Bændablaðið - 10.01.2013, Side 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 20134
Fréttir
Skýrsla samstarfshóps um aukið afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum:
„Áreiðanleiki raforkuafhendingar í kerfi
Landsnets er lægstur á Vestfjörðum“
Vefútgáfu Landsmarkaskrár
var hleypt af stokkunum 30.
nóvember síðastliðinn (www.
landsmarkaskra.is).
Svo sem greint var frá í
Bændablaðinu 29. nóvember síðast-
liðinn er ekki enn ákveðið hvort hún
verði gefin út á prenti eins og gert
var 1989, 1997 og 2004.
Nú þegar hafa nokkrir sýnt slíkri
prentútgáfu áhuga enda um að ræða
sérstætt rit á heimsvísu. Til þess að
það verði unnt þarf að prenta ákveð-
ið lágmarks upplag sem áskrifendur
fengju afhent tölusett, hver fyrir sig.
Auk hins hagnýta gildis hefði slík
bók virði sem safngripur.
Allir þeir sem hafa áhuga á að eign-
ast Landsmarkaskrá 2012 í sérstakri
innbundinni bók, verði af útgáfu
hennar, eru beðnir að hafa án tafar
samband við;
Ólaf R. Dýrmundsson,
Bændasamtökum
Íslands,tölvupóstfang:
ord@bondi.is, símar
563-0300 og 563-0317.
Landsmarkaskrá
Áburðareftirlit MAST 2012:
Tegundir með of mikið kadmín
afskráðar og bannaðar
Áburðar eftirlits skýrsla Matvæla-
stofnunar (MAST) fyrir árið 2012
var birt í lok desember sl. Sýnataka
og vöruskoðun var gerð hjá níu inn-
flutningsfyrirtækjum, en sýni voru
tekin úr 55 tegundum áburðar. Í
átta tegundum var frávik meira í
innihaldi en leyfilegt er.
Í sex tegundum reyndist of lítið
af efnum miðað við merkingar og
voru þær því teknar af skrá. Í tveimur
sýnum var allt of mikið af kadmíni.
Í Garðabláma frá Húsasmiðjunni var
rúmlega tvöfalt meira magn kadmíns
en leyfilegt er og rúmlega þrefalt
meira í áburði Bauhaus undir nafninu
Plænekalk + gödning. Báðar þessar
tegundir voru teknar afskráðar og sala
þeirra bönnuð.
Áburðareftirlitið 2011 var harð-
lega gagnrýnt eins og kunnugt er. Allt
of mikið af þungmálminum kadmín
mældist þá í 11 tegundum, en dreifing
á þeim tegundum var ekki stöðvuð og
ekki var upplýst strax um niðurstöð-
urnar. Í útskýringum frá stofnuninni
kom síðar fram að ekki hefði verið
heimilt að greina frá niðurstöðunum.
Síðan þetta gerðist hefur stofnunin
fengið reglugerðarheimild til að upp-
lýsa um áburðarniðurstöður ef slík
tilvik koma aftur upp.
Á árinu 2012 fluttu 28 fyrirtæki inn
áburð og alls 261 tegund. Heildarmagn
innflutts áburðar nam 51.753 tonnum.
Þrettán innlend fyrirtæki framleiða
áburð og jarðvegsbætandi efni. Fyrst
og fremst er þar um áburð úr lífrænum
efnum að ræða.
Í skýrslunni kemur fram að merk-
ingar á áburði hafi batnað mjög og
fáar athugasemdir séu gerðar að þessu
sinni. Fimm tegundir frá Bauhaus,
undir vöruheitinu Animix, voru þó
teknar af ská og sala þeirra bönnuð
vegna þess að þær voru skráðar sem
ólífrænar en reyndust lífrænar – og
merktar sem slíkar. /smh
Óveður sem skall yfir norðanvert
landið milli jóla og fram á nýárið
bar með sér mikla snjókomu sem
leiddi til mikilla samgöngutrufl-
ana, snjóflóða og rýmingar svæða,
einkum á Vestfjörðum. Orsakaði
það einnig miklar truflanir á raf-
orkukerfi Vestfjarða. Rafmagn
fór víða af um skemmri eða lengri
tíma og reynt var að mæta því með
keyrslu dísilrafstöðva sem einnig
biluðu. Hafði þetta áhrif á allt sam-
félagið, þar á meðal bændur sem
stunda mjólkurframleiðslu þó að
sumir hafi komið sér upp varafls-
töðvum í ljósi reynslunnar. Þá setti
raforku skorturinn neyðarkerfi
Almannavarna í uppnám vegna raf-
drifinna fjarskiptasenda sem stóla
þarf á í neyðartilfellum.
