Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 16
132 LÆKNABLAÐIÐ og 1920 yrðu þá samsíða, eins að formi til. í öðru lagi getur hæðaraukinn stafað af aukn- um vaxtarhraða á öllu eða ein- stökum hlutum vaxtarskeiðs- ins, þau vaxtarlínurit myndu þá rísa meir en þau er hægari vöxt sýndu. Loks getur hæðar- aukinn verið að þakka lengingu á vaxtarskeiðinu. Þær einu mælingar á íslenzk- um börnum, sem hefir verið unnið að einhverju leyti úr, eru á barnaskólabörnum, en sá galli er á skýrslunum um þess- ar mælingar, eins og raunar vel flestum þeim skýrslum um sama efni úr öðrum löndum sem ég þekki til, að þær gefa meira eða minna rangfærða mynd af vextinum. Þetta stafar af því að mælingarnar eru mið- aðar við aldursflokka á því ári sem þær fóru fram, en ekki við mælingar á sömu börnunum á ýmsum aldri. Þar sem ekki er völ á þannig löguðum skýrslum hér, hefi ég tekið næst bezta kostinn, þ. e. að vinna þannig úr mælingun- um á skólabörnum í Reykjavík að yfirlit fáist yfir vöxt barna fæddra á árunum 1922—’27 annars vegar og hins vegar yfir vöxt barna fæddra á árunum 1927—’32. Tölurnar eru tekn- ar úr Árbók Reykjavíkurbæjar 1940 og 1945 (10) og taka til skólaáranna 1930—’31 til 1943 —’44. Vegna þess að 7—8 ára börn fara ekki að sækja skóla svo nokkru nemi fyr en 1936 —’37, þá vantar þennan ald- ursflokk fyrir börn fædd 1922 —’27 og fyrir börn fædd 1927 —’32, tekur hann raunverulega aðeins til barna, sem fædd eru á árunum 1929—’32. Og þar sem skýrslurnar ná ekki lengra en til 1943—’44, þá eru í 13—14 ára aldursflokki barna fæddra á árunum 1927—’32 aðeins börn fædd árin 1927—’31. Eftir að Skildinganess- og Laugarnesskóli taka til starfa, er þess ekki getið nema fyrstu 4 og 2 árin hve mörg börn voru í hvorum, en síðan er aðeins getið heildarf jölda barna í Mið- bæjar- og Skildinganessskóla annars vegar og í Austurbæj- ar- og Laugarnesskóla hins vegar. Aftur á móti er meðal- hæð barna skráð í hvorum skóla um sig. Ég hefi því orðið aö áætla fjölda barna í hverj- um aldursflokki innan hvors skóla um sig, með því að ganga út frá því að sama hlutfall hafi haldizt milli þeirra og milli kynjanna og var fyrstu 4 og 2 árin. Nokkur ónákvæmni skap- ast af þessu, en þó varla meiri en svo, að hún komi fram fyrr en í öðrum decimal, vegna þess hve litlu munar á meðalhæð- inni milli skólanna og hve lít- ill hluti barnanna er í Skild- inganess- og Laugarnessskóla. í Skildinganessskóla voru 1937 —’40 að jafnaði 13,6% af heild- arfjölda barna í Miðbæjar- og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.