Bændablaðið - 10.01.2013, Qupperneq 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 2013
-
-
Nafn: Salka Sól Traustadóttir.
Aldur: 8 ára.
Stjörnumerki: Fiskur.
Búseta: Reykjavík.
Skóli: Háteigsskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum? Mér finnst skemmti-
legast að teikna í Halastjörnunni
sem er frístundaheimilið í skólanum
mínum.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt?
Pandabjörn.
Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur.
Uppáhaldshljómsveit: Ásgeir
Trausti.
Uppáhaldskvikmynd: UP frá Pixar.
Fyrsta minningin þín? Þegar það var
kveikt í kjallaranum í blokkinni okkar
í Århus og ég þurfti að sitja inni í lög-
reglubíl með pabba mínum á meðan
slökkviliðið var að slökkva eldinn.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð-
færi? Ég æfi handbolta með Val.
Hvað er það skemmtilegasta sem
þú gerir í tölvu? Það er að horfa á
tónlistarmyndbönd á YouTube og að
horfa á bíómyndir og þætti.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Ég ætla að vinna á kaffi-
húsi með vinkonu minni.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Þegar ég var 7 ára fór
ég í nokkur svakaleg tæki í Bakken
í tívolíinu í Kaupmannahöfn, meðal
annars þeytivindu.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
hefur gert? Þegar ég var lasin og
þurfti að vera heima þegar íþrótta-
hátíðin var í skólanum mínum.
Ætlar þú að gera eitthvað sér-
stakt í vetur? Ég ætla að fara á
skauta, renna mér á sleða og gera
eitthvað annað skemmtilegt.
/ehg
3
1 4 7
7 9 8 2 6
6 7
3 2 9
2 1
8 1 3 5 6
2 9 1
3
2 1 9
4 2 7
6 9
5 7
3
8 6 1 3
4 8
9 5
2 8 7 9 1
6 3
1 7
2
9 6 5
7 1
7 9 6 5 8
2 5
7
3
53 4
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er
að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar.
Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar
í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki
innan hvers reits sem afmarkaður er
af sverari lín um.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem
er lengst til vinstri er léttust og sú til
hægri þyngst en sú í miðjunni þar á
milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.
sudoku2.com og þar er einnig að finna
fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir
ekki.
4
Álfavængir
– bólerójakki með blúndukanti
PRJÓNAHORNIÐ
Stærð
3/4 – 5/6 – 7/8 – 9/10 – 11/12
98/104 – 110/116 – 122/128 – 134/140
– 146/152 cm
Efni
Fífa mohair frá Garn.is, fölbleikt , 2-3 dokkur
Hringprjónar nr. 3,5x60 cm
Prjónafesta
19 l og 36 umferðir garðaprjón gera 10x10 cm.
Aðferð
Prjónað er garðaprjón (slétt á réttunni og slétt
á röngunni). Stykkið er prjónað fram og til baka
á hringprjón frá ermi til ermar. Síðan er stykkið
brotið til helminga og saumað saman undir
höndum og í hliðum.
Mynstur: Sjá mynsturmynd. Til að mynstrið
sé rétt í hvorri hlið er fyrsta lína mynstursins
prjónuð í lok fyrstu umf. á réttunni og í lokin af
annarri umf. frá röngu.**
Styttar umferðir: Prjónið 6 umf. yfir allar
lykkjur, *prjónið fram að merki í annarri hlið,
snúið við, bregðið bandinu og prjónið út umferð.
Prjónið 1 umf. yfir allar lykkjur, snúið við, prjónið
fram að merki í hinni hliðinni, snúið við, bregðið
bandinu og prjónið út umferð. Prjónið 5 umf. yfir
allar lykkjur*, ent frá *-*. S.s **
Bólerójakki
Fitjið upp 52-58-62-66-70 L með tveimur
þráðum af mohair á hringprjón nr 3,5. Skiptið
yfir í einn þráð og prjónið garðaprjón. Þegar
stykki mælist 8cm (ermi) er fitjað laust upp á
27-29-30-34-37 nýjum lykkjum sitt hvoru megin
(fitjað upp í lok næstu tveggja umferða) = 106-
116-122-134-144 L. Setjið merki í stykkið 18-20-
22-24-26 L inn af hvorri hlið (=70-76-78-86-92
L milli merkja).
Haldið áfram að prjóna garðaprjón og Mynstur
eftir mynsturmynd yfir ystu lykkjurnar hvoru
megin. Á sama tíma eru prjónaðar
styttar umferðir.
Þegar stykki mælist ca 44-49-54-59-64 cm (með
ermunum) eru felldar laust af 27-19-30-34-37
L í hvorri hlið (fellið af í byrjun á næstu tveimur
umferðum). Ath. að fella ekki af í miðju mynstri,
klárið mynstrið áður en fellt er af.
Haldið áfram að prjóna garðaprjón (ermi) og
þegar ermi mælist 8 cm er fellt af með tveimur
þráðum.
Frágangur
Brjótið jakkann í tvennt og saumið sauminn
undir ermunum og hliðarsauminn. Sjá
útskýringa rteikningu: þar er brotalínan það
sem á að sauma.
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Ætlar að renna sér á
skautum og sleða í vetur
6 2
= Prjónið slétt frá réttu og röngu (garðaprjón).
= Sláið tvisvar upp á prjóninn mill tveggja lykkja. Í næstu umf er fyrsti upp
sláttur prjónaður slétt og næsti uppsláttur prjónaður slétt en snúinn.
= Sláið einu sinni uppá prjóninn milli tveggja lykkja. Í næstu umf er upp
slátturinn prjónaður sléttur.
= Prjónið tvær lykkjur slétt saman.
= Fellið þessa lykkju af.
= Prjónastefna.
Lausnir á barnagetraun
og jólakrossgátu barna
Dregið hefur verið úr þeim fjölda
lausna sem barst í barnagetraun
og jólakrossgátu barna í jólablaði
Bændablaðsins 2012. Bændablaðið
þakkar þátttökuna og verða
vinningshöfun send verðlaunin á
næstu dögum.
Vinningshafar eru:
Ari Steinar Sigurðarson,
Akranesi
María Ásgeirsdóttir,
Reykholti, Borgarbyggð
Hafrún Embla,
Hafnarfirði.