Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 137 landi hafi kynþrcskaaldurinn færzt fram á seinni tímum, eins og vaxtarbreytingin bend- ir til. Breytingin, sem hefir orðiö á hæð íslendinga, virðist stað- festa það, að bætt viðurværi og betri aöbúð sé aðalorsökin til aukins vaxtar, að minnsta kosti getur kynblöndun ekki komið til greina hér. Um það er svo allt á huldu, hvað má sín mest í viðurværi og aðbúnaði til áhrifa á líkams- hæðina. Hún er arfgeng og á- kveðin af mörgum erfðaeind um (gen), þó ekki svo að skilja að ákveðin hæð erfist, heldur möguleikar til að ná líkams- hæð, sem er innan ákveðinna takmarka. Ytri aðstæður ráða því svo hvar innan þessara tak- marka hin endanlega hæð verður og ætla ég að gera nokk- uru nánari grein fyrir einni þeirra, sem sé fæðunni. Áhrif hennar á líkamshæð- ina geta legið 1 tvennu, magni og samsetningu. Það er erfitt að gera sér rökstudda grein fyrir því, hvað hitaeininga- magnið hafi verið í fæði ís- lendinga fyrr á tímum. í búa- lögum (13) er kveðið á um fæði vinnuhjúa og giltu þær reglur um langan aldur. Skúli Magnússon (14) segir svo um þetta atriði: „Annars ákveða landslögin, hver fæða vinnu- fólksins skuli vera, miðað að- eins við fisk og smjör og eftir þessu fara sumir, einkum sjó- menn þeir úr öðrum sýslum, er dveljast í Gullbringusýslu um vertíðina. Útvigtin nemur yf- ir áriö handa karlmanni: 1 skp. 12 lp. 8 pd. harðfisks, 11 lp. 6 pd. smjörs. Handa konu: 1 skp. 4 lp. 6 pd. harðfisks, 8 lp. 2 pd. smjörs. Á þessum grundvelli er vinnufólki og sjómönnum út hlutað svo miklu af fiski og smjöri, að samsvari neyzlu þeirra um langan eða skamman tíma eftir atvikum. Ef fiskur er ekki til er jafnþyngd hans af rúgmjöli lát-in í staðinn, sömu- leiðis er góð tólg látin í stað smjörs. Sumir skipta á nokkr- um hluta útvigtarinnar fyrir brauð og kjöt.“ (Lýsing Gull- bringu- og Kjósarsýslu, bls. 24 —25). Sé þetta reiknað út í hita- einingum, þá er vinnumannin- um ætlaðar 4338 h.e. á dag og vinnukonunni 3213. Samkvæmt rannsóknum manneldisráðs er meöal h.e. magn í karlmanns- fæði nú 3089 í kaupstöðum og 3553 í sveitum og áætlað að konan noti 80% af því magni, en búalög ætla konunni 74% af h.e. magni karlsins. Þó að búalög séu fyrst og fremst verð- skrár, þá munu þau vafalítið gefa sanna mynd af því hvað á- litið var sómasamlegt fæðu- magn handa vinnuhjúum, en annað mál er það, að hve miklu leyti þessari reglu haf' "erið fylgt á hverjum tíma. Vafa-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.