Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 12
9o LÆKNAB LAÐ IÐ in toguð beint upp frá húðinni eða togað er á ská. Eru vefirnir þannig eltir, teygt á samvöxtum og þeir smátt og smátt slitnir í sundur. Rétt er að færa sogskálina smátt og smátt til, svo að hun liggi ekki altaf í sama farinu. Þetta má end- urtaka nokkrum sinnum. Síðan er gefið létt nudd, til þess að flýta fyrir resorption á þeim smáblæð- ingum, sem myndast hafa. Aðgerð ])essa má endurtaka annanhvern dag, en þetta fer þó eftir ástandi húðarinnar. Ef húðin er mikið l>reytt, mikið ber á merkjum eftir sogskálina, hyperæmi og oedemata, er best að láta lengra líða á milli aðgerðanna. Samfara sogskálameðferðinni eru einnig gefnar passivar og aktivar liðhreyfingar á axlarliðnum, sem og trissuæfingar. Trissuæfingar getur verið all- erfitt að gera svo í lagi sé, svo að gagn verði að þeim. Það er því best að hjálpa sjúklingnum í byrj- uninni, kenna þeim að nota triss- una, en seinna geta þeir sjálfir gert æfingarnar. Sjúkrasögur. Þær sjúkrasögur, sem hér fara á eftir, eru teknar af sjúklingum, sem innlagðir voru á Folkekuranstalten ved Hald, með- an eg dvaldi þar. I. Frú K. F. 48 ára gömul. Inn- lögð 15/4. 1936, útskrifuð 27/6. 1936. Hún var innlögð fyrir neu- rasthenia, hypochondria 1. gr. og periarthritis humero-scapularis. — — Sjúklingurinn byrjaði að fá verki í vinstri öxl fyrir ca. iþý ári. Verkirnir voru stöðugir, og versnuðu við veðurbreytingar. Fyr- ir Y2. ári Ijrotnaði vinstri handlegg- ur rétt fyrir ofan úlnlið. Siðan hef- ir hún verið allmáttlaus í hand- leggnum. Kvartar annars yfir þreytu um allan líkamann. Röntgen af öxlum 29/5. Nokk- ur kalkatrofi i vinstri caput hu- meri, engar osseös breytingar. Blóðsökk 7 mm. Við skoðun var dálítil atrofi af m. deltoideus. Engin sjáanleg bólga á axlarliðnum. Dálítil eymsli i kring um axlarliðinn, sérstaklega að fram- an. Greinileg hyperalgesia aí öll- um vinstri handlegg og efsta hluta af vinstri thorax. Liðhrcyfingar í vinstri öxl: 18/4. 1936. Flexion .......... 0-60 Hyperextension . .. 0-30 Rotation inn..... 0-70 Rotation út ...... 0-45 Abduction......... 0-45 Adduction ........ o-frí 2 6. / 6. 1936. Flexion ........... 0-130 Hyperextension . . . 0-70 Rotation inn ...... 0-90 Rotation út ...... 0-90 Abduction.......... 0-120 Adduction ........ o-frí Meðferð: Diathermi á vinstri öxl. Seinna traction-sogskálar, lang- bylgjugeislar, nudd, trissuæfingar og passivar liðhreyfingar. Eftir að byrjað var á sogskálum, góðar framfarir. Áður svo til engar fram- farir. II. Frú A. P. 46 ára gömul. Innlögð 29/5. 1936, óútskrifuð. Innlögð vegna polyarthroitis og adi- positas. — í \y2 ár höfðu íingur- liðir og úlnliðir verið dálítið bólgn- ir og stirðir. 1 nóvember 1935 fékk sjúklingurinn skyndilega við vinnu sína ákafa verki í hægri öxl. Verk- irnir voru svo miklir, að hún gat ekki notað handlegginn í einn mán- uð. Axlar-regionin var stundum dá- lítið bólgin. Röntgen af öxlum 3/6. Ekkert óeðlilegt. Blóðsökk 33 mm. Wasser- mann og gonoreaktion neikvæð.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.