Bændablaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 10.01.2013, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 10. janúar 20132 Hinn 23. nóvember síðastlið- inn staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra verklags- reglur Bændasamtaka Íslands um ráðstöfun fjár vegna ullar- nýtingar. Reglurnar voru birtar í Stjórnartíðindum sama dag. Fjármunum til ullarnýtingar skal ráðstafað þannig að að minnsta kosti 84% skulu greið- ast beint til bænda. Skal fjár- hæðinni deilt niður hlutfallslega eftir gæðum á hvert kíló hreinnar ullar miðað við alla innlagða ull á tímabilinu 1. nóvember – 31. október samkvæmt verðskrá sem Bændasamtök Íslands hafa útbúið og verður birt á vefsíðu samtakanna. Í 1. mgr. 6. gr. segir að Bændasamtökin skuli fyrir 1. mars ár hvert ljúka uppgjöri gagnvart seljendum ullar. Bændasamtökin munu því sjá um að greiða út bein- greiðslurnar til bænda sem áður voru inni í verðskrá ullarkaupanda (Ístex). Stærsti hluti greiðslna til bænda mun því nú koma beint frá Bændasamtökunum en aðeins hluti þeirra frá kaupendum ullar. Að því er greiðslufyrirkomulag Bændasamtakanna á greiðslum fyrir ullarnýtingu er gert ráð fyrir að ein greiðsla verði greidd þegar nóvember-desember framleiðslan er komin inn, eigi síðar en 20. mars 2013. Síðan verði önnur greiðsla framkvæmd þegar janúar-mars framleiðslan er komin inn, eigi síðar en 1. júní 2013. Greidd verða 80% af áætluðu framlagi á kg ullar sem metið er á grundvelli þeirra fjármuna sem eru til ráðstöfunar og áætlaðu framleiðslumagni, Í lok framleiðsluársins er ein uppgjörs- greiðsla þegar öll framleiðslan er komin inn. Í lok nóvember 2013. verður síðan framkvæmt upp- gjör með svipuðum hætti og gert er gagnvart gæðastýringarálagi. Þá mun koma í ljós hver verður endanleg greiðsla á framleitt kíló af hreinni ull. Allt að 15% fjármuna til ullar- nýtingar greiðast til kaupenda ullar sem stuðningur til söfnunar á ull. Sunnudaginn 25. nóvember var auglýst eftir umsóknum um stuðning til söfnunar ullar í Morgunblaðinu. Umsóknarfrestur rann út hinn 10. desember síðast- liðinn og aðeins barst ein umsókn. Umsækjandinn, ÍSTEX hf., er reiðubúinn til þess að uppfylla öll skilyrði samkvæmt 3. og 4. gr. verklagsreglnanna og Bænda- samtökin hafa gert samning við fyrirtækið um stuðning til söfn- unar ullar. Beingreiðslur ekki lengur inni í verðskrá Ístex Ullarverð samkvæmt verðskrá sem Ístex hefur gefið út nú í vetur er mun lægra en í fyrra. Skýrist það af því að búið er að taka opinberu greiðslurnar út úr verðinu og bændur fá þær greiddar sérstak- lega. Framlag til ullarnýtingar sam- kvæmt samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktarinnar verður nú greitt beint til bænda. Verðin sem stjórn Ístex samþykkti og hér eru birt eru því markaðsverð. Miðað við þetta verð nemur heildargreiðsla Ístex vegna ullar- kaupa 138,6 milljónum króna á árinu 2013. Samþykkt var í stjórn Ístex tillaga um að félagið greiddi fyrir innlagða haustull hinn 10. maí 2013 og fyrir vetrarull 30. ágúst 2013. Fréttir Rafmagnsleysi truflaði fjarskipti og samgöngur í óveðri á Vestfjörðum: „Þetta var hátíð hagræðingarinnar“ – segir Árni bóndi á Vöðlum í Önundarfirði um vandræðaganginn í orku-, fjarskipta- og samgöngumálum Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum í Önundarfirði segir að reynslan hafi kennt sér að vera alltaf viðbúinn rafmagnstruflunum og lokun vega vegna