Bændablaðið - 10.01.2013, Page 20

Bændablaðið - 10.01.2013, Page 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013 Við upplifum nú sögulega tíma í heimi hestamennskunnar. Kreppa er í íslensku þjóðfélagi sem og í heiminum öllum. Skeggrætt er um óljósa framtíð greinarinnar þar sem verulega hefur dregið úr nýliðun og fjármálaumhverfi hestamennskunnar er verulega órökrétt. Við stöndum á kross- götum og það ekki í fyrsta skipti. Kjarni hestamennskunnar er áhugamennska og tómstundir. Það er alveg sama hvernig við lítum á hlutina, fjármagnið kemur alltaf úr vasa áhugamannsins. Þeir sem hafa hestamennskuna að atvinnu eru háðir því að áhugamaðurinn kaupi af þeim hest eða aðra þjónustu. Einstaka sinnum kaupa aðrir atvinnumenn hest, þá annað hvort til þess að bæta sinn eigin hrossastofn, með það að markmiði að geta selt áhugamönnum betri hest, eða þá til þess að sýna sjálfan sig á keppnisvellinum og fá fyrir vikið meira að gera við að þjónusta áhugamenn. Ef við spyrjum okkur hvort við gætum lifað í nútíma þjóðfélagi án hesta er svarið undantekningalaust; já. Þrátt fyrir að mörg okkar séu haldin ólæknandi hestadellu munum við alltaf komast af án hesta, þó svo að fylgifiskur þess verði ef til vill aukinn sálfræðikostnaður. Erlendir kaupendur Erlendir aðilar sem leita að reiðhestum reyna oft á tíðum að komast hjá því að fjárfesta í hesti frá Íslandi, bæði sökum hættunnar á sumarexemi og eins er því miður nokkuð um að útlendingar hafi verið grátt leiknir í viðskiptum við íslenska hrossaprangara. Erlendir aðilar hafa lengi komið hingað til lands og óafvitandi látið féfletta sig af milliliðum sem hafa smurt siðlausum fjárhæðum á hesta sem þeir hafa haft í umboðssölu, eflaust til þess að hafa upp í tapið af rekstri tamningastöðvar. Oftar en ekki veldur þetta því að hesteigandinn verður af sölu sem vel hefði getað orðið af ef verðlagið hefði verið eðlilegt. Eins er þó nokkuð um að útlendingar komi hingað og sjái uppskrúfaða og botnvigtaða keppnishesta á beinni braut, sýnda af reynslumiklum reiðmanni sem gott lag hefur á því að fela vandamálin. Útlendingurinn prófar hestinn með óttablandinni virðingu fyrir hinum fræga þjálfara og endar svo á því að kaupa, enda hestinum hælt í hástert af hinum fyrrnefnda fræga þjálfara. Þegar hesturinn er síðan kominn í ný heimkynni og fær að slaka á, eðlilega járnaður, er oft fátt eftir nema stífni og taumskekkja. Algengt er að milliliðir séu á prósentu frá seljanda, sem oft á tíðum er einnig milliliður. Milliliðirnir þjónusta þannig hver annan en óþarflega oft eru hagsmunir hinna eiginlegu kúnna, þ.e.a.s. kaupandans og seljandans, ekki hafðir til hliðsjónar. Okkur ber að fordæma ófaglega viðskiptahætti sem ekki hafa hagsmuni neytandans að leiðarljósi. Sem betur fer eru einnig til heiðarlegir aðilar í greininni sem sjá til þess að enn er eitthvað um að verið sé að selja hesta úr landi. Nýliðun í hestamennsku Nýliðun í hestamennsku er grundvöllur þess að greinin geti þrifist í framtíðinni. Tilgangslaust er að hafa háleit ræktunarmarkmið til lengri tíma ef enginn ætlar sér að nota hestinn í framtíðinni. Eins þjónar það litlum tilgangi að hafa háleitar hugmyndir um hvert skuli stefnt með keppnisgreinar ef fjöldi iðkenda fer niður á við. Miðað við þá nýliðun sem er í dag getum við hæglega séð að með þessu framhaldi verða þeir fáir sem íþróttina stunda eftir fimmtíu ár. Hestamannafélög víða um land starfræktu félagshesthús hér á árum áður til þess að auðvelda nýliðum aðgengi að íþróttinni. Þessi hesthús eru í dag meira og minna seld eða í útleigu til einstaklinga. Fjöldi krakka sækir reiðnámskeið á sumrin, en eiga þess ekki kost að byrja í hestamennsku þar sem foreldrar hafa ekki efni á því að kaupa reiðhest fyrir fleiri hundruð þúsund. Einnig hafa þeir ekki heldur sambönd og vita því ekki hvert þeir eiga að snúa sér til þess að verða við óskum barnsins um að stunda íþróttina yfir vetrartímann. Við hestamenn gleymum því gjarnan að þróun í reiðmennsku og þekkingu hefur verið gríðarleg á síðustu árum en hins vegar veit byrjandi í hestamennsku jafn lítið núna og fyrir tuttugu árum. Allir hestamenn hafa rétt á því að hafa gaman af íþróttinni, hvort sem um byrjendur er að ræða eða þá sem lengra eru komnir. Við megum passa okkur á því að okkar hugmyndir um hinn fullkomna heim reiðmennsku á íslenskum hestum tröllríði ekki samfélaginu þannig að hestamennska byrjenda og áhugamanna verði leiðinleg. Byrjendur hafa fullan rétt á því að ríða bæði hratt og illa, og jafnvel aðrir líka ef þeim svo þóknast. Byrjandinn verður líka að geta skilið eftir hverju hann er að sækjast og það má ekki vera svo óraunhæft og flókið að hann gefist upp. Óskandi er að hesturinn hljóti ekki skaða af skemmtitúrum byrjendans, en á hinn bóginn má einnig minna á að hestar atvinnumanna bíða gjarnan skaða af þeirra reiðmennsku, eins og skoðanir á lands- og Íslandsmótum sýna. Okkur finnst gaman að tala um smáatriði í reiðmennsku líkt og þau væru aðalatriði og þá gjarnan á því máli að helst þarf doktorsgráðu í geimvísindum til þess að skilja. Undantekningalaust er ógerningur fyrir almenning að átta sig á því hvað dómarinn er að horfa á, og engin leið að sjá það sem hann sér. Annað hvort er gaman í hestamennsku eða ekki. Annað hvort hefur knapinn ánægju af reiðtúrnum eða ekki. Þetta er í raun ekki flóknara en svo. Íslenski hesturinn er reiðhestur og það ber að nota hann sem slíkan, og markmiðið ætti að vera að notkunin á hestinum bitni ekki alvarlega á hvorki andlegri né líkamlegri heilsu hans. Áverkar og keppni Upphaflega var gæðingakeppni hugsuð með það að markmiði að menn gætu keppt sín á milli um það hver ætti besta reiðhestinn. Síðar var farið að huga að því að reyna að verðlauna fágaða og góða reiðmennsku. Með tilkomu íþróttakeppninnar var ætlunin að áhersla skyldi lögð á fágaðar gangskiptingar og hraðastjórnun á þjálum og góðum reiðhesti sem skyldi bera sig fallega. Líklega má til sanns vegar færa að búið sé að fjarlægjast markmiðin það mikið að við vitum ekki lengur hvert við stefnum. Ef til vill líður hestum síður í keppni nú en þegar farið var af stað í upphafi. Afrakstur þess má glöggt sjá þegar skoðuð er notkun dómskalans í þessum keppnisgreinum og þá sérstaklega í íþróttakeppninni. Eðli allra dómskala er að fanga þann breytileika sem til er hverju sinni. Við sjáum fyrir okkur hvað er verst og hvað er best og einkunnir gefnar út frá því til þess að keppendur geti fengið mælikvarða á sig og sinn hest. Ef hið fullkomna er einungis til í hugarheimi dómara er augljóslega illt í efni þar sem við getum aldrei orðið ánægð með reiðhestinn okkar. Skyldi þá engan undra að knapar fari að grípa til örþrifaráða til þess að verða við sífellt vaxandi kröfum, og þar eru hagsmunir hestsins ekki hafðir að leiðarljósi. Mikil umræða hefur verið nú síðustu tvö árin um áverka á hrossum í bæði kynbótadómi og keppni, og virðist sem áverkar fari heldur vaxandi heldur en hitt þrátt fyrir miklar umræður um