Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 135 Skildinganessskóla, og 1938— ’40 voru 15,2% af börnum í Laugarness- og Austurbæjar- skóla í Laugarnessskóla. Einni tölu hefi ég breytt, þar sem um bersýnilega prentvillu var aS ræða, 163,4 cm. í stað 153,4 á 13—14 ára piltum í Miðbæjar- skóla 1940—’41. Niðurstöðutölur af þessum útreikningum eru í töflum II —V. Ef við athugum töflu II, sést að vaxtarhraði drengjaárgang- anna 1922—’27 er minnstur frá 10y2_liy2 árs aldurs. Sé það borið saman við árgangana 1927—’32 í töflu III, kemur 1 ljós að þar er hann minnstur frá 91/2—10/2 árs aldurs og að vaxtarhraði þeirra er yfirleitt meiri eftir 10% árs aldur, en árg. 1922—’27. Af töflum IV og V sést að hlutfallslegur vöxtur stúlknanna er meiri en drengj- anna og ennfremur að hann er yfirleitt meiri hjá telpnaár- göngunum 1927—’32 en þeim frá 1922—’27, sérstaklega eft- ir 10% árs aldur. Mismunurinn á vaxtarhrað- anum sést bezt á mynd 2 og 3, sem sýna log af hæðinni miðað við aldur. Á mynd 2 sést, að fram til 10 ára og 3 mánaða aldurs er enginn munur á hæð drengjaárganganna, en úr því fer bilið á milli þeirra vaxandi. Mynd 3 sýnir, að telpnaárgang arnir 1927—’32 eru alltaf hærri en þeir frá 1922—’27, en bilið er nokkuð jafnt og lítið til IOV2 árs aldurs, en eykst úr því. Tafla VI segir manni það sama og mynd 2 og 3, nema hvað þar sést einnig hve miklu árlegur hæðarauki nemur á þeim 5 árum, sem eru á milli árganganna 1922—’27 og 1927 — ’32 Á 13—14 ára drengjum er hann 0,334 cm., en 0,422 cm. á telpunum, sem er miklu meiri hæðarauki en fannst hjá full- orðnum. Skýringin á þessu ósamræmi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.