snjóa. Því hafi veðuráhlaupið um jólin ekki plagað hann mikið þrátt fyrir að rafmagn færi af raforkukerfinu sem sumir þurftu að búa við allt upp í nærri 40 klukkustundir og til dæmis Árneshreppur töluvert lengur. Hann segir ástandið í raforkumálum, vegamálum og opinberri þjónustu við Vestfirðinga samt vera með öllu óverjandi. Varaafl OrkubúsVestfjarða brást „Maður hefur bara búið sig þannig út að maður reiknar alltaf með svona veðuráhlaupi, þetta var kannski harð- ur hvellur, en stóð stutt og maður man vel eftir meiri snjó,“ segir Árni. „Veðrið núna breytti því nákvæm- lega engu hjá mér. Frá fyrsta degi var ég með klárt varaafl og þar sem ég hef líka verið að sinna snjómokstri hef ég haft yfir tækjabúnaði að ráða þannig að ég hef getað bjargað mér með öll aðföng og eins að losna við mjólkina sem flutt er suður með tank- bílum. Hér í Önundarfirði er búið að leggja svo til allar sveitalínur í jörð en það var bara ekkert rafmagn hægt að fá inn á þessar línur. Búið er að taka stærri varaaflsvélina frá Flateyri og þar er nú aðeins lítil vél sem dugar ekki til að framleiða varafl nema fyrir hálft þorpið í einu. Ekki var því um það að ræða að þaðan fengist straumur inn í sveit. Þá voru varaaflsstöðvar, bæði á Ísafirði og í Bolungarvík, að bila þannig að ekki var hægt að senda straum yfir Breiðadalsheiði. Fyrsti straumur sem kom inn á kerfið hér í Önundarfirði var frá vara- aflsstöð á Þingeyri og þá með því að slá út hálfu þorpinu á Þingeyri og eins byggðinni í Mýrarhreppi hinum forna. Rafmagnið var víða úti í allt að 40 klukkustundir og ekki hægt að kynda hús. Ég veit um fólk hér á svæðinu sem var orðið ansi kalt og illa haldið. Ég veit líka um bæi sem hafa varaafl og vissu lítið af þessu.“ Árni hefur þegar á þarf að halda á vetrum unnið sem undirverktaki Græðis sf. í snjómokstri og lagt þar til eigið vinnuafl og öfluga dráttarvél sem tengd hefur verið við snjóblásara verktakans. Hefur Árni m.a. haldið uppi mokstri heim að bæjum í Önundarfirði og var nú eftir áramótin einnig fenginn til að hjálpa til við að ryðja götur á Ísafirði. Ástæðan er m.a. mikill samdráttur í opinberri þjónustu á svæðinu og þar með starfsemi Vegagerðarinnar, sem hefur ekki lengur yfir nægum tækjabúnaði að ráða. Búið að draga tennurnar úr þjónustunni „Það sem kemur fyrst upp í minn huga eftir svona uppákomu sem við eigum að vera vel meðvituð um að geti alltaf komið upp er að það er búið að draga svo tennurnar úr allri þjónustu á svæðinu að öll starfsemi er fljót að lamast. Það urðu vand- ræði með rafmagnið og þá þurfti að fara að keyra dísilvélar. Þá kom í ljós að olía var takmörkuð. Einnig eru flest þorpin í þeirri stöðu að þar eru ekki lengur til olíubílar né olíubirgðir til staðar. Meira að segja í Bolungarvík varð uppnám vegna þess að það þurfti að ryðja vegi til að fá olíubíl frá Ísafirði til að koma olíu á dísilvélarnar í Víkinni. Mér var sagt að ruðningstækið sem fór í þetta verkefni frá Bolungarvík þyrfti svo að fá litaða vinnuvélaolíu hjá N-1 á Ísafirði. Þar sem viðkomandi var þar ekki í viðskiptum og því ekki með viðskiptakort gat hann ekki fengið slíka olíu afgreidda þó að hann legði fram reiðufé. Þannig er hagræðingin í olíugeiranum búin að lama þetta kerfi ef eitthvað kemur upp á eins og núna. Þá er líka búið að rýra svo tækja- kost Vegagerðarinnar að þegar á þarf að halda verða öll viðbrögð máttlaus. Ofan á þetta er búið að skera niður