lyfjatilbúningi og lyfjaprófun, sem gerSi hann færan um, aS hafa á hendi lyíjasölu. Þá getur vart dregist lengi, aS settir veröi læknar á varðskipin, og þau þá jafnframt notuS til aS vitja um hin seinfærari skip út á miöum, og láta þeim í té læknishjálp og líta eftir þrifnaði í fiskiskipunum yfirleitt. AS læknarnir taki aS sér dýralækningar, er i mínum augum svo sjálf- sagt mál, aS um þaS ætti ekki aö deila. — Fjóröungs-dýralæknar geta aldrei fullnægt, ef hinn bætti kúastofn hækkar svo verðmæti kúnna, aö þær fá sama verðgildi og stöllur þeirra í öðrum löndum. Meö aukinni fjárrækt, kynbætandi tilraunum á hrossa- og hundakynstofnunum, ætti verömæti þeirra einnig aö hækka svo, aö um lækning á þeim gæti verið aS ræöa. Þegar læknum fjölgar í héruöunum, munu þessar sérgreinar skiftast á miilli læknanna, tveggja eöa þriggja, eftir stærð héraöanna. Ætti aö taka til umræSu öll þau heilbrigðis- og þrifnaöarmál, sem heil- brigöisskýrslurnar minnast á og gefa tilefni til, þá yröi að stækka Lækna- blaðið. Vil ég svo enda mál mitt meS því, aö þakka próf. Guöm. Hannes- syni vel unniö starf og óska þess, að vér eigum von á aö fá frá honum ioo síöa hefti á hverju ári, með hugvekjandi greinum og nytsamri fræöslu, meðan honum endist lif og heilsa. J. J. Styrkir úr Sáttmálasjóði. í maímánuði fór fram úthlutun úr Sáttmála- sjóSi og hlutu þessir læknar styrk: Gunnl. Claessen 2000 kr. til doktors- rits síns og Hannes Guömundsson og Sveinn Gunnarsson utanfararstyrk, 2000 kr. hvor.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.