Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 28
144 LÆKNABLAÐIÐ fæði. Þaö er hugsanlegt að hin- ar tíöu og miklu osteofytmynd- anir á beinum fornmanna standi í sambandi við mikið kalk og fosfórmagn í fæði þeirra. Vitamínin hafa mikil áhrif á vöxtinn, en því miður er erf- itt að gera sér fulla grein fyr- ir hverjum breytingum magn þeirra hefir tekið í fæði þjóðar- innar. Aðal vítamíngjafar hennar eru mjólkin og jarð- eplin svo af því má ráða að A og D-vítamínmagnið hafi ver- ið meira áður en nú er. Hins- vegar er C-vítamínmagn mjólk- ur og jarðepla breytilegt og um of háð geymslu og matreiðslu til þess að hægt sé að mynda sér rökstudda skoðun um magn þess á hverjum tíma, en af því er ráða má af sögu skyrbjúgs- ins hér á landi, virðist hafa ver- ið minna um C-vítamín fyrr á tímum en nú. B-vítamínin hafa trúlega verið ríkulegri í 18. og 19. aldar fæðinu, en nú á tím- um. Kiil (11) hallast að því, að aukin neyzla jarðepla sé or- sök til hæðarauka Norðmanna, því þetta hvort tveggja fylgist að. Hann álítur, að hið aukna C-vítamínmagn í fæðunni með vaxandi jarðeplaáti sé aðalat- riðið og bendir í því sambandi á, að í þeim héruðum Noregs, sem ávaxtarækt sé mikil, hafi líkamshæðin verið meiri en í öðrum héruðum landsins. Hér á landi hefir einnig aukinn vöxtur og vaxandi jarðepla- neyzla fylgzt að, svo rök Kiils geta að því leyti átt við hér, en það er eins og þegar hefir verið bent á margt fleira í mataræði okkar sem hefir tekið stórfelld- um breytingum en jarðepla- neyzlan, svo varlega verður að fara í að þakka henni allan hæðaraukann. Ef dregnar eru saman þær helztu breytingar er hafa orðið á mataræði þjóð- arinnar á síðustu tveimur öld- um verða þær þessar: 1) Orkuþörfin hefir minnkað og orkumagnið í fæðunni aukizt miðað við þarfirna.. 2) Magn eggjahvítu hefir minnkað og kolvetnanna aukizt miðað við þarfirnar. 3) C-vítamínmagn hefir auk- izt og A og D-vítamínmagn- ið minnkað. 4) Kalk, fosfór og joðmagnið hefir minnkað frá því er var. Af þessum atriðum finnst mér trúlegast, að það fyrst talda eigi drýgstan þátt í hæð- arbreytingunni og þá sérstak- lega sá þáttur þess er skapast af minni vinnu á barns- og unglingsárum. Þó að talað sé um uppbyggingu og niðurbrot efna sem andstæður, þá eru mörg sömu enzymin og efna- samböndin að verkum við bæði kerfin. Það má þess vegna telja víst, að sé mikið lagt á nið- urbrotskerfið, verði að draga úr uppbyggingunni jafnvel þó

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.