Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1943, Page 14

Læknablaðið - 01.06.1943, Page 14
136 LÆKNABLAÐIÐ upp jafn marga glaucomsjúklinga meö myopiu og hypermetropiu, heldur hefir ekki veriö hægt aö sanna samband glaucoms viö al- menna sjúkdóma, æöasjúkdóma. endokrina sjúkdóma eöa infekt- ionssjúkdóma. Af „disponerandi momentum‘‘ má nefna: Miklar geðshræringar, liefir slíkt framkallað mörg acut glaucomköst, sennilega i sambandi við labilitet æðakerfisins, reaktion æöainnervationarinnar, sem fram- kallar fyrst kontraktion, síðar dil- atation á æðunum. Einnig væri mögulegt að það stæði í sambandi viö dilatation pupillunnar. 1 mörg- um tilfellum framkallast glaucom við það aö dreypa atropini eða dilaterandi dropum i augun, er nauðsynl., einkum hjá gömlu fólki aö varast slíkt, nema brýn nauð- syn beri til, þvi þó ekki finnist annað en augun séu alveg heil- brigð, getur verið um latent dis- position til glaucoma aö ræöa. Glaucom og trauma: Flest traumatisk glaucom eru sekundær, en ekki er sjaldgæft að komi glau- com viö kontusionir án þess að Ijreytingar finnist í lens, blæðing- ar o. s. frv., er álitið að eggja- hvítuefni útskiljist í cam. ant. og loki filtrationsgöngunum, sama gildir við glauc., sem koma við ætzanir og bruna. Erfðir: Þá kem ég aö þeim faktornum, sem sennil. hefir ekki minnsta þýöingu í ætiologiu glau- comsins og það er arfgengið. 1 einstöku tilfellum virðist vera um dominant arfgengi aö ræða, í öðr- um og þaö oftar um recessivt. Ef til vill er um að ræöa arfgenga disposition til sjúkdómsins, og þurfi svo aöeins einhverja ástæðu til þess aö framkalla ýms mo- ment, sem frekar eru fyrir hendi í ellinni t.d. lrreytingar í æðakerfinu (arteriosclerosis) og innervation þess, psykisk áhrif t. d. miklar áhyggjur og sorgir. Af þeim glau- comsjúkl., sem eg hefi haft til meöhöndlunar er hjá meiri hlut- anum fleiri eða færri nánustu ætt- menn, sem hafa haft glaucomsjúk- dóm. í mjög fáum tilfellum heíir veriö um anticipation að ræða. Ekki er ósennil. að lifnaðarhættir og veðrátta hafi mikla þýðingu í framköllun sjúkdómsins. Prognosis. Áður fyrr meðan ekki þekktust aðgerðir og engin lyf voru upp- fundin við gl. sjúkdómi var pro- gnosis mjög slæm. Flestir, sem fengu glaucom urðu steinblindir. En eftir að lyf og aögerðir fund- ust upp hefir þetta mjög breytzt, og því fyrr í sjúkdómnum, sem opererað er þess betri árangurs er að vænta. Meðferð. Þar sem orsakir primæra glau- comsins eru óþekktar er aðeins urn symptomatiska meðferð að ræða, sem hefir þá tilætlun að lækka intraoculæra þrýstinginn. En þó að augnþrýstingurinn sé varanl. lækkaður er ekki um fullkomna lækningu að ræða, þar sem aðrir þýðingarmiklir faktorar halda áfram t. d. truflanir á æðainner- vation o. fl. Meöferðin á glaucomsjúkdómi er ýmist konservativ eða operativ. Strax og maður hefir fundið glau- com hjá sjúkl. er bezt að láta hann vita aö um alvarlegan augnsjúk- dóm sé aÖ ræöa, sem nauðsynl. sé að fylgjast vel með. Það þarf að fá sem nákvæmastar upplýsingar um hvernig þrýstingurinn hagar sér á ýmsum tímum sólarhringsins, t. d. mæla þrýstinginn kvölds og morguns, og sannfæra sjálfan sig

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.