Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.05.1928, Blaðsíða 16
78 LÆKNABLAÐIÐ tíma verið lítið um berklaveiki og að veikin hefir jafnaðarlega reynst skæð meðal þeirra þegar auknar samgöngur við menningarlöndin greiddu henni götu. Hvað okkar eigið land snertir vitum við, að litið þektist til berklaveik- innar um miðja öldina, einmitt þegar hún var sem svæsnust í Þýskalandi, Austurríki og víðar. Og sama sagan er sögð frá hinum afskektari hlutum Noregs og Svíþjóðar. Fyrst á síðasta mannsaldri fer veikin að útbreiðasí og magnast á þessum svæðum, og er næst að halda, að vaxandi samgöng- ur hafi valdið því. En eflaust kernur þar fleira til greina. Próf. Sigurður Magnússon hefir i ritgerð sinni um Sögu berklaveikinnar á íslandi fært gild rök fyrir því,- að hér hafi berkla- veikin komið fyrir og sennilega verið landlæg i margar aldir, en a. m. k. síðustu þrjár aldirnar. Hversvegna fór veikin þó ekki að útbreiðast verulega fvr en á síðari hluta 19. aldar? Er það ekki sorglega undarlegt, að einmitt síðan við læknarnir fórum að þekkja háttalag veikinnar, og farið var með vísindanna ráði áð reyna að hefta för hennar, og einmitt jafnsnemma vaxandi þrifnaði og auk- inni vellíðan almennings — einmitt þá virðist hún vaða yfir sem laus- beisluð óhemja? Jeg trúi því fastlega, að hið almenna heilsufar hér á landi, likt og í öðrum löndum, hafi farið jafnt batnandi með rénun inanndauðans, og eins og kunnugt er. hefir manndauðinn minkað úr ca. 3O%0, snemma á fyrri öld, niður í 12/c siðustu árin. Það er trú mín (gagnstætt því sem margir halda, og þar á meðal læknar), að jafnframt rénandi manndauða réni kvillasemi að sama skapi, svo að nú sé í raun réttri talsvert minni krankfeldni en áður. Þegar gömlum mönnum sýnist annað, hygg jeg j)aö komi til af j)ví, að nú er meira kvartað og margfalt oftar leitað læknis við ýmsum sjúkdómskvillum heldur en áður var, meðan engir voru læknarnir eða aðeins fáir. Einnig má geta þess til, að gömlu menn- irnir hafi lítt gefið gaum þeim margvíslega vesaldómi, sem börnin dóu úr fyr á tímum, þegar barnadauðinn var alt að því sexfalt meiri en nú gerist. Eg trúi því ennfremur lí'kt og fleiri læknar, að rénun barndauða og manndauða yfirleitt sé sennilega allra mest að þakka því, að fólkið hefir nú á tímum nóg að eta, í stað þess að mikill þorri manna svalt eða lifði við skorinn skamt fyrrum. Eg átti tal við landlækni Englendinga Sir George Newm|an um Jjessa hluti í vetur. Hann hélt einnig J)essari skoðun fram, en sérstaklega taldi hann ótvírætt að rénun berklaveikinnar á Englandi væri mest að þakka því, að þjóðin hefði nú yfirleitt nóg fæði og holt. Eg sagði honum þá, að reynsla okkar á íslandi virtist benda; á alt ann- að hvað snerti berklaveikina. Því að hjá okkur er svo að sjá, sem berkla- veikin hafi jafnt og þétt magnast einmitt á síðasta mannsaldri, en það er liklega fyrsta tímabilið um langan aldur, sem landsfólkið hefir i vaxandi mæli haft nóg að bita og brenna og menning hefir aukist meira en nokkru sinni. N e w m a n þótti harðla kynlegt og setti hljóðan. Hversvegna skyldi berklaveikin undanþegin reglunni þeirri, að sjúkdómar og manndauði

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.