Bændablaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013
Markaðsbásinn
„Þeir eiga skilið að fá fálka-
orðuna,“ segir Kristján Gunnars-
son, mjólkur eftirlits maður
hjá MS-Akureyri, en mjólkur-
bílstjórar fyrirtækisins stóðu enn
eina ferðina í ströngu um nýliðin
áramót. Óveður og ófærð hafa
einkennt bróðurpart haustsins;
allt frá því hamfaraveðrið
gekk yfir Norður land í byrjun
september hefur hvert óveðrið
á fætur öðru gert íbúum
lands hlutans erfitt fyrir með
tilheyrandi ófærð. Mikið hefur
mætt á bílstjórum samlagsins
undanfarna mánuði, „en þeir
hafa sýnt mikla þrautseigju og
allt hefur sem betur fer gengið án
stóráfalla,“ segir Kristján.
Mikið álag hefur verið á bæði
bílstjóra og bílana, en eitthvað
hefur að sögn Kristján verið um
bilanir enda reynir talsvert á
tækin í þeirri ótíð sem yfir hefur
gengið. MS-Akureyri hefur alls
7 mjólkurbíla til umráða og
bílstjórarnir eru 9 talsins. Mjólk
er sótt á bæi um allan Eyjafjörð,
Þingeyjarsýslur og einnig tekur
samlagið við mjólk frá bændum í
Húnavatnssýslum.
Ömurleg áramót
Kristján segir nýliðin áramót þau
alverstu í manna minnum, „og alveg
ferlegt að upplifa þetta ofan í sérlega
slæmt haust,“ segir hann. Þrjár
helgar í röð í nóvember geysaði
óveður um norðanvert landið og ill-
eða ófært var um mestan hluta þess
á meðan það stóð yfir. Hann nefnir
að Víkurskarð hafi verið algjörlega
ófært margoft á liðnu haust, líklega 9
sinnum með tilheyrandi óþægindum
fyrir mjólkurframleiðendur á
svæðinu. „Og áramótin voru svo
bara hreint út sagt alveg ömurleg,
veðrið afleitt og það gekk á ýmsu hjá
bílstjórum við að safna saman mjólk
af svæðinu. Það þarf dugmikla menn
í þetta verkefni og bílstjórar okkar
stóðust þolraunina prýðilega, en
vissulega hefur verið á þeim mikil
álag að undanförnu,“ segir Kristján.
Langir túrar
Veður og færð settu strik sitt í
mjólkursöfnun, en ekki var svo
dæmi sé tekið hægt að komast austur
í Mývatnssveit á gamlársdag líkt og
stefnan var. Bílstjóri sem þangað fór
snemma á nýársdagsmorgun, sem
og líka í Reykjadal kom í hús með
mjólkina seint og um síðir.
Þá var annar bíll á ferð í
Svarfaðardal á sama tíma og gekk
afar hægt enda dalurinn fullur af
snjó. Öll stærri tæki Vegagerðarinnar
voru í Ólafsfjarðarmúla og var
notast við traktor og snjóblásara til
að opna leið um dalinn. „Ferðin tók
langan tíma, enda dugðu þessi tæki
skammt til að hreinsa burtu snjó af
veginum, en allt mjakaðist þetta nú
og hafðist á endanum.“ Bíllinn sem
hafði lagt upp í Svarfaðardalinn fór
snemma á nýársdagsmorgun og var
komin í samlagið um miðja nótt,
kl. 02.30.
Bændur bjarga geðheilsunni
Kristján segir það bjarga geðheilsu
mjólkurbílstjóranna hversu vel
bændur taki á móti þeim og séu
duglegir að bjóða þeim inn í mat og
kaffi. „Þeir eru líka mjög viljugir að
hreinsa heimreiðar sínar fyrir komu
bílanna, en við höfum látið þá vita
nokkuð nákvæmlega hvenær þeirra
sé að vænta, því ekki má hreinsa of
snemma, þá verður allt orðið ófært
aftur áður en þeir skila sér,“ segir
hann.
Mikill aukakostnaður vegna
ótíðar
Kristján segir að þetta eftirminnilega
óveðurshaust hafi mikinn
aukakostnað í för með sér fyrir
MS-Akureyri, því bæði þurfi að
vinna mikla yfirvinnu og eins hafi
olíukostnaður rokið upp. Hann
nefnir sem dæmi að mjólkurbíll
sem var á ferð um Bárðardal á
gamlársdag og ók um 80 km hring
notaði um 200 lítra af olíu. „Og ekki
er hún nú gefin,“ segir hann og bætir
við að þetta sé bara eitt dæmi um
þann gríðarlega kostnað sem óveður
og ófærð hafa valdið. Olíukostnaður
sé mun meiri á liðnu hausti en menn
hafi áður séð. „Þetta var dýrt haust
og reyndi verulega á bæði menn og
tæki,“ segir hann og vonar heitt og
innilega að óveðurs- og ófærðartíð
ljúki sem fyrst.
/MÞÞ
FAO birtir tvisvar á ári skýrslu
um horfur í matvælaframleiðslu
í heiminum. Nýjasta skýrsla er frá
því í nóvember 2012. Matvælaverð
var að jafnaði 8% lægra fyrstu
10 mánuði ársins 2012 en árið á
undan.