mannskap hjá Orkubúinu í þorpunum auk þess sem um hátíðir eru menn oft ekki heima til að bregðast við útkalli. Það er því alls óvíst hvort hægt er að finna menn sem geta hlaupið í þessi verk. Ég veit að bæði á Flateyri og Þingeyri voru það ekki starfsmenn Orkubúsins sem björguðu málum til að byrja með. Á Flateyri var þar fyrir tilviljun staddur maður sem hafði kunnáttu og gaf sig í að hjálpa til við að keyra varaaflsstöðina ásamt vönum manni. Viðbrögð Orkubúsins og upp- lýsingagjöf eru sér kapítuli sem ég hyggst taka upp á næsta stjórnar- fundi, þar sem ég á nú sæti. Fólk sat hér meira og minna án fjarskipta- sambands sem jók enn á vandræðin. Látum vera þó að GSM-sendar hafi dottið út, en að heimasímakerfið og þar með tölvusamband dytti líka út, gengur ekki. Eini færi möguleikinn til að veita upplýsingar til almenn- ings var þá í gegnum langbylgjusend- ingar Ríkisútvarpsins, sem ekki er þó hægt að ná í öllum útvarpstækjum í dag. Samt datt Orkubúinu það helst í hug að koma upplýsingum á fram- færi í gegnum vefsíðu! Maður verður bara orðlaus.“ Svo var farið að bera á skorti á mjólkurvörum , eitthvað í versl- unum á Ísafirði en aðallega Flateyri, Suðureyri og Þingeyri. Það má segja að MS hafi sloppið með skrekkinn þegar flutningabíll þess að sunnan var leystur úr klemmu milli snjóflóða á Súðavíkurhlíð á föstudeginum en eftir það var hún lokuð í þrjá sólar- hringa. „Hátíð hagræðingarinnar“ Árni segir að líkja megi þessari upp- ákomu við að boðað hafi verið, með tveggja daga fyrirvara (þ.e. veður- spáin), til sameiginlegrar bæjarhá- tíðar á Vestfjörðum helgina 28.-30. desember síðast liðinn undir nafninu „Hátíð hagræðingarinnar“. Hátíðin hafi verið í boði Orkubús Vestfjarða, Olíufélaganna, Mjólkursamsölunnar, Fjarskiptafyrirtækjanna og Vega- gerðarinnar. Það sé mat manna að fyrirtækin hafi öll staðið sig nokkuð vel. Nánast allir íbúar hafi tekið þátt og „notið“ hagræðingarinnar. Því bíði heimamenn nú spenntir eftir næstu hátíð sem væntanlega verði látin standa í fleiri daga og treysta því jafnframt að einhver fái nú greiddan vænan arð. Árni vill meina að hluta af þessum vandræðagangi í raforkumálunum megi rekja til nýrra orkulaga þar sem skilið var á milli framleiðslu og dreifingar á raforku. „Síðan hafa verið endalaus átök á milli Landsnets og Orkubús Vestfjarða og annarra orkuframleiðslufyrirtækja um hver eigi að gera hvað. Því draga menn lappirnar við að halda kerfinu í lagi eins og reynslan núna sýndi. En hluti er greinilega heimatilbúinn“ /HKr. Fundað í umhverfis- og samgöngunefnd um neyðarástandið á Vestfjörðum um jólin: Raforkumál, fjarskipti og samgöngur voru í uppnámi – starfandi formaður nefndarinnar vill Súðarvíkurgöng næst á eftir Dýrafjarðargöngum Nýtt fyrirkomulag ullargreiðslna Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er starfandi formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis eftir að Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagði af sér þingmennsku. Ólína sagði í samtali við Bændablaðið að hún hefði boðað fund í nefndinni í gær vegna þess ástands sem skapaðist á Vestfjörðum í óveðrinu um jólin. Á fundinn voru boðaðir fulltrúar fjarskipta-, samgöngu-, og raforkumála, sem og fulltrúi Almannavarna. Fundurinn var haldinn í gær- morgun en niðurstaða hans lá ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Ólína sagði fyrir fundinn að hugmyndin hefði verið að fara yfir málin með þessum aðilum. „Síðan hef ég óskað eftir sérstakri umræðu í þinginu um raforkuöryggi á Vestfjörðum.