Bændablaðið - 23.05.2013, Page 2

Bændablaðið - 23.05.2013, Page 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 20132 Fréttir Helmingur Íslendinga vill leggja mikla áherslu á að vernda íslenskan landbúnað, m.a. með innflutningstollum og 58,6% vilja að bannað sé að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt, til landsins. Íbúar á landsbyggðinni eru almennt meðmæltari innflutningsbanni á hráu, ófrosnu kjöti en fólk á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri Capacent-könnun sem gerð var fyrir Bændasamtökin seinni hluta aprílmánaðar. Þegar rýnt er nánar í niðurstöðurnar kemur í ljós að konur eru meðmæltari því að bannað sé að flytja inn hrátt kjöt en karlar. 68% kvenna segja það skipta miklu máli á meðan 51% karla vilja banna innflutning. Eftir því sem menntun eykst hefur fólk minni áhyggjur af innflutningi á kjöti. Þannig telja 46% að spurðra með háskólapróf að það skipti máli að banna innflutning á erlendu hráu kjöti en 67% þeirra sem eru einungis með grunnskólapróf. Marktækur munur er á afstöðu fólks á landsbyggðinni og á höfuð borgar svæðinu. 73% landsbyggðarfólks vill banna innflutning á hráu ófrosnu kjöti en einungis 47% Reykvíkinga. Helmingur landsmanna meðmæltur tollvernd Spurt var um viðhorf til verndar á íslenskum landbúnaði, m.a. með innflutningstollum. Niðurstöður eru afgerandi og sýna mikinn stuðning við að verja innlendan landbúnað. 49,5% aðspurðra vilja leggja mikla áherslu á vernd, m.a. með innflutningstollum, en 30,1% telur að litla áherslu eigi að leggja á að vernda landbúnað eins og gert er. Fimmtungur svarenda svarar hvorki né. Athygli vekur að yngsta kynslóðin, á aldursbilinu 18-24 ára, er töluvert meðmæltari tollum en fólk á aldrinum 35-44 ára. 54% yngsta hópsins leggur mikla áherslu á að vernda landbúnað á meðan 42% þeirra sem eru á aldursbilinu 35-44 ára svara því sama. Mestur er stuðningurinn við verndun landbúnaðar, eða 59%, í aldurs- hópunum 55 ára og eldri. Landbúnaðurinn með sterka stöðu í hugum fólks Í viðhorfskönnuninni var spurt um fleiri þætti sem tengjast landbúnaði. Svarendur eru almennt sammála um að landbúnað eigi að stunda á Íslandi til framtíðar en 92,3% segja að það skipti miklu máli. Þá er stór hluti á því að miklu máli skipti að Íslendingar séu ekki öðrum háðir um landbúnaðarafurðir, eða 75%. Einungis 10% segja að það skipti litlu máli. Úrtak könnunarinnar var 1.400 manns af landinu öllu, 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 67,3%. /TB Ný viðhorfskönnun Capacent Gallup: Mikill meirihluti vill banna innflutning á hráu, ófrosnu kjöti Einkenni íslensku landnámshænunnar Lýsing á einkennum íslensku landnáms hænunnar var samþykkt á aðalfundi Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna (ERL). Lýsingin er eftirfarandi: Útlitseinkenni 1. Fremur lítill haus miðað við búkstærð og goggur stuttur, breiður og boginn fremst. Misstórir fjaðratoppar á haus algengir. 2. Kambar af ýmsum gerður, ein- faldur; annað hvort beinn eða lafandi, rósa kambur, blöðru- kambur, kórónukambur og krónu- kambur. 3. Eyru hvít eða fölgul. 4. Separ langir á hönum en misstórir á hænum. 5. Augu gulgræn eða gulbrún/orange. 6. Háls fremur stuttur og sver. 7. Búkur þéttvaxinn, stutt bak sem mjókkar aftur og breið, hvelfd bringa. Þyngd: hænur 1.4-1.6 kg og hanar 2.1-2.4 kg hjá fullvöxnum fuglum. 8. Fiðurhamur þéttur og sléttur. 9. Vængir breiðir og stuttir, mjókka aftur með búknum. 10. Stél hátt sett, mjög hreyfanlