Bændablaðið - 10.01.2013, Qupperneq 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013
Foreldrar Péturs hófu búskap
í Hvammi árið 1951. Frá 1978
rekur Pétur félagsbú með for-
eldrum sínum. Árið 1997 kaupa
núverandi ábúendur jörðina
og allan rekstur kúabúsins.
Halldór bróðir Péturs rekur jafn-
framt fjárbú í Hvammi en býr
á Nautaflötum – góðri jörð rétt
hjá – og eru jarðirnar samnýttar
við reksturinn.
Býli? Hvammur.
Staðsett í sveit? Í Ölfusi,
Árnessýslu.
Ábúendur? Pétur B.
Guðmundsson og Charlotte
Clausen.
Fjölskyldustærð (og gæludýra)?
Börnin eru Davíð 15 ára, Jens
Thinus 13 ára og María átta ára.
Tíkin Títla, ofvirki sonurinn Krulli
og nokkrir kettir.
Stærð jarðar? Um 150 hektarar
og stór hluti af Ingólfsfjalli að
auki.
Gerð bús? Kýr, hestar, kornrækt,
býflugur og hænur.
Fjöldi búfjár og tegundir?
Fimmtíu kýr, fimmtíu og fimm
geldneyti, tuttugu hænur, um
þrjátíu og fimm hross og um
þrjátíu þúsund býflugur.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Frúin fer í fjós klukkan 6.00,
börnin vakin í skóla klukkan
7.00 og bóndinn kemur í fjós
þegar frúin er örugglega búin að
mjólka.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Skemmtilegast er
þegar allt lifnar við á vorin
og fara í berjamó á haustin.
Leiðinlegast er að sinna veikum
skepnum og borga skuldir.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir
fimm ár? Öflugri.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Margir
sem vinna mikið og gott starf í
þágu bænda.
Hvernig mun íslenskum
landbúnaði vegna í
framtíðinni? Vel ef skynsemin
fær að ráða för.
Hvar teljið þið að helstu
tækifærin séu í útflutningi
íslenskra búvara? Hestar,
lambakjöt og skyr.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Matur.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Lambakjöt, humar,
grjónagrautur og slátur.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Góður árangur í
hrossarækt; mörg hross í fyrstu
verðlaun og ein hryssa í heiðurs-
verðlaun og margt fleira.
Í byrjun árs eru margir farnir
í léttara fæði eftir matarhátíð
jólanna. Margt er í boði til að
skipta um stefnu og hér fáum
við að leita í brunn Guðrúnar
Sturlaugsdóttur hjá Heilshugar
í átt að hollari lífsháttum.
Grænmetislasagna
fyrir fjóra
› 6 gulrætur
› 1 paprika
› 1 laukur
› 1 hvítlauksrif
› 100 g 11% ostur
› 100 g kotasæla
› 3 egg
› 1 lítil dós tómatpurre (eða ein dós
tómatar í dós)
› 100 g vatn
› 3-4 pastaplötur
› 1 msk. oregano
› ½-1 msk. kóríander
› ½-1 msk. paprikukrydd
Aðferð:
Grænmeti saxað í smáa teninga,
steikt á pönnu í smá olíu.
Tómatpúrru og vatni bætt út í ásamt
kryddi og látið malla við vægan
hita. Saltað eftir smekk. Helmingur
af mauki settur í botninn á eldföstu
móti, pastaplötum raðað ofan á,
restin af grænmeti sett ofan á.
Þá eru eggin og kotasælan hrærð
saman og hellt ofan á og að lokum
toppað með rifnum ostinum. Bakað
við 180 °C í um 20 mínútur.
Hollt hrásalat
› 2 gulrætur (rifnar)
› 100 g kálhaus
› ½ gúrka
› ½ dós 5-10% sýrður rjómi
› 1 tsk. sinnep (má sleppa)
› 1 dós ananaskurl
› salt og pipar eftir smekk
›
Aðferð:
Grænmeti er saxað smátt og blandað
saman ásamt sýrða rjómanum,
sinnepi og kryddi. Njótið vel! /ehg
Líf og lyst
BÆRINN OKKAR
MATARKRÓKURINN
Gott upphaf á árinu
Hvammur
Fjölskyldan Hvammi í sumarfríi 2012.
Þröstur frá Hvammi og Vignir
Siggeirsson.
Mynd / Jón Karl Snorrason