“ Þarna afhjúpuðust ákveðnir veikleikar „Það er alveg augljóst að þarna afhjúpuðust ákveðnir veikleikar í raforku-, samgöngu- og fjarskipta- kerfunum sem þarf að fara mjög vel yfir. Þegar brestur á með langvar- andi rafmagnsleysi fara fjarskipta- sendarnir að detta út, tölvusamskipti brenglast og upplýsingagjöfin verður ófullnægjandi. Þá myndaðist mikil snjóflóðahætta á öllum vegum að og frá Ísafirði, sem er höfuðstaður Vestfjarða. Þetta er okkar helsta sam- gönguæð yfir vetrartímann fyrir utan samgöngur á sjó. Það segir sig sjálft að í svona veðrum notar ekki nokkur maður flug, þannig að þarna myndað- ist hættuástand vegna einangrunar ákveðinna bæja og byggðarlaga.“ Kallar á skýringar „Fjórar varaaflsstöðvar virkuðu ekki sem skyldi þegar til átti að taka, þar af tvær á Ísafirði. Ein komst í vanda vegna þess að það vantaði olíu. Það er alveg augljóst að við munum þurfa að kalla eftir skýringum á þessu og áætlunum frá ábyrgum aðilum um hvernig hægt sé að fyrirbyggja þetta til framtíðar. Ég hlýt að vænta þess að menn séu nú þegar tilbúnir með slíkar áætlanir eða með þær í smíðum.“ Ólína sagðist ekki vilja úttala sig um hvort aðskilnaður raforkuframleiðslu og dreifingar í orkulögum hefði skapað togstreitu milli þeirra aðila sem orsakaði það að viðhaldi varaaflsbúnaðar væri ekki sinnt sem skyldi. „Orkufyrirtækin bera öll samfélagslega ábyrgð. Raforkumál eru í raun almannavarnamál. „Vertu trúr yfir litlu,“ segir í góðri bók. Þetta er kannski bara spurning um hvernig menn starfrækja sínar stofnanir og gera áætlanir fram í tímann fyrir sína þjónustu, til að bregðast við þegar á reynir.“ Grundvallaratriði að fjarskiptamálin séu í lagi „Nú eru öfgar í veðurfari augljóslega að aukast og við finnum fyrir því. Þá verða þessi fyrirtæki að leggja það niður fyrir sér hvernig þau geti staðist aukið álag sem getur myndast vegna veðurfarsaðstæðna. Það er grundvallaratriði að fjarskiptamálin séu í lagi. Að Almannavarnir, björgunarsveitir og lögregla geti haft samskipti sína á milli og komið skilaboðum áleiðis. Á þessu varð misbrestur í óveðrinu á Vestfjörðum.“ Súðavíkurgöng verði sett í samgönguáætlun „Við búum við hættulega vegi sem teppast af snjóflóðum yfir vetrarmánuðina. Í þessu óveðri sem gekk yfir norðvestanvert landið um jólin varð ástandið þó mjög alvarlegt, því annað hættuástand var líka yfirvofandi á Vestfjörðum. Því þarf núna að taka jarðgangamál á milli Ísafjarðar og Súðavíkur mjög föstum tökum. Það er ekki hægt að búa við það að megin samgönguæðin við höfuðstað heils landshluta lokist á alla vegu vegna snjóflóða þegar svona stendur á. Ég mun því beita mér fyrir því að Súðavíkurgöngin verði sett á teikniborðið núna og þeim komið inn í samgönguáætlun í beinu framhaldi af Dýrafjarðargöngum. Þetta eru manndrápsvegir og í raun Guðs mildi að ekki hafi verra hlotist af. Þetta er ekki bara spurning um vegfarendur og björgunaraðila, heldur líka bjarg irnar sem koma þar fram og til baka, segir Ólína.“ /HKr. Ólína Þorvarðardóttir Árni hafði mikið að gera við snjómokstur um jólin. Auk þess að halda opnum leiðum heim að bæjum við Önundarfjörð þurfti hann eftir áramótin að aðstoða H-1-Lamb 280 kr./kg H-1 og H-2-L 250 kr./kg H-2 160 kr./kg M-S, G og M 200 kr./kg M-2 80 kr./kg

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.