Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.04.1952, Blaðsíða 33
L Æ K N A B L A Ð I Ð 137 byggðarlags, sem hlutaðeigandi liérað hét eftir. Sem dæmi um ósamræmið má nefna, að hér- aðslæknirinn á Blönduósi gegndi á mjög eðlilegan hátt Blönduóshéraði, en nágranni hans, héraðslæknirinn á Hvammstanga, gegndi lengi vel ekki Hvammstangahéraði, heldur Miðfjarðarhéraði. Jafn- vel mér reyndist þetta mikil minnisraun, og má mikið vera, ef þess sjást ekki einhvers stað- ar merki í Heilbrigðisskýrslum. Þá var það ekki höndulegt, er Þistilfjarðarhéraði gegndi hér- aðslæknir á Þórshöfn, en sá staður er alls ekki í þeirri sveit, sem ber nafnið Þistilfjörður, heldur á Langanesi. Nær hér- að þetta yfir þrjár sveitir, Þist- ilfjörð, Langanes og Langanes- strandir, og er jafnóviðeigandi að kenna héraðið við hvert citt þessara bvggðarlaga sem er. Mörg dæmi þessu lík eru auð- nefnd. Þegar lög um skipun læknis- héraða voru lauslega endur- skoðuð 1944, var vfirleitt kom- ið í fast horf, hvar vera skvldi læknissetur í hverju héraði, og þótti þá timabært orðið að sam- ræma heiti allra héraða sam- kvæmt því. En af þessari sjálf- sögðu samræmingu varð það að leiða, að læknishérað hlyti að skipta um heiti í þeim und- antekningartilfellum, að lækn- issetur yrði fært úr stað, svo sem gerzt hefir um Breiðaból- staðarhérað (áður Síðuhérað), er nú heitir Kirkjubæjarhérað og mun væntanlega heita svo um langa framtíð. Það er augljós misskilningur, að nafnskipti læknishéraðs hljóti öðru fremur að rugla menn, er athuga Heilbrigðis- skýrslur. Óbreytt heiti héraðs frá ári til árs segir að sjálf- sögðu ekkert til um, að héraðs- svæðið sé þar með óbrevtt, og verður jafnan að hafa vara á sér í þvi efni, ef einhverju varð- ar. Eyrarbakkahérað hélt ó- hreyttu heiti, þó að undan því félli ekkert smáræði, þar sem var allt Selfosshérað, er aftur hélt óbreyttu heiti, þó að frá því skildist litlu síðar Hvera- gerðishérað. Þannig mætti lengi (elja. Ef menn láta sig henda þá skyssu að hanga um of í nöfnum læknishéraða, er auðvitað stórum meira vill- andi, að hérað, sem breytt hefir um takmörk, Iialdi óbreyttu heiti, heldur en óbreytt hérað skipti um heiti, ]jví að niður- felling heitisins er skýr áminn- ing um, að leitað sé eftir, hvað komið liafi í þess stað, og er slíkt jafnan auðfundið. Vænti ég, að nú hafi verið gerð nægilega skýr grein fvrir eðlilegri nauðsyn umræddra nafnskipta Síðuhéraðs, svo og því, að með þeirri reglu, sem nú er leitazt við að lialda uppi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.