Bændablaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013
Á síðustu vikum hefur umræða
um byggðastefnu, tækifæri og ógn-
anir byggðar á landinu öllu orðið
meiri en oft áður. Umræðan kemur
reyndar oft í bylgjum án þess að
skilja eftir nokkra niðurstöðu þegar
hún hættir.
Ástæða núverandi bylgju er án
efa áhugaverðir þættir sjónvarps-
stöðvanna á eftir fréttir á sunnudögum
um tækifæri byggð anna sem jafnframt
sýna fram á aðstöðumun fólk sem
býr í þéttbýli (ekki síst SV-hornið)
og dreifbýli. Einnig varð þó nokkur
umræða í kjölfar á mjög áhuga-
verðu erindi Þórodds Bjarnasonar,
stjórnarformanns Byggða stofnunar,
sem hann hélt á Fjármála ráðstefnu
sveitarfélaganna fyrr í haust. Þar
sýndi hann fram á að við hefðum í
raun verið með byggðastefnu – sem
hefði tekist afbragðsvel – en það væri
150 ára gömul ákvörðun um að gera
Reykjavík að höfuðborg og að flytja
allar stofnanir samfélagsins þangað.
Engri þjóð hafi gengið jafnvel að
framfylgja sinni byggðastefnu.
Þá hefur verið þó nokkur umræða á
Alþingi um byggðamál. Þar höfum við
Framsóknarmenn lagt fram þingmál
sem byggja á að jafna aðstöðumun,
auka jafnræði meðal þegnanna og
munu, ef samþykkt, styrkja fjölbreytni
í búsetumöguleikum fólks.
Ójöfn skattlagning
Framsókn hefur einnig barist gegn
aukinni skattheimtu sem sérstaklega
hefur lagst þungt á dreifbýlið þar má
t.a.m. nefna síaukna skatta á farartæki.
Í forsendum fjárlaga 2011 var gert
ráð fyrir að umferð mundi aukast um
2% og þar með tekjur af eldsneyti.
Ríkisstjórnin lagði til aukna skatt-
heimtu. Við Framsóknarmenn stóðum
gegn þeirri hækkun. Staðreyndin er sú
líka að umferð dróst saman um nærri
5%, eða 4,9%, vegna þess einfald-
lega að eldsneyti var orðið of dýrt.
Skattlagningin er orðin of mikil og
almenningur dregur við sig að fara
á milli staða eða fara í heimsóknir
og margir hverjir sem hafa þurft að
keyra um langan veg til vinnu hafa
þurft að velta því fyrir sér og jafnvel
þurft að taka þá ákvörðun að skyn-
samlegra sé að gefast upp á þeirri
vinnu eða flytja annað eins og svo
margir hafa reyndar gert, því miður.
En skattlagningin lagðist á dreifbýlið
sem ekki hefur raunverulegt val um
að aka milli staða – eða um að fara á
reiðhjóli eða taka strætó. Þess vegna
lögðum við fram þingsályktun um
að kannað yrði hvernig mætti koma
fyrir skattaafslætti til þeirra sem
þurfa að aka langan veg til og frá
vinnu. Hugmyndirnar eru sóttar til
Norðurlanda en öll ríkin þar eru með
einhverja slíka skattaafsláttastefnu.
Það sem við viljum ná fram eru
raunverulega stærri atvinnusvæði og
auknir valkostir í búsetu.
Norska leiðin
Annað sem við Framsóknarmenn
höfum verið að skoða er norska
leiðin hvað byggðastefnu varðar, en
hún byggist á skattaafsláttum m.a. til
svæða þar sem sýnt er að ríkisvaldið
geti ekki sinnt þegnunum með þeirri
þjónustu sem skattarnir eiga að standa
undir. Einnig eru ívilnanir til fyrir-
tækja sem setjast að í dreifbýli og þar
til viðbótar er háskólamenntuðu fólki
boðinn afsláttur t.d. á námslánum
setjist það að á jaðarsvæðum.
Aðalmálin
En fyrst og fremst viljum við í
Framsókn jafna aðstöðumun fólks til
grunnþjónustu – í heilbrigðismálum,
í löggæslumálum og í menntunar-
málum svo nokkur þau helstu séu
nefnd. Niðurskurðurinn hefur gengið
of langt, ekki síst úti á landi. Við
höfum líka lagt mikla áherslu á að
jafna flutningskostnað, bæta fjar-
skipti með því að hvetja ríkisvaldið
til að skoða hvort ekki sé tækifæri
við gjaldþrot og skipti slíkra fyrir-
tækja að koma grunnnetinu í opinbera
eigu eða í það minnsta að stuðla að
því að allir landsmenn eigi sama rétt
á háhraðatengingum. Þá viljum við
jafna húshitunarkostnað og höfum lagt
raunhæfar tillöguur þess efnis fyrir
þingið. En við viljum ganga lengra,
því höfum við spurt af hverju er jöfnun
á olíuvörum, mjólk og símamínútum
um land allt en ekki á dreifingu raf-
magns. Af hverju rekum við fimm
til sex opinber fyrirtæki (í eigu ríkis
og sveitarfélaga – Landsnet, Rarik.
rafveituhluti- OR,- HS-veitna,- OV)
sem öll dreifa rafmagni með sérleyfis-
gjaldskrá? Við viljum skoða kosti þess
að sameina rafveituhluta þessara fyrir-
tækja í eitt fyrirtæki og eina gjaldskrá
á dreifingu rafmagns.
