Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Síða 17

Læknablaðið - 01.04.1952, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 121 sem mæta hjá mér til eftirlits, hafa að jafnaði með sér þvag, sem tekið er rétt fyrir kvöld- mat daginn áður og þvag frá því um seinan háttatíma. Fast- andi blóðsykur er mældur næsta morgun og síðan 2 stundum eft- ir hádegisverð. Ég tel blóðsykur hæfilegan, ef hann reynist 110— 130 mg. % að morgni og 150 -200 mg. % 2 klst. eftir aðal- máltíð og reynt er að stilla svo til að glycosuria sé lítil eða eng- in að kvöldinu. Má af þessum rannsóknum nokkuð marka, hvort haldið er í réttu horfi. Stundum lánast þó ekki að hafa hemil á sjúkdómnum, en afleitt þykir flestum ef sólarhrings þvagsykur er meiri en 20—25 gr. Við nefnum þetta erfiða eða óviðráðanlega sykursýki, en hvergi næn’i ætíð með réttu. Sjúklingur þarf að vera greind- ur, samvizkusamur og fastur í rásinni, ef vel á að fara. Kona ein trúði mér fyrir því, eftir langa, en vonlausa haráttu af minni hálfu, að hún borðaði allt, er hugurinn girnist, nema dag- inn áður en mæta skyldi hjá mér til athugunar og eftirlits. Að sjálfsögðu ræður þolinmæði, á- hugi og þekking læknisins miklu um ]>að, hvernig erfiðu sjúkling- unum reiðir af. Naunyn sagði endur fyrir löngu, að mörg erf- iðu tilfellin hefðu verið væg í byrjun, en meðfeðin fyrst bvrj- uð þegar allt var um seinan. Er mest um vert að finna sykur- sýkina á byrjunarstigi og veita þegar rækilega meðferð. Verður þá minna um diabetes gravis er thnar líða. Til varnaðar má geta þess að 1931—1950 munu 10 sjúklingar hafa dáið hér á landi, sem svo var ástatt um, að sykursýkin var fyrst greind, er sjúklingur var fallinn í coma eða dauðvona vegna annarra fylgikvilla (sepsis). Joslin hefir einhvers staðar sagt, að þeim sjúklingum, sem fróðastir eru um sjúkdóminn (sykursýki) og auk þess sam- vizkusamir, farnist bezt og þeir hafi góða möguleika á að verða langlífir í landinu. 1 sjúkrahúsi Joslins voru líka haldin daglega erindi fyrir sjúklingana. Mættu þar einkum sjúklingar, sem dvöldu eða höfðu dvalið í sjúk- rahúsinu og aðstandendur syk- ursjúkra barna, en að því er ég bezt veit var öllum heimill að- gangur. Mættu þarna oft 40—50 manns og hefi ég ekki í annan tíma séð áhugasamari nemendur á skólabekk. Margir skrifuðu niður hjá sér sitthvað úr fyrir- lestrunum og einn sjúkling sá eg hraðrita mikinn hluta af er- indi, sem Joslin flutti. Auk fræð- slu og aðstoðar, sem sjúkra- húsin veita, eru víða félagssam- tök til hjálpar sykursjúku fólki. Eru gefin út tímarit og bækling- ar um sykursýki. Hér á landi er þess konar fræðsla mjög í molum, enda ekki hægt um vik. Hitt er þó augljóst mál að mað-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.