Læknablaðið - 01.04.1952, Qupperneq 38
142
LÆKNABLAÐIÐ
í skýrslur, ef héruðin skipta um
nafn á fárra ára fresti."
Fleiri voru min orð ekki, því
að fyrir mér vakti ekki að gera
lítið atriði að stóru máli. Nú
get ég hins vegar vel bætt því
við, að ég saknaði stutta lag-
góða nafnsins á Síðuhéraði,
einkum þegar í þess stað var
komið stirt og langt nafn,
Breiðabólstaðarhérað. Nafnið
varð aftur meðfærilegra, þeg-
ar það breyttist í Kirkjubæjar-
liérað, en þar er eitt dæmi þess,
að til þess að fylgja reglunni
getur þurft að hagræða nokkuð
staðarnöfnum, svo sem að
stytta Kirkjubæjarklausturs-
hérað í Kirkjubæjarhérað. Mál-
venjan hefir annars stytt þetta
bæjarnafn í „Klaustur“ (Lárus
á Klaustri, var ofl sagt) og gat
því verið álitamál hvort liérað-
ið átti að heita Kikjubæjar- eða
Klausturs-hérað.
Um leið og ég viðurkenni, að
mig einan er að saka um at-
hugasemdina við nafnbreyting-
ar Síðuhéraðs, en ekki me'oril-
stjóra mína, visa ég því á bug,
að ég hafi talið breytingarnar
„hótfyndni eina, sem eigi sér
enga réttlætingu.“ En ef i minni
litlu og meinleysislegu klausu
felst of mikill „umvöndunar-
tónn“ gagnvart yfirboðara, ber
mér að sjálfsögðu að biðjast
afsökunar. En svona er þetta
svo oft, að ein syndin býður
annarri heim. Ég hef látið mig
„henda þá skyssu að hanga um
of í nöfnum læknishéraða". Af
þvi sprettur svo „umvöndunar-
tónninn“. Hinu get ég ekki að
gert, ef svar V. J. og tilefnið,
sem ég gaf, minna um of á
„kraftajötun" og „fis“.
Vonandi leggur nú ekki dóms-
málaráðuneytið á okkur þá
„minnisraun“ að umhverfa
sýslunöfnunum eftir sýslu-
mannssetrum, þar sem það fer
ekki saman. „Princip“ geta ver-
ið góð, en hefð og venjur skapa
sér einnig nokkra helgi.
Ól. Geirsson.
Ur erl. lœkiiaritum
Vitamín B12.
Vitamin B12 fannst árið 1948 i lif-
ur, og fyrir rúmu ári í substrati,
sem streptomyces griseus hafði ver-
ið ræktaður á. Nýlega liefir það kom-
ið i Ijós, að vitamin B12 er ekki eitt
efni, heldur fleiri. Til þessa hafa
fundizt B12, Blia, Blsb, B1SC og B12d, og
hafa 3 þeirra, B,„, B12C og B12d, verið
framleidd krystölluð, Efnin má að-
greina með fysiskum og microbio-
logiskum aðferðum. Þau verka öll
á liinn sama liátt.
Nú þykir enginn vafi á þvi, að
B12 vitaminið sé utanaðkomandi lið-
urinn (Castle’s exstrinsic factor) i
pathogenesu mergrunanns. Ef sjúk-
lingar, sem eru lialdnir mergruna,
fá B12 vitamin per os, þá breytist
blóðmyndin þvi aðeins að meltingar-
vökvi úr lieilbrigðum sé gefinn um
leið. Sé B12 vitamin gefið parenter-
alt, þá verður blóðmyndin eðlileg
innan 15—18 daga. Lyfið fyrirhygg-
ir skemmdir á taugakerfinu, sem