Aðalbyggðamálið er hins
vegar atvinnumál. Þar höfum við
Framsóknarþingmenn talað fyrir sókn
í atvinnumálum – nýta tækifærin sem
hvert landsvæði býður uppá – við
viljum að allar vinnufúsar hendur fái
tækifæri við sitt hæfi. Sóknarfærin eru
mörg, bæði innan núverandi atvinnu-
vega en einnig í nýsköpun.
Fólksflótti
Það hefur komið fram í byrjun árs
að 2011 var næstmesta fólksflóttaár
héðan frá Íslandi sem við höfum lifað,
en sjö einstaklingar fóru úr landi á
dag. Framsókn vill snúa þessari þróun
við með öflugri atvinnuuppbyggingu
og skynsamlegri skattastefnu en nú er
við lýði. Flestir sem flytja utan fara til
Noregs, þar sem tekjuskattsprósentan
er 36%. Hins vegar fara Norðmenn
þá leið að vera með lægri prósentu
fyrstu tvö árin fyrir þá sem flytja inn
í landið, þ.e. 28%, sem hækkar síðan
í 32%. Þannig laða þeir að öflugt og
gott fólk til að viðhalda hagvexti hjá
sér og tryggja að störf séu mönnuð.
Margir Íslendingar hafa eðlilega
stokkið á það.
Hér hefur ríkisstjórnin aftur á móti
farið þá leið að hækka alla skatta,
bæði nýja skatta og aðra skatta.
Skattprósentan hér er með því hæsta
sem þekkist ef við leggjum lífeyr-
isiðgjöldin við. Allar þessar skatt-
breytingar hafa einfaldlega dregið
alvarlega mátt úr atvinnulífinu. Seilst
hefur verið ofan í vasa heimilanna í
landinu sem voru illa stödd fyrir þótt
ekki sé sífellt verið að auka álögur á
þau. Þannig búa til að mynda 40%
heimila ekki við sjálfbæran efnahag
og efnahagur þess hóps fer sífellt
versnandi, m.a. vegna skattpíningar
á eldsneyti og hárra skatta almennt.
Það hefur komið að bara sá hluti
lána almennings sem hefur hækkað
af völdum ríkisstjórnarinnar nemur
23 milljörðum, það er sá hluti sem
kemur beinlínis til vegna ákvarðana
ríkisstjórnarinnar um að hækka þjón-
ustugjöld og skatta, á allar stéttir.
Ný byggðastefna
Stefna Framsóknar er um atvinnu-
uppbyggingu, byggðastefnu sem
miðar að eflingu landsbyggðanna
annars vegar með að efla grunn-
þjónustuna alls staðar og hins
vegar í að nýta sérstakar aðstæður
til atvinnusköpunar í hverri byggð.
Stækka atvinnusvæðin og gera þau
sjálfbær. Áhugavert er að skoða
niðurstöður um „NorðausturRíkið“
(skýrsla á vegum Eyþings), án efa
má reikna út að önnur kjördæmi og
svæði eru líka sjálfbær þ.e. að skatt-
tekjur og útflutningstekjur svæðanna
standa fyllilega – og gott betur –
undir opinberri þjónustu á hverju
svæði fyrir sig. Þannig og aðeins
þannig mun okkur auðnast að halda
í fólkið sem dýrmætir skattpeningar
hafa menntað. Standa verður vörð
um það samfélag sem eldri kynslóðir
hafa unnið hörðum höndum við á síð-
astliðnum áratugum að byggja upp.
Öll viljum við samfélag jafnræðis
þar sem einstaklingarnir einir sér eða
saman geta nýtt sköpunargáfur og
kraft sinn til atvinnuuppbyggingar
og velsældar. Tækifærin eru til staðar
– vilji og þor til verka er allt sem
þarf. Eitt af fyrstu verkunum er ný
byggðastefna.
Sigurður Ingi Jóhannsson
alþingismaður
Samfélagið sem við viljum
Sigurður Ingi Jóhannsson
Bændur athugið!
REYKJAVÍK - AKUREYRI
ÞÓR HF
ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 16 | Sími 568-1500 | Akureyri: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Síðasti dagur til þess að tryggja sér KRONE heyvinnuvél á
vetrarverði er föstudagurinn 25. janúar n.k.
Hafi þér ekki borist KRONE yfirlitsbæklingurinn í pósti getur
þú haft samband við sölumenn okkar og fengið sent eintak
um hæl.
Einnig er hægt að hlaða honum niður á vefsíðu okkar
www.thor.is