Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1952, Side 37

Læknablaðið - 01.04.1952, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 141 til að knýja fram leiðréttingu á taxtamálinu“(!). Höfuðóvinur- inn, sem berjast á við í þessum jötunmóði, er auðvitað stjórn heilbrigðismálanna. Heilbrigðisstjórnin setur læknum gjaldski'á, og vita- skuld kemur til mála að breA'ta þeirri gjaldskrá oftar eða sjaldnar. Ef svo stæði á, að lækkun gjaldskrárinnar kæmi til álita, geri ég ekki ráð fyrir, að nokkrum dvtti í hug að ætl- ast til þess, að læknastéttin ætti að því frumkvæði. Jafneðlilegt virðist hitt, að beilbrigðis- stjórnin láti sér hægt um hæklc- un gjaldskrárinnar, á meðan læknastéttin, sem skipað befir sér í öflugt stéttarfélag, er öll- um vitanlega lætur sig fyrst og' fremst varða hagsmunamál lækna, hefir ekki fyrir því að bera fram við heilbrigðisstjórn- ina formlegar kröfur þar að lútandi og fylgja þeim eftir. Það höfðu læknasamtökin eða fyrirsvarar þeirra ekki enn hirt um að gera, þegar gjaldskrár- málin voru rædd á síðasta að- alfundi Læknafélagsins með þeim tilhurðum, sem lýst hefir verið, og var því þá ekkert vit- að um líklegar eða óliklegar undirtektir heilbrigðisstj órnar- innar undir slíka málaleitun. En drjúgum tíma áður en um- rædd aðalfundargerð var hirt, eru undirtektir heilhrigðis- stjórnarinnar varðandi gjald- skrárhækkunina kunnar orðn- 9Ueiti læknislicraða* Svar við athugasemd V. J. Ég vil þakka Vilm. Jónssyni, landlækni, fyrir greinargerð- ina um heiti læknishéraða. Tel ég l)etur farið að hún skyldi koma fram. Mér var að vísu orðin ljós sú meginregla land- læknis að kenna héruðin við bústað héraðslæknis, og fer oft- ast vel á því, en af þessari reglu leiðir, að héruðin skipta um nafn, ef héraðslækni er feng- inn nýr bústaður. Þannig hafði Síðuhérað verið nefnt Breiða- hólstaðarhérað skamman tíma og nú Kirkjubæjarhérað. Um þetta fórust mér þannig orð (í 4. tbl. Læknabl. 36. árg. bls. 64): „Dálítið er það ruglingslegt fyr- ir þá, sem síðar kynnu að glugga ar og reyndust hinar ljúfustu, þegar loks var eftir leitað, án þess að til binna minnstu átaka kæmi. Og það vitni get ég bor- ið, að undirtektirnar liefðu vafalaust orðið samsvarandi, þó að til hefði verið hætt jafn- vel 2—3 árum fyrr. Ég vona, að læknasamtökin og stjórn þeirra sérstaklega hafi ekki beðið háskalegt tjón á heilsu sinni við að leggja svo mikla orku í engin átök, eða lifi a. m. k. af bakfallið. 8./4. 1952. Vilm. Jónsson.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.