Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ þær fyrir eggjahvítu og fitu- magn í fæöi á 18. öld og 1850, sem eru í töflu IX, fengnar. Þær sýna aö þá hefir um þriðj- ungur af orkumagni fæðunnar komið úr eggjahvítu, en nú tæpur fimmtungur. Fitumagn ið hefir verið hlutfallslega eitt- hvað meira á 18. og fyrri hluta 19. aldar en nú, en áberandi virðist munurinn ekki hafa verið. Loks hefir á 18. öldinni yfir 90% af orkumagni fæðunn- ar komið úr dýraríkinu en nú liðlega helmingur. Það er eftir- tektarvert hve gamla fæðið var miklu auðugra af góðri eggja- hvítu en nútíma fæðið. En þó eggjahvíta sé nauðsynleg vexti og þrifum, er hún ekki eins notadrjúgur orkugjafi og fitan og kolvetnin vegna þess, að hún eykur efnaskiptin (Specific dynamic action) mun meira en fita og kolvetni og af þeim orsökum einum má gera ráð fyrir 300 h.e. meiri efnaskipt- um á 18. öldinni en nú. Trúlega hefir mikið aukið joðmagn í gamla fæðinu, sem gera verð- ur ráð fyrir vegna hins mikla fiskáts og nokkurrar sölva- neyzlu, einnig aukið efnaskipt- in. í sambandi við efnaskiptin er fróðlegt að minnast um- saenar Schleisners (23) um út- lit íslendinga. Hann segir á bls. 155 það „charakteristisk ved det islandske Physiognomie“ að „man seer mere af det Hvide i Öiet end hos andre Folk“. Enn- 143 fremur mældi hann hitann í munnholi 12 heilbrigðra íslend- inga og reyndist hann 37,27° C að meðaltali (36,5°—37,8°) Burton (24) segir á bls. 132 (vol. I) um augu íslendinga: „Squints and prominent eye- balls, in fact what are vulgarly called „goggle eyes“, are com- mon, and even commoner, per- haps, are the dull colourless organs which we term „cod’s eyes“. Þó að úteygð og aukinn lík- amshiti geti stafað af öðrum ástæðum en aukinni starfsemi skjaldkirtilsins og ekkert liggi fyrir um það, að aukin efna- skipti eða aukið joðát valdi út- eygð', þá eru öll þessi atriði svo nátengd að ósjálfrátt setur maður þau í orsakasamband. Undir öllum kringumstæðum verður að gera ráð fyrir meiri hvíldarefnaskiptum þá en nú. Að vísu var líkamsstærðin svo miklu minni áður, að gera verður ráð fyrir 10% minni heildar-hvíldarefnaskiptum þá en nú af þeim ástæðum, en þar á móti kemur meiri innanhúss- kuldi fyrr á tímum og raunar utanhúss einnig.. Aukin hvíld- arefnaskipti og meiri vinna hafa áður fyrr dregið úr því orkumagni sem farið gat til vaxtar. Hið mikla mjólkurmagn 1 gamla fæðinu gerði það að verkum, að það var miklu kalk- og fosfór-auðugra en nútíma-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.