Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.11.1937, Blaðsíða 6
84 LÆKNABLAÐIÐ Á þessu stigi verður stirðleikinn niest áherandi einkenniS samfara sársauka eÖa óþægindum við lireyf- ingar. Menn kvarta yfir, að þeir eigi bágt með aÖ fara úr jakkanum, aÖ þeir eigi bágt meÖ aÖ greiða háifsitt, setja á sig flibban eÖa festa axlaböndunum á buxnatölurnar að aftan. Öll vinna er mönnum mjög erfiS, svo aÖ jieir neyðast til þess aÖ leggja árar í bát og hætta vinnu siuni. Af þessu sést, aÖ það eru því aðeins vissar hreyfingar, sem eru hindraðar og valda sársauka, en þaÖ eru: abduction og rotation út á við og inn á við. Flexion og hyperextension hindrast venjulega ekki mjög mikið, menn geta því sveiflað handleggnum fram og aft- ur. Samfara stirðleikanum og sárs- aukanum í öxlinni kvarta menn oft yfir magnleysi í handleggnum. Objectiv cinkcnni á acuta stiginu fara mjög eftir orsök sjúkdómsins. IiúÖin í axlarregioninni getur ver- iÖ alveg eðlileg eða hún getur ver- iÖ meira eða minna breytt, rauÖ- leit og heit, í henni geta og verið smærri eÖa stærri eccymoses eÖa sár. Þegar lengra líÖur á sjúkdóminn finst vefurinn viÖ palpation mismun- andi aumur og fastur i sér. Sumir halda því fram, aÖ þrýstingseymsli finnist á vissum svæÖum, t. d. dá- litið fyrir ofan upphandleggs fest- una á m. deltoideus eÖa yfir pro- cessus coracoideus. Aðrir halda því fram, aÖ þrýstingseymsli finnist ekki. Ekki hefir mér tekist að finna nein sérstök þrýstingseymsli á þeim sjúklingum, sem eg hefi palperaÖ. Stundum hafa verið diffus eymsli í axlar-regioninni, stundum alls engin eymsli. Truflanir á skynjunum eru yfir- leitt ekki, þó hefi ég séð einn sjúk- ling með greinilega hyperalgesia á öllum vinstri handlegg og efsta hluta af vinstri thorax-helmingi. Vasomotoriskar truflanir með ö- edem og acrocyanosis á fingrum hafa og sést. Reflexar eru eðlileg- ir. Mátturinn i handleggnum er oft minkaður. Eitt aðaleinkenniÖ er hin mink- aða hreyfing í öxlinni. Hreyfing- arnar geta verið minkaðar í allar stefnur, einkurn á hinum alvarlegri stigum sjúkdóminsins. Eins og þegar hefir verið getið, eru það þó einkum vissar hreyfing- ar, sem eru hindraðar, en það eru abduction og rotation, bæði út á við og inn á við, aðallega þó út á við. ^Vjenjulega ' byrja , jhreyfingarnal' fyrst að takmarkast við ca. 45 ° ab- duction og rotation. Þetta er þó auðvitað mjög mismunandi, rotat- ionin er mjög oft engin. Krepitation getur stundum fund- ist við hreyfingar. Þegar lengra líður á sjúkdóminn fer meir og meir að bera á rýrn- un á vöðvunum, einkum er það m. deltoideus sem rýrnar, einnig m. supra- og infraspinatus. Vöðvarnir á handleggnum geta og rýrnað. — Mm. pectorales finnast oft spentir og aumir. Líkamshitinn getur verið hækkaður á acuta stiginu, og fer það eftir orsök sjúkdómsins. Blóð- sökk er venjulegast eðlilegt. Röntgenologiskar breytingar sjást venjulega ekki. D iffcrcntialdiagnosis. Fái maÖur sjúkling, sem kvartar yfir verkjum í öxlinni og minkaðri hreyfingu, er ekki nóg að athuga aðeins öxlina, heldur verður að athuga sjúkling- inn mjög nákvæmlega. lungu, hjarta, abdomen og taugakerfi. ])ví ýmsir sjúkdómar á þessum stööum geta gefið verki í öxlinni eða verki geislandi upp i öxlina. Af lungnasjúkdómum mætti nefna: pleuritis, empyema, abscess-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.