Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 26
104 LÆKN'AB LAÐ IÐ fjölda landa. Er einkum mælt meÖ hinum svo kallaöa „Oslo“-morgun- verði, þ. e. börnunum er gefin ein máltíð af ósoðnum, verndandi fæðutegundum, áður en þau byrja vinnu dagsins (mjólk, brauð, smjör, hráir ávextir eða grænmeti). Rann- sóknir í mörgum löndum virðast benda til þess, að bæði líkamlegur og andlegur þroski barnanna, svo og afköst þeirra í skólum, séu mun betri þar sem skólamáltiöir eru gefnar, en þar sem ]>a'ð ekki er gert- Það segir sig sjálft, að á sjúkra- búsum og hælurn, og í allri opin- berri starfrækslu, þar seni mönnum er séð fyrir mat, verði fvrst og fremst að sjá um, að mataræði'ð sé í sem fullkomnustu samræmi við nýjustu kenningar. Afleiðingin af breyttum og bætt- um lifnaðarháttum hvað mataræði snertir, yrði aukin eftirspurn eftir matvælum, en aukin eftirsjmrn eftir matvælum, mundi hafa í för með sér aukna landbúnaðarstarfsemi, fyrst og fremst. Auðvitað mundi þurfa ýmsar breytingar við fram- leiðslu landbúnaðarafurða, en þær mundu verða smám saman, alveg eins og að mataræði manna smám- saman mundi færast i réttu áttina. Það er víst ekki hætta á því, að fólk breytti um til hins betra al- veg alt í einu. Flestar verndandi fæðutegundir (mjólk, grænmeti o. fl.) er þannig, að þær þola litla geymslu og litinn ílutning, og þarf þvi að íramleiða þær sem næst þeim stað, sem neysl- an fer fram á. Þær fæðutegundir, sem frekar eru orkugjafar, má aft- ur á móti yfirleitt flytja lengra að. Það er því mjög nauðsynlegt, að haga framleiðslunni með tilliti til legu markaðanna eða aðalmarkað- anna. Til þess að landbúnaðurinn geti aðlagað sig og aukið afköst sin, þarf hann aukið fjármagn, til að byrja með. 1 flestum löndum er nauðsyn- legt, að bæta fyrirkomulag láns- stofnana fyrir landbúnaðinn, og er það mál í rannsókn hjá alþjóða- landbúnaðarstofnuninni í Róm. Ýmiskonar samvinna á sviði land- 1 lúnaðarmálanna virðist æskileg, eins og t. d. tilraunastarfsemi, sam- eiginleg notkun véla, aðgangur a'Ö vísindalegri þekkingu, upplýsingar um markaði, hentugt markaða- skipulag o. s. frv. Ríkið og bændafélög geta á ýms- an hátt létt undir með landbúnað- inum til þess að laga sig eftir hin- um nýju kenningum, t. d. með því að fræða bændurna, hjálpa þeim til þess að bæta framleiðslu- og dreif- ingara'ðferðir, upplýsa þá um nýj- ustu kenningar vísindanna, mark- aðshorfur, hjálpað til þess að berj- ast gegn húsdýrasjúkdómum, kaupa l)etra útsæði, vaka yfir fó'ðurbætis- og áburðarverðlagi, bæta samgöng- ur, bæta fyrirkomulag lánsstofnana og hvetja þjóðina til meiri neyzlu á landbúnaðarafur'ðum. Tollar og allskonar söluhindran- ir geta verið tvíeggjaðar og vafa- samar, en á hinn bóginn er senni- legt, að stuðningur til neytendanna geti orðið eins mikil hjálp og vernd íyrir landbúnaðinn. Allir fræðimenn um þessi mál eru samdóma um verðmæti fiskjar og lýsis, og efling fiskiveiða verð- ur því e'ðlilega á stefnuskrá þeirra manna, sem um þessi mál fjalla. (T. d. er talið æskilegt, að fisk- neysla Þjóðverja ykist stórum. — Sbr. Hoske: D. med. Wschr. 1936, 851)- Ef matvælaframleiðsla er skoð- uð frá þessum sjónarmiðum, hlýtur húu að geta haft lún víðtækustu áhrif á öll verslunarmál þjóðanna. (Þannig er t. d., þó að illa horfi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.