vandamálið. Sýnt hefur verið fram á bein tengsl áverka á tannlausa bilinu í munni hrossa og méla með tunguboga. Athuganirnar leiða jafnframt í ljós mun á tíðni áverka milli hinna ýmsu keppnisgreina og sést þar glögglega að tíðni munnsærinda er hæst í úrslitum töltkeppninnar. Landsmót hestamanna er í fjármálakrísu og fjöldi áhorfenda virðist fara minnkandi og Íslandsmót í hestaíþróttum virðast nánast eingöngu sótt af keppendum og aðstandendum. Það er eðlilegt að við gefum okkur tíma til þess að reyna að setja hlutina í samhengi og velta fyrir okkur hvort við séum á réttri leið? Af hverju eru alvarlegir áverkar svo algengir? Af hverju sækja menn í að nota búnað sem virðist nánast án undantekninga leiða til áverka? Hvers vegna fjölgar áverkum í töltúrslitum? Ætli það geti verið að við séum komin fram úr okkur hvað varðar kröfur til hrossanna? Ágæti hrossaræktandi Frá setningu Landsmóts hestamanna í Víðidal í Reykjavík sumarið 2012. Myndir / HKr. Fram var lagt á Alþingi þann 13. nóvember síðastliðinn mikill ólánspappír, sem er frumvarp til breytinga á lögum nr. 61, frá árinu 2006, um lax- og silungsveiði. Upphaf þessa máls er að síðustu ár hefur verið uppi áróður gegn þessum lögum, í þá veru að þau séu ekki nógu skilmerkileg, einkum hvað varðar starfsemi veiðifélagsdeilda. Svo rammt kvað að þessu að búið var að stöðva starf nefndar sem starfar á landsvísu að gerð arðskráa. Það byggðist á þeirri fullyrðingu, sem komin var upp, að lögin heimiluðu ekki að svona deildir settu sér arðskrár. Á sama hátt var mikið haft uppi að þær mættu ekki semja sér nýtingaráætlun eða fiskræktaráætlun. Þetta eru, í meira lagi, hæpnar fullyrðingar. Að síðustu var því haldið mjög á lofti að það stæðist ekki jafnræðiskröfur að félagsmenn deilda gætu verið að kjósa um málefni heima fyrir, sem þeir myndu jafnvel kjósa aftur um á aðalfundi félagsins. Það var látið að því liggja að þeir sem ekki væru í deildum mundu síður vera að kjósa svona og þessvegna mætti líklegast reikna með að þeirra atkvæði myndu vega léttar á aðalfundinum heldur en hinna, sem væru búnir að kjósa um þetta áður. Í það minnsta var látið skiljast að lögfræðingarnir teldu þetta mikið vandamál. Sannleikurinn er sá að það er oft lítið að marka svona álitsgerðir lögfræðinga. Það fer að mestu eftir hugarfari þess sem biður um álitsgerðina hver niðurstaðan verður. Þeirra starf gengur oftast út á að reyna að túlka alla hluti í hag umbjóðanda sínum. Fyrir dómi er þeim það jafnvel skylt, eins þótt þeir viti að þeir séu að verja rangt mál. Þarna má líkja þeim við portkonuna, sem sættir sig við að láta hvern sem er hnauka á sér, þó henni sé það ógeðfellt. Þetta gefur launin. Í álitsgerð Karls Axelssonar hrl. er vissulega minnst á flest sem máli skiptir, í þessum efnum, þar á meðal, oftar en einu sinni, að í núgildandi lögum segi að hver deild ráðstafi veiði í sínu umdæmi með þeim takmörkunum sem aðalfundur setur. Þarna varð slæmur mis- skilningur hjá stjórn Veiðifélags Árnesinga, þegar hún fór að reyna að sölsa undir sig hluti, svo sem nýtingar og fiskræktaráætlanir, sem hún átti aðeins að stjórna í gegnum aðalfund. Líka má nefna gerð arðskráa. Matsnefndin var stöðvuð í að starfa fyrir deildir, hver sem stóð fyrir því og þar með var settur fóturinn fyrir Tungufljóts deild Veiðifélags Árnesinga. Það var furðulegt að vera að illskast í þessu, þar sem sami aðili semur arðskrána, í flestum tilvikum, hvort sem félag eða deild pantar og borgar þessa framkvæmd. Í álitsgerðinni