Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 15.12.1949, Blaðsíða 38
154 LÆKNABLAÐIÐ og í Ástralíu 1940 og í Eng- landi 1942, og vanfærar konur, sem þá fá veikina á fyrstu mánuðum meðgöngutímans veikist margar alvarlega og fæði vansköpuð hörn. Scnnilegt er, að venjulegur rauðhunda- faraldur valdi miklu færri van- sköpunum en kom fram í Ástra- líu, og telja t.d. Aycock og Ing- olls í Ameríku, eftir skýrslum þaðan, að einungis 25% barna fæðist vansköpuð, þar sem mæðurnar hafi fengið rubeola á fyrstu þremur mánuðum með- göngutímans. Varnir: Æskilegt væri, að sem flest stúlkubörn fengju veikina á unga aldri, einkum ef afturbata-blóðvökvi eða annað reynist ófullnægjandi vörn. Ef framtíðin sýnir, að vansköpuð börn fæðist svona oft af konum, sem fá rauða hunda á fyrstu mánuðum meðgöngutímans, getur komið til athugunar, hvort ekki beri að losa konur við fóstur, þegar svo ber undir. ÚR ERL. LÆKNARITUM liólusetningar-ónæmi, byrjun og eniiing. Sóttvarnadeild hlntaðeigandi sér- fræðinganefndar Alþjóða-lieilbrigð- isstofnunarinnar hefir, á f'undi í Genova 18. nóv. 1948, komið sér sam- an um, livað ráðlegt sé að telja, að ónæmi eftir bólusetning við kóleru, bólu og gulri liitasótt endist iengi. Kolera: Mcnn eiga að teljast ó- næmir 7 döguin eftir bólusétninguna i allt að hálfu ári. Bóla: 14 dögum frá bólusetningu og í allt að þremur árum. Gul hitasótt: 10 dögum eftir bólu- setninguna og í allt að 4 ár. Ef um endurbólusetning er að ræða, endist ónæmið væntanlega lengur. Berklar og matarskömmtun. Rannsóknir á sjúklingum í Tor- na-Dee-berklahæli, á stríðsárunum, einkum frá því 1943, sýndu, að sjúkl- ingarnir þyngdust ekki svo sem ver- ið liafði á árunum áður en matar- skömmtun hófst. Jafnframt þessu virtist vera minni tilhneiging tii bata af sjálfsdáðum, sem m. a. lýsti sér í því, að oftar þurfti að grípa til loftbrjóst-aðgerða en áður, þó að sömu reglum væri fylgt um notk- un á þeirri aðgerð. Höf. telur sér ekki fært, af þess- um athugunum, að fullyrða ná- kvæmiega hvaða matartegundir hafi helzt skort i fæðið, en getur þess þó. til, að minnkaður eggjahvítu- og fituskanuntur, nánar tilgreint kjöt og ostur, hafi valdið mestu um breytinguna. R. Y. Keers, Brit. mcd. .1. 7. febr. 1948 (bls. 245). Ó. G. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins cr i Félagsprentsmiðjunni h.f.. Revkjavík. Simi 1640. Pósthólf 757. Fclagsp'entsmiOjan h.t.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.