Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 35
L Æ K N A B L A Ð 1 Ð 151 fólk i'lutt til eða safnað saman á ýmsum stöðum, margir full- orðnir menn fengu því fremur en ella hinn illkynjaða rauðu hunda faraldur, sem lýsti sér með sterkri slímhúðarbólgu, einkum í hálsi, en venjulega einnig mikilli bólgu í lmakka- eitlum (occipital-eitlum). Vorið 1941 fæddust óvenju- lega mörg börn með starblindu (cataracta), svo að nauðsynlegt þótti að safna skýrslum og vitneskju um þetta. Gregg og félagar hans fundu fljótlega 78 tilfelli. Það konj í ljós, að af þessum 78 tilfellvun liöfðu 68 mæður liaft rauða hunda á fyrsta og öðrum mánuði með- göngutímans, aðeins fáar á þriðja mánuði. Þrátt fyrir mikl- ar efasemdir, gat Gregg ekki fundið aðra skýringu sennilegri á fyrirbrigði þessu en ])á, að í binum skæða rauð-hunda far- aldri væri raunverulegrar or- sakar að leita. Cataracta þessi var annað hvort central cataracta með hálfgagnsæju umhverfi (peri- feriu) eða total jafnþétt catar- acta yfir allan ljósbrjótinn. 1 16 þessara tilfella var cataracta aðeins í öðru auganu og voru þau flest dvergaugu (micro- opbthahnus). Annað var einnig einkennandi við þessi augu, að astunga (discissio) reyndist örðug vegna þess, að cataracta var seig og hörð, og erfitt var að víkka út ljósopið. Ennfrem- ur voru börn þessi lítil, þrif- ust illa, og að minnsta kosti 44 af þessum 78 börnum höfðu hjartasjúkdóm. Þessi grein Greggs læknis vakti mikla athygli, og læknar í Astralíu fóru nú að rannsaka, hvort rauðir hundar gætu ekld haft fleiri skemmdaráhrif á fóstrið, sömuleiðis, hvort aðrir útbrotasjúkdómar gerðu ekki svipað að verkum, og sýndu at- huganir þcssar hjá flestum, að sennilegt væri, að rauðir hundar orsökuðu margskonar vansköpun i fóstrinu. Aftur á móti var slík hætta miklu minni við aðra næma sjúkdóma, t.d. höfðu 9 mæður fengið mislinga og fæddu allar heilhrigð börn, tvær fengið hettusótt og fæddi önnur barn með ógagnsæja hornhimnu. Við athuganir þess- ar kom ennfremur í ljós, að rubeola er aðeins skaðleg fóstr- inu á fyrstu þremur mánuð- um meðgöngutímans. Svo virð- ist sem skaðleg áhrif frá ráuðu hunda smituninni haldist nokk- urn tíma í líkamanum, því að ein móðir, er fæddi vanskapað barn, hafði haft rubeola hálfum mánuði áður en hún vai’ð barnshafandi. Það hefur einn- ig komið í ljós, að konur, sem liafa eignazt vansköpuð börn eftir rauða hunda, hafa síðar fætt lieilbrigð börn. Swan telur, að konur, sem fá rubeola fyrstu tvo mánuði meðgöngutímans, eignist hér

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.