Bændablaðið - 10.01.2013, Qupperneq 5

Bændablaðið - 10.01.2013, Qupperneq 5
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013 5 Það er víðar en á Norðurlandi sem fé hefur ekki skilað sér til byggða. Í sumum landshlutum eru stað- hættir þó þannig að fé á auðveldara með að komast af en í fannferginu norðan heiða. Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal, skammt austan við Vík í Mýrdal, tók þessa mynd af lambi á klettanöf á Kerlingadalsafrétti á gamlársdal þegar hann var þar á ferð ásamt Jóni Hjálmarssyni. Ekkert fararsnið sást á lambinu og það virtist þokkalega á sig komið. Ekki var heldur annað að sjá en að það hefði nóg að bíta. Þá var það trúlega ekki í neinum vandræðum með að finna sér skjól í ótal hellum og skútum á þessu ægifagra svæði. „Við fórum þarna á gamlársdag að telja eins og við segjum. Við sáum þarna þrjár aðrar kindur inni í gili. Á mánudag voru þær svo komnar hér niður í Höfðabrekkuhálsinn. Þegar átti svo að sækja þær létu þær sig hverfa og hafa ekki sést síðan. Annars er vitað um einhverja tugi fjár hér inni á afrétti og eins hér fyrir utan,“ sagði Jónas í samtali við Bændalaðið. „Meðan tíðin er svona hefur féð nóg að bíta. Þetta er samt alltaf visst vandamál. Það getur verið erfitt að smala þessu fé og einnig hætta á að missa það ofan fyrir björg. Þegar komið er fram á þennan tíma er féð líka orðið léttara á fótinn og erfiðara fyrir hundana að ná því.“ /HKr. PRAMAC varaaflstöðvar frá 4 – 110 kW. Opnar eða í hljóðeinangruðu húsi. Vélarnar eru ýmist knúnar Perkins eða Yanmar dieselvélum Dráttarvélatengdar-rafstöðvar frá 6 – 25 kW Framúrskarandi viðhaldsþjónusta og þjónustuumboð um allt land Klettur er einnig umboðsaðili fyrir CATERPILLAR rafstöðvar PRAMAC RAFSTÖÐVAR Eftirlegukind í Kerlingadal Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.