Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 4
LÆKNABLAÐlt) 8á axlarliöinn sé sá mikilsverÖasti, sem og slímpokarnir. Umhverfis axlarliðinn er, sem knnnugt er, hinn lausi areoleri bandvefur sérstaklega ríkulegur og nær hann yfir allstórt svæði, frá m. deltoideus alla leiÖ út undir m. subscapularis, m. supra- og infra- spinatus. Slímpokar eru og margir um- hverfis axlarliöinn, helstir þeirra eru: hursa subdeltoidea, einhver stærsti slimpokinn í likamanum, get- ur hann verið lófastór, bursa sub- acromialis, bursa m. coraco-brachi- alis, bursa m. subscapularis og fleiri, sem og vagina mucosa inter- tubercularis. Æthiologia. Orsakirnar til peri- arthritis humero-scapularis geta verið all-margvíslegar. Flestir eru sammála um, að trauma á eða í námunda við öxlina sé ein af aðal- orsökunum. Getur verið að ræða um eitt einstakt trauma eða fleiri smáítrekuð. Það getur verið með mismunandi móti, sem contusion, distorsion, sár í húð, vöðvum, sin- um, æðum, taugum, bruni eða skaddanir á bursae, sem svo hefir í för með sér periarthritis humero- scapularis. Vegna hinnar anatomisku bygg- ingar á axlarliðnum, og þá einkum á periarticulera vefnum, er hann sá liðurinn, sem einna oftast eða oft- ast verður stirður eða stífur af trauma. Eins og tala má um periarthritis humero-scapularis í kjölfar trauma, mætti einnig tala um periarthritis humero-scapularis i kjölfar með- ferðar, því hin ranga adductions- immobilisation er mjög oft rótin til þessa meins. Trauma eða meinsemdir í fingr- um eða á framhandlegg, sem krefj- ast langvarandi umbúða og mitella hafa oft í för með sér periarthritis huniero-scapularis, sömuleiðis getur hæmorrhagia cerebri, poliomyelitis eða aðrir sjúkdómar, sem krefjast langvarandi rúmlegu og gera sjúk- lingnum ófært eða erfitt með að hreyfa sig eða handleggina, leitt til sjúkdóms þessa. Langvarandi immobilisation á liandleggnum er því ein orsökin til periarthritis humero-scapularis. Einkum er þessi immobilisation hættuleg hjá fullorðnu fólki. Kuldi, raki, vosbúð og næðingur geta valdið sjúkdómi þessum, einn- ig infection einhverstaðar nær eða fjær öxlinni. 1 þessu tilfelli er því að ræða um infectiös-rheumatiskan sjúkdóm. Menn hafa haklið því fram, að sjúkdómurinn gæti einnig komið fyrir „af sjálfu sér", án finn- anlegrar ástæðu. Mér er nær að halda, að hér sé að ræða um in- fectiös-rheumatiskan uppruna. Arið 1917 hélt Brickner því frarn, að truflanir á efnabreytingunni væri ein orsökin til þessa sjúkdóms. Einkum voru það hyperthyreoidism us, hypothyreoidismus og diabetes mellitus, sem settir voru i samhand við hann. Einnig sést sjúkdómurinn oft hjá taugaveikluðum konum, einkum in climacterio, en ekki veit ég hvort hægt er að setja þetta i orsaka- samband við hann. En víst er, að slikt ástand sjúklinganna styður að myndun sjúkdómsins, þar eð slíkir sjúklingar forðast allar hreyfingar, sem valda þeim óþægindum, en það hefir aftur í för með sér hina hættu- legu immobilisation á öxlinni. Pathologia. Við trauma á öxl- ina myndast smærri eða stærri blæð- ingar í vefjunum og mikil lympha streymir út í þá. Þetta koagulerar og breytist í granulationsvef, sem seinna organiserast og fibrösir sam- vextir myndast milli vöðvaþráða, vöðvaknippa og aðliggjandi vöðva.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.