Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 14
130 LÆKNABLAÐIÐ cm. munur. Ég hefi gert ráð fyrir helming þessarar tölu þ. e. 0,7 cm. vegna stéttamismun- ar í rannsóknarhópnum 1920 —’23 og 1946, og lækkar þá hæðarmismunurinn milli þess- ara hópa sem því svarar eða í 1,6 cm. Á árunum frá 1920—’23 til 1946 hefir hæðaraukinn þá numið um 0,1 cm. á ári. Við samanburð á línuritun- um (sjá mynd 1) yfir líkams- hæðina 1920—’23 og 1946 kem- ur í ljós talsverður munur á út- liti þeirra. Bæði línuritin frá 1946 eru tvítoppa, hjá körlum er annar toppurinn svarandi til 174 cm. hæðar, en hinn til 180 cm. Á línuritinu yfir líkams- hæðina 1920—’23 er aðeins einn greinilegur toppur við 172 cm. hæð. Þessa tvo toppa í línu- ritinu frá 1946 tel ég vafalítið af völdum misskiptingar í ald- ursflokkana, að toppurinn svar- andi til minni hæðarinnar eigi við eldri aldursflokkana, en hinn við þá yngri. Mælingar vegabréfaeftirlits- ins eru fyrstu mælingar sem gerðar eru á stórum hópi ís- lenzkra kvenna, samkvæmt þeim er meðalhæð þeirra 162,45 cm. eða 92,4% af hæð karl- anna. Fyrir 1500 er hæð kvenn- anna 91,7% af hæð karlanna svo eftir því ætti konan að hafa hækkað meira en karlinn, en þessar tölur eru of ónákvæmar til þess, að hægt sé að leggja upp úr þeim. í Noregi reyndist meðalhæð 300 hjúkrunarnema 162,8 cm. árið 1933, eða 94,3% af meðalhæð (172,6 cm) nýliða 1929 (Schiötz (7). Hvorki norsku né íslenzku tölurnar gefa rétta mynd af hlutfallinu milli líkamshæðar karls og konu, vegna þess að meðalald- urinn í rannsóknarhópunum er ekki sá sami, og að um mis- munandi þjóðfélagsstéttir er að ræða, Raunar er líklegt, að hlut fallið milli þjóðfélagsstéttanna sé sem næst eins í íslenzku rannsóknarhópunum, en trú- lega er meðalaldurinn lægri í kvennahópnum. í sambandi við manneldis- rannsóknirnar (8) var mæld hæð 73 karla og 74 kvenna á aidrinum 20—59 ára. Hæð karlanna var 172,2 cm. og kvennanna 158,1 eða 91,8% af hæð karlanna. Þó að þessir rannsóknarhópar séu litlir, þá eru þeir sambærilegir bæði um aldur og lífsskilyrði, svo ég hugsa að þetta hlutfall milli hæðar karls og konu sé nærri lagi fvrir íslendinga. Af þeim hæðarmælingum og beina, sem nú er völ á, er ekki unnt að segja, hve langt er síð- an íslendingar fóru að hækka, Sé gengið út frá því, að hæðar- aukinn fyrir 1910 hafi verið um 0,08 cm. á ári, þá hefir, 1860, hæðin verið sú sama og fvrir miðja 16. öld. Nú eru líkur fyr- ir því að milli 1500 og 1800 hafi líkamshæð íslendinga verið

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.