kemur einnig fram að í athugasemdum með frumvarpinu 1957, þegar þessi heimild til stofnunar deilda var sett á, hafi sagt að „heppilegt væri að veiðifélög gætu starfað í deildum, ef misjafnlega hagaði til á félagssvæði“. Það er ekki síður nú en þá að staða svæða er ójöfn, þegar net eru orðin margfalt betri en áður. Hér má nefna Stórulaxárdeild. Hún hefur engan möguleika á að veiða þann lax sem klekst og elst upp í Ölfusá, en Ölfusingar, ásamt þeim sem búa við Hvítá, ættu hægt með að veiða allan lax sem klakinn er í Stórulaxá. Þess heldur mætti nefna Veiðifélagið Faxa í Tungufljóti, þar sem fleiri netabæir bætast við að veiða þá fiska sem þaðan eru upp sprottnir. Þetta er augljóslega mjög ójafnt og þeir sem áður voru að semja lög um lax- og silungsveiði gerðu sér grein fyrir þessu og reyndu að vinna gegn því með því að láta eitt veiði félag helst ná yfir allt vatnasvæðið, með yfirstjórn. Einnig með heimild til stofnunar deilda á afmörkuðum svæðum, sem ekki hafa aðstæður til að taka frá öðrum, en búa aðeins að sínu. Í nýja frumvarpinu gætir ekki þessara sjónarmiða heldur miðar það að því að færa þeim sem bestu aðstöðuna hafa til að veiða laxinn, meiri réttindi til að gera það. Einnig verða þeir í enn betri aðstöðu til að krefjast gjalds fyrir að minnka veiðar sínar og það gæti orðið há gjaldtaka, miðað við þekkt dæmi. Nú væri áhugavert að komast að því hvaðan þessi málarekstur er helst sprottinn. Fyrir nokkru kom í Vísi viðtal við formann Landssambands veiðifélaga. Þar fór nú grunsamlegur málflutningur, en þar segir þó, meðal annars: „Nýtingaráætlanir sem verið er að fjalla um í þessu frumvarpi taka aðeins til stangveiði í straumvatni, netaveiðinni er hinsvegar stjórnað með lögunum sjálfum.“ Þarna hefur formaðurinn líklega verið heldur fljótur á sér. Þetta er nefnilega mergurinn málsins. Þessar mikil vægu nýtingaráætlanir, sem deildirnar eiga að setja sér, munu aðeins snúast um stangveiðar. Neta- veiðarnar munu aðeins þurfa að lúta landslögum og hugsan- legum inngripum Fiskistofu, eða eins og segir í 28. gr. laganna, 6. málsgrein: „Ef heimil veiðitæki samkvæmt lögum þessum þykja, að mati Veiðimálastofnunar, stofna viðgangi fiskstofns í veiðivatni í hættu, er Fiskistofu heimilt að fækka veiðivélum í því vatni.“ Fiskistofu er ekki ætlað að grípa inn í fyrr en aðstæður stofna fiskstofni í hættu, líklegast útrýmingarhættu. Þá skyldu menn íhuga hvers konar reglu þeir halda að Fiskistofa geti farið eftir, við þessa fækkun veiðivéla. Um arðskráagerð veiðifélags- deilda segir formaðurinn: „En fyrir því er ekki ótvíræð lagaheimild.“ Þarna er nefnilega ekkert ótvíræð óheimild, heldur var það líklegast viljinn til að bregða fæti fyrir þetta starf sem réð ferðinni, sennilega með það í huga að skapa færi á að breyta lögunum. Þetta frumvarp er stór- hættulegt, býður upp á rányrkju netaveiðimanna með ofveiði eða skatt lagningu, eða jafnvel hvoru tveggja. Það er forgangsmál að losna við það út úr heiminum og láta störf veiðifélagsdeilda ganga fram með sama hætti og áður höfðu gert, þar með talið að setja sér arðskrár, þar til réttsýnum og velviljuðum mönnum hugnast að breyta lögunum, í því skyni að stuðla að friði og farsæld, í stað þess að hleypa öllu í bál og brand, í einhverju eiginhagsmunaskyni. Hreggviður Hermannsson Langholti Flóa og Valur Lýðsson Gýgjarhóli Biskupstungum, félagsmenn í Veiðifélagi Árnesinga. Frumvarp um lax- og silungsveiði

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.