Lægra heimsmarkaðsverð og
lægri flutningskostnaður hefur
lækkað útgjöld landa sem flytja inn
matvæli um 10% frá fyrra ári. Þá
gera nýjustu spár um kornframleiðslu
ráð fyrir að framleiðslan verði 2,7%
minni uppskeruárið 2012/2013 en
á síðasta ári, þegar metframleiðsla
var í heiminum. Þetta mun leiða til
þess að kornbirgðir heimsins munu
minnka um 25 milljónir tonna. Þessi
staða veldur því að verð á hveiti verður
áfram nálægt því sem gerðist á árinu
2011 þegar það náði hámarki.
Svipaðar horfur
fyrir grófara korn
Svipaða sögu er að segja um
markaðs horfur fyrir grófara korn.
Spáð er metframleiðslu á sykri á
komandi framleiðsluári og líflegum
viðskiptum með sykur. Hátt kornverð
mun hafa mikil áhrif á kjötmarkað
heimsins. Eftirspurn mun ekki
aukast með sama hraða og fyrr, þar
sem heimsmarkaðsverð á kjöti mun
haldast áfram nærri hámarki sínu.
Talið er að framleiðsla muni aukast
um 2%. Heimsmarkaðsverð á mjólk
hefur hækkað á ný eftir verðfall fyrr á
árinu. Mjólkurframleiðsla mun áfram
aukast, einkum í Asíu, Eyjaálfu og
S-Ameríku.
Meðfylgjandi mynd sýnir þróun
heimsmarkaðsverðs á helstu mat-
vælaflokkum sl. 7 ár. /EB
Matvælaframleiðslan í heiminum
Erna Bjarnadóttir
hagfræðingur Bændasamtaka Íslands
eb@bondi.is
Norðlægur stuðningur
0,0
50,0
100,0
150,0
200,0
250,0
300,0
350,0
400,0
450,0
1/
20
06
7/
20
06
1/
20
07
7/
20
07
1/
20
08
7/
20
08
1/
20
09
7/
20
09
1/
20
10
7/
20
10
1/
20
11
7/
20
11
1/
20
12
7/
20
12
Matvælaverð
Kjötverð
Mjólkurafurðaverð
Kornverð
Matarolíuverð
Sykurverð
Breytingar á reglum um gæðastýrt skýrsluhald
Nýjar reglur um gæðastýrt
skýrsluhald tóku gildi nú um
áramótin. Tvær breytingar eru á
reglunum frá því sem áður hefur
verið.
1. Greiðslur fyrir gæðastýrt
skýrsluhald eru nú greid-
dar út fjórum sinnum á ári
(ársfjórðungslega) en áður
voru greiðslurnar þrjár
(ársþriðjungs lega).
2. Gerð er krafa um tvær
kýrsýnatökur á hverjum árs-
fjórðungi en áður var krafa um
eina kýrsýnatöku.
Hér til hliðar má sjá yfirlit kýrsýnatökur á hverju tímabili og
greiðslumánuði ársins 2013. Gert
er ráð fyrir að greitt sé út fyrsta
virka dag greiðslumánaðar. /GEH
Tímabil Mánuður
Síðasti skiladagur
skýrslu
Fjöldi kýrsýna Greiðslumánuður
Fyrsti ársfjórðungur
Janúar 10. febrúar
2 sýni MaíFebrúar 10. mars
Mars 10. apríl
Annar ársfjórðungur
Apríl 10. maí
2 sýni ÁgústMaí 10. júní
Júní 10. júlí
Þriðji ársfjórðungur
Júlí 10. ágúst
2 sýni NóvemberÁgúst 10. september
September 10. október
Fjórði ársfjórðungur
Október 10. nóvember
2 sýni Febrúar (2014)Nóvember 10. desember
Desember 10. janúar (2014)
Mjólkurbílstjórar hjá MS-Akureyri hafa ekki átt sjö dagana sæla, en ófærð
og óveður hafa sett strik í mjólkursöfnun undanfarna mánuði. Nýliðin jól
og áramót voru þar engin undantekning en nú vonast menn eftir betri tíð.
Hér er einn þeirra, Pétur Haraldsson, að störfum í byrjun vikunnar.
Myndir / Benjamín Baldursson
Mjólkurbílstjórar komast enn í hann krappann:
Þeir eiga skilið að
fá fálkaorðuna
- segir Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður
Þróun framleiðslukostnaðar mjólkur 2002-2012
Við skoðun á þróun framleiðslu-
kostnaðar mjólkur frá mars 2002
til júní 2012 má sjá að framleiðslu-
kostnaður alls hækkaði um 108%
meðan vísitala neysluverðs hækkaði
um 80%. Verð á áburði hækkaði
stórfellt á heimsmarkaði í byrjun
árs 2008. Í kjölfar lækkunar á
gengi krónunnar fylgdu enn frekari
hækkanir. Heildarhækkun frá síðasta
ársfjórðungi 2007 til ársloka 2010
nam þannig 144%. Kjarnfóður
hefur sömuleiðis hækkað mikið
síðan í árslok 2007. Til ársloka 2010
hækkaði það um 60%. Hér má bæta
því við að íslenska krónan hefur
fallið um rösklega 6% gagnvart evru
frá ársbyrjun 2012 til ársbyrjunar
2013, sem þegar hefur leitt til enn
frekari verðhækkana á kjarnfóðri. Þróun framleiðslukostnaðar mjólkur á árunum 2002 til 2012.