Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1943, Side 22

Læknablaðið - 01.06.1943, Side 22
M4 LÆKNAB LAÐ IÐ serum fyrir honum er notað apa- blóð, sem dælt er inn í kaninur eða naggrísi. Síðustu tvö árin hafa töluverðar rannsóknir verið gerðar á þessum Rh-eiginleika, og eftir þeim að dæma virðist svo sem 90% af þeim transfusionsslysum, sem menn hafa hingað til ekki'botnað í, eigi rót sína að rekja til þessa nýfundna blóðeiginleika. Ég skal strax taka það fram, að það er engan veginn auðvelt að rannsaka blóðið fyrir þessum eig- inleika. Dæla þarf apablóði í kan- ínu, eða jafnvel öllu fremur i nag- gris, tvisvar eða oftar og vinnst með því móti agglutinerandi ser- um. En þessi agglutination er miklu veikari en hin vanalega isoagglutination blóðsins, og til að fá hana fram þarf að blanda blóð- kornum og serum í lítil glös og skilja í skilvindu við lítinn hraða. Þeim rannsóknum sem fyrir liggja, en þær eru aðallega frá Ameríku (aðeins ein ritgerð frá Bretlandi), ber saman um það, að 85% manna t>g kvenna hafi þenn- an eiginleika, sé Rh -j-, en að 15% vanti hann, sé Rh -t-. Hættan af þessum eiginleika í sambandi við blóðgjafir er aðeins fyrir hendi hjá þeim sem eru Rh-f-. Ef sjúklingur sem er Rh fær Rh -[- blóð inn i æðakerfi sitt, er liætt við að þessi aðkomu-blóð- korn verki sem antigen, sem sjúkl- ingurinn tekur til að mynda mót- efni á móti. Honum verður því oft tiltölulega lítið um fyrstu blóð- gjöfina, af því að hann hefir lítil eða engin mótefni tilbúin á móti Rh -j- blóðkornunum, en ef blóð- gjöfin er endurtekin, er hætt við að honum verði mikið um hana, ýmist þannig að hann fái acut intravasculær hæmolysis, sem verður því hættara við sem blóð- gjöfin er endurtekin oftar, eða hann fær hæm'olysis, sem minna ber á, stundum aðeins greinilega hækkaðan icterusindex í serum, en iðulega mikla hæmolysis og anæmi og engan veginn sjaldgæft að sjúklingurinn bíði bana af, eink- um ef blóðgjöfin er endurtekin hvað eftir annað. Wiener2) hefir sýnt fram á, aö hægt er að nota eiginleikana M og N til að ganga úr skugga um hvort inndælt blóð hefir komið að notum eða ekki. Ef nl. maður af M undirflokki fær N-blóð, má finna N-blóðkornin i blóði hans, sem eftir blóðgjöfina verður MN. Ef blóðkornin hafa hæmolyserast verður blóðið óbreytt M, eins og það var áður. Menn eru ekki að dæla blóði inn í æöar til að fá upplausn á blóðkornunum, þar sem því fylgir ávallt hætta, en jafn- vel þótt sjúklingurinn lifi trans fusionina af, verði ekkert veikur, er óhætt að segja að blóðgjöfin hafi mistekist, þvi að blóðkornin koma ekki að neinu gagni, heldur verða sjúklingnum aðeins til byrði. Hann fær <oft hæmoglobin- uri, svo að þvagið verður blóð- litað, urea hækkar í blóðinu ti! mikilla muna, og oft hlýtzt anuri af. Hæmoglobin sjúklingsins hækkar því ekkert. þrátt fyrir blóðgjöfina, sem hefir orðið gagnslaus og til ills eins, ef hún varð ekki beinlínis lifshættuleg. Þar sem svo mikill hluti manna er Rh -)- er mjög hætt við að þeir sem eru Rh -4- lendi á að fá blóð úr einhverjum sem er Rh +. Þetta gerir samt venjulega ekki mikið til við fyrstu blóðgjöf, en getur orðið og verður oft Hfshættulegt ef transfusion er endurtekin. Ég kem seinna að því, hvernig unnt er að forðast slys af þessum or- sökum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.