Orkubú Vestfjarða varð fyrir
harðri gagnrýni vegna bilana á vara-
aflskerfi sem komið er til ára sinna
og ekki síður vegna upplýsingaskorts
til íbúa, meðal annars í gegnum fjöl-
miðla. Viðbrögð Orkubúsins við
þeirri gagnrýni hafa einnig verið
harðlega gagnrýnd.
Vandinn á Vestfjörðum er ekki
nýr af nálinni og afhending raforku
hefur verið ótrygg allt frá því að
raforkuframleiðsla hófst þar fyrir
tæplega áttatíu árum. Skýrsla sam-
starfshóps frá því í desember 2012
um bætt afhendingaröryggi raforku
á Vestfjörðum undirstrikar þennan
vanda. Þar segir meðal annars:
Minnsta afhendingaröryggi á
landinu
„Áreiðanleiki raforku afhendingar
í kerfi Landsnets er lægstur á
Vestfjörðum. Meginástæðan fyrir því
er að þangað liggur aðeins ein flutn-
ingsleið, Vesturlína, sem samanstend-
ur af þremur línum: Glerárskógalínu
1, Geiradalslínu 1 og Mjólkárlínu
1. Þessar línur, sem byggðar eru og
reknar sem 132 kV línur, liggja að
hluta til um svæði þar sem veðurfar
getur valdið truflunum á rekstri og
staðhættir torvelda viðgerðarstörf í
slæmum veðrum.
Að undanförnu hefur með ýmsum
hætti verið unnið að því að bæta
afhendingaröryggi á Vestfjörðum.
Jafnframt er unnið að greiningu á
vænlegustu kostum til uppbygg-
ingar flutningskerfis Landsnets á
Vestfjörðum til lengri tíma litið.“
Notendur staðfesta miklar
truflanir
Í könnuninni er meðal annars vitnað í
þjónustukönnun meðal viðskiptavina
Orkubús Vestfjarða frá 2011, þar sem
fram kemur að 90% aðspurðra segjast
hafa orðið fyrir rafmagnstruflunum
á 12 mánaða tímabili, þar af 16,7%
einu sinni til tvisvar, 20,1% þrisvar
til fjórum sinnum, 19,9% 5-6 sinnum,
11,6% 9-10 sinnum, 11,1% 11-20
sinnum og 6% oftar en 20 sinnum.
Einungis 7,9% höfðu ekki orðið fyrir
rafmagnstruflunum.
Flestir hafa komið sér upp
neyðarljósabúnaði
Um 68% höfðu komið sér upp neyð-
arljósum, kertum og vasaljósum til
að bregðast við tíðum rafmagnstrufl-
unum. Eins höfðu 8,9% komið sér
upp varnarbúnaði til að verja tölvur
og viðkvæman rafmagnsbúnað.
Segir í skýrslunni að nú þegar
hafi verið gripið til aðgerða til
þess að auka afhendingaröryggið á
Vestfjörðum. Þar megi nefna styrk-
ingu lína, uppsetningu á undirtíðni-
vörnum og endurnýjun gamalla lína.
Helstu tillögur nefndarinnar til að
auka afhendingaröruggið eru:
strenglagnir vegna raforkuflutnings
og dreifingar.
kort til þess að greina möguleika á
minni og stærri vatnsaflskostum.
virkjanakostum á Glámuhálendinu
(Kjálkafjörður).
kveður á um skyldu um myndun
vatnsnýtingarfélags á hverju einstöku
vatnasvæði. Þannig er komið í veg
fyrir að litlir eigendur geti stöðvað
virkjanaframkvæmdir.
-
ing á þýðingu jarðhita fyrir minni
byggðarlög.
greiða niður eignastofn vegna dreif-
ingar raforku í dreifbýli.
-
setningu lághitavirkjana á svæðum
sem eru með yfir 100 °C hita.
-
kostum á Vestfjörðum.
Í skýrslunni segir enn fremur að
þrátt fyrir að þessi skýrsla hafi verið
unnin fyrir Vestfirði séu aðstæður á
Norð-Austurlandi um margt líkar,
eins og sá veðurofsi sýni sem átti sér
stað nýlega með ísingu og verulegu
tjóni á raforkulögnum og -línum
ofanjarðar á svæðinu.
Fram kemur að núverandi fyrir-
komulag varaaflsmála í flutnings-
kerfinu er í stórum dráttum þannig
að Landsnet greiðir ákveðnum
dreifiveitum fasta upphæð á ári fyrir
aðgang að varaaflsvélum í eigu þeirra.
Varaaflsstöðvar víða úr sér
gengnar
Víða eru varaaflsvélarnar komnar
til ára sinna og endurnýjunar þörf.
Fjárfestingin sem felst í slíkri endur-
nýjun varaafls er umtalsverð en hins
vegar er ábati samfélagsins tölu-
verður, enda má reikna með því að
nýjar fljótræstar varaaflsvélar muni
eyða stórum hluta dýrasta straum-
leysisins, þ.e. því sem varir skemur
en fimmtán mínútur. Þar að auki er
endurnýjun varaafls í flestum til-
fellum ódýrari kostur en aðrar leiðir
sem koma til greina til þess að auka
afhendingaröryggi á geislatengdum
afhendingarstöðum, sem fjarri eru
miðlæga flutningskerfinu.
Flutningskerfið er nú rekið hring-
tengt milli Breiðadals – Ísafjarðar –
Bolungarvíkur – Breiðadals. Því er
hægt að samnýta varaafl á þessum
stöðum, til dæmis með því að setja
upp eina stóra vara-aflseiningu á
Bolungarvík sem gæti annað öllum
þremur stöðunum.
Bætt varaafl á norðanverðum
Vestfjörðum getur dregið umtalsvert
úr straumleysi á Ísafirði, Bolungarvík
og Breiðadal. Álagið á þessum
stöðum er um 70% af heildarálagi
á Vestfjörðum. Ekki er gert ráð fyrir
auknu álagi eða nýrri framleiðslu í
tengslum við þessar framkvæmdir.
/HKr.
Skil á haustbókum
Sauðfjárbændur sem jafnframt
eru þáttakendur í gæðastýringu
eru minntir á að skila skýrsluhald-
inu í sauðfjárrækt vegna síðasta
árs fyrir 1. febrúar næstkomandi.
Núna í upphafi nýs árs hefur um
helmingur bænda skilað inn upp-
lýsingum. Eitt Íslandsmet sem lengi
hefur verið stefnt að því að setja á
búi með fleiri en 100 skýrslufærðar
ær náðist á árinu. Það var að hver ær
skilaði meira en 40 kílóum af kjöti
en það var á búi Eiríks Jónssonar í
Gýgjarhólskoti. Þar voru 41,3 kíló
eftir hverja skýrslufærða kind en þær
eru 316.
Upplýsingar yfir efstu bú verða
birtir innan tíðar á heimasíðu
Bændasamtakanna eins og verið
hefur á undanförnum árum. Nokkuð
hefur verið um fyrirspurnir um þessi
gögn upp á síðakastið og ástæðan er
sú að inn í listana hafa slæðst villur
sem ekki voru fyrirsjáanlegar þegar
þetta form lista var tekið upp árið
2007. Unnið er að því að leiðrétta
eldri lista svo þeir verði varanlegir
ásamt því að bæta við meiri gögnum
sem ekki hafa verið aðgengileg í
nokkurn tíma.
Eyjólfur Ingvi Bjarnason
-
Grillið á Hótel Sögu fær andlitslyftingu
Þessa dagana eru iðnaðarmenn
í óða önn að gera endurbætur á
efstu hæð Bændahallarinnar, þar
sem veitingastaðurinn Grillið er
til húsa.
Verið er að skipta um glugga,
endurnýja gólfefni, gera upp
mublur og mála allt í hólf og gólf.
Að sögn Úlfars Þórs Marinóssonar,
rekstrarstjóra á Hótel Sögu, eru
framkvæmdirnar liður í nauðsynlegu
viðhaldi. „Viðskipavinir munu taka
eftir breytingunum en við pössum
upp á að halda í þann anda sem Grillið
er þekkt fyrir. Markmiðið er að bæta
vinnuaðstöðu starfsfólks og ekki síst
umgjörð veitingastaðarins. Við erum
líka að útbúa sérstakt vínherbergi sem
á eftir að gjörbreyta vinnuaðstöðu
þjóna og auka þjónustu við gesti,“
segir Úlfar. Við sama tækifæri er skipt
um lyftur frá hótelmóttökunni og upp
á veitingastaðinn. Stefnt er að því að
Grillið opni í aftur febrúar. /TB