Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1952, Side 35

Læknablaðið - 01.04.1952, Side 35
L Æ K N A B L A Ð I Ð 139 bættisárum sínum um allt land, heimsótti hvert hérað og hvern liéraðslækni á sínu setri og hag- aði að öðru leyti svo ferðum sinum, að settu marki varð nokkurn veginn náð. Eftir að svo var komið, taldi hann sér að vísu skylt, hæði vegna anna og — þó að hjáróma kunni að hljóma — af ráðdeild fyrir hönd ríkissjóðs, að stilla em- bættisferðum sínum í það hóf að stofna því að eins til slíkra ferða, að eitthvað sérstakt kall- aði eftir og annað en það að eiga almennar viðræður við héraðslækna, sem unnt er að eiga daglega úr sæti sínu, auk þess sem langflestir héraðs- læknar gera sér árlega eða jafnvel tiðar erindi til Reykja- víkur og rata þá því betur á fund landlæknis sem hann ger- ir sér meira far um að vera sem oftast á vísum stað. Er ólíku saman að jafna núver- andi skilyrðum stjórnarem- bættismanna í Reykjavík til viðskipta við embættismenn úti um land og þeim, er áður voru, þó að ekki sé öldungis víst, að þess sjái stað í 511- um ferðakostnaðarreikningum stjórnarembættismanna. Jafnvel þótt ég hafi gætt til- hlýðilegs hófs um embættis- ferðalög samkvæmt því, er að framan segir, hefir samt atvik- azt svo, að mér hefir i embættis- tíð minni auðnazt að heim- sækja héraðslækni í hverju héraði landsins nær undan- tekningarlaust oftar en einu sinni og suma margsinnis, auk þess sem það kemur flatt upp á mig, ef nefndur verður sá hreppur á landinu, er ég hefi ekki komið í. Nú mætti ætla, að hér yrði ég að gera undantekningu um eitt hérað, þ.e. Húsavíkurhérað. En því fer alls fjarri. Einnig þar hefi ég verið á embættis- ferð, jafnvel oftar en einu sinni, og eru mér vel minnis- stæðar ljúfar viðtökur Rjörns Jósefssonar og frúar hans á heimili þeirra á Húsavik. Hafa verð ég það, svo sem að mér er rétt, ef þeim hefir ekki orð- ið gesturinn jafneftirminnileg- ur, og sé ég það þá, hverju varðar mann í stöðu á borð við mína stöðu að ferðast án allrar fordildar og hafa hvorki vit á né smekk fyrir að láta berja bumbur fvrir sér og eftir, sem sumra slíkra er háttur. Enga leit hefi ég gert í skjalasafni landlæknisembættisins, en án þess urðu mér þegar tiltæk skjalleg gögn fyrir einni em- bættisferð minni til Húsavík- ur. Samkvæmt þeim reynist ég hafa verið þar staddur slíkra erinda 2. júlí 1935. Vísast hefir það verið i annarri ferð, sem ég skoðaði hið nýja sjúkrahús á Húsavík fullgert (hið eldra hafði ég áður séð). En rétt er að taka fram, að komið hefir fyrir, e. t. v. tvívegis, að ég hefi

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.