Bændablaðið - 10.01.2013, Side 25

Bændablaðið - 10.01.2013, Side 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013 Vélabásinn Sundlaug Húsavíkur er við Laugabrekku 2 á Húsavík og var vígð með viðhöfn 6. ágúst árið 1960. Ekki er ólíklegt að Húsvíkingar hafi verið farnir að bíða með nokkurri óþolinmæði eftir þeim degi því framkvæmdir við laugina tóku rúm níu ár. Fyrsta skóflustunga að henni var tekin 21. júlí árið 1951. Í kringum síðustu aldamót var ráðist í framkvæmdir við laugina, en þá var búningsaðstaða stækkuð og heitum pottum bætt við. Sundlaug Húsavíkur er 16,67 metra löng og auk hennar er lítil barnalaug með hærra hitastigi. Tveir heitir pottar eru við laugina, annar þeirra nuddpottur. Þá eru tvær rennibrautir í lauginni, eimbað og sólbaðsaðstaða. Aðsókn í sundlaugina er árlega um 76.000 heimsóknir en rétt er að geta þess að þá er skólasund grunnskólabarna tekið með í reikninginn. Reglulega hefur verið boðið upp á sundnámskeið fyrir fullorðna og hafa þau verið afar vinsæl. Vetraropnun Sundlaugar Húsavíkur er frá 6.45-9.30 og frá 16-21 á virkum dögum en frá 10-15 um helgar. Á sumrin er laugin opin frá 6.45-21 á virkum dögum og frá 10-18 um helgar. Frekari upplýsingar má fá í síma 464- 6190 eða með því að senda póst á netfangið sundlaug@nordurthing.is. Sundlaug Húsavíkur Laugar landsins Nýr fjórhjóladrifinn Honda CRV: Með frábærum skriðvarnarbúnaði Í byrjun hvers árs keppast bílaumboðin um að frumsýna nýjustu árgerðirnar og oft eru fyrirsagnir í auglýsingunum uppsettar þannig að um stórbreytingar sé að ræða frá fyrri árgerðum. Um næstu helgi frumsýnir Bernhard Vatna- görðum nýjustu framleiðslu- línuna af Honda CR-V. Ég fékk um síðustu helgi að taka forskot á aðra og prófaði bílinn. Þessi Honda CR-V er mikið breyttur frá CR-V bílnum sem ég prófaði hér í Bændablaðinu í mars 2010. Það er óhætt að segja að hér sé á ferðinni mikil nýjung og er nýi CR-V-inn fullur af nýjungum sem ég hef ekki prófað áður. Fyrst ber að nefna drifið, en nýi Honda CR-V tekur nú af stað með öllum fjórum hjólunum, sem gefur bílnum mun betra viðbragð úr kyrrstöðu. Frábær skriðvarnarbúnaður Í bílnum er ný tegund af skriðvörn. Ef bíllinn rennur mikið til á mikilli ferð, t.d. þegar maður kemur út úr beygju og gefur mikið í, þá réttir hann sig sjálfkrafa af. Venjulega vilja bílar oft halda áfram að renna út á hlið þó að reynt sé að rétta þá af, sem stundum er kallað að yfirstýra. Á bílaplani í mikilli hálku prófaði ég viðbragð, bremsur og skriðvarnarbúnaðinn. Hálkan var svo mikil að ég stóð varla í lappirnar þegar ég fór út til að taka mynd af bílnum þarna á svellinu. Nýi útbúnaðurinn frá Honda hindrar yfirstýringu, sem virkar þannig að bíllinn bremsar sjálfkrafa á öðru framhjólinu og réttir þannig bílinn af. Þennan búnað margreyndi ég í mikilli hálku og í hvert skipti sem bíllinn ætlaði í yfirstýringu voru völdin tekin af mér. Sjaldan hef ég verið jafn hissa og í hvert skipti varð ég hrifnari og hrifnari af þessum búnaði, sem ég spái að verði staðalbúnaður í öllum bílum í framtíðinni. Ýmsar aðrar nýjungar eru í 2013-árgerðinni af Honda CR-V. Afar hljóðlátur Þegar ég settist inn í bílinn og ýtti á starttakkann (lyklalaust aðgengi, enginn „sviss“) hélt ég í fyrstu að ég hefði verið látinn hafa bensínbílinn því ég heyrði varla í vélinni, en eftir að hafa lækkað nánast alveg niður í útvarpinu heyrði ég kunnuglegt dísilvélarhljóð. Greinilega vel hljóðeinangraður vélasalurinn. Á malarvegi er sáralítið malarvega hljóð þótt á hægum hraða er fjöðrunin full stíf, en sé ekið hraðar finnur maður að bíllinn liggur vel á malarvegi og er mjög stöðugur. Góð bakkmyndavél Fyrst fór ég smá hring innanbæjar og var ég mjög ánægður með lipurð bílsins, en bakkmyndavélin er mjög góð bæði í dagsbirtu og myrkri og hjálpar manni við að bakka í þröng bílastæði borgarinnar. Eftir um 20 km akstur sagði eyðslumælirinn mér að ég væri að eyða 11,3 lítrum á hundraðið í innanbæjar akstrinum. Á framhornum bílsins eru aukaljós og þegar maður beygir meira en 10 gráður kviknar ljós á því horni sem beygt er um og lýsir til hliðar í beygjuakstursstefnuna. Þetta fannst mér sérstaklega gott þegar ég var að snúa við þar sem algjört myrkur var. Næst var haldið út fyrir bæinn, en eftir þann akstur sagði tölvan að ég hefði verið að eyða 7,5 lítrum í langkeyrslunni. Eftir blandaðan akstur í 150 km var eyðsla mín 9,7 lítrar á hundraðið, en meðalhraðinn var 31 km og aksturstíminn 4 klukkutímar og 56 mínútur. Speglar eru almennt stórir og góðir á Honda-bílum og það er einnig svo með CR-V, bæði hliðar- og baksýnisspegill inni í bílnum. Mælaborðið í bílnum er frekar stórt og sést vel á alla mæla, sérstaklega hraðamælinn (sem kemur sér vel fyrir mig persónulega þar sem ég er farinn að sjá illa næst mér). Á 90 km hraða samkvæmt hraðamæli segir GPS-tækið mitt að bíllinn sé á 84, en á 50 km hraða eru mælirinn og GPS-tækið sammála. Rúmgóður Þó svo að Honda CR-V virki ekki stór að utan er hann mjög rúmgóður að innan fyrir farþega bæði fram í og aftur í bílnum. Farangursrými er mikið og með einu handfangi leggjast sætin niður. Til að opna afturhlerann er ýtt á takka inni í bílnum eða á fjarstýringunni af bílnum og þá opnast afturhlerinn rólega. Ég var í alla staði ánægður með bílinn og væri alveg til í að vera með svona bíl sem fjölskyldubíl. Honda CR-V er fáanlegur í fjórum mismunandi útgáfum, en bíllinn sem ég prófaði var Honda CR-V Executive diesel 155 hestöfl og sjálfskiptur. Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Lengd: 4.570 mm Breidd: 1.820 mm Hæð 1.685 mm Þyngd: frá 1.627 kg upp í 1.806 kg Helstu mál: Verðið er mismunandi eftir því hvaða búnaður er í bílunum, en er frá 5.890.000 til 7.990.000 kr. Vélar eru tvær disíl 155 hestöfl 2199 cc og 1997 cc bensín 155 hestöfl. Mælaborðið í bílnum er frekar stórt og sést vel á alla mæla, sérstaklega hraðamælinn. Farangursrými er mikið og með einu handfangi leggjast sætin niður. Myndir / HLJ Bakkmyndavélin er mjög góð bæði í dagsbirtu og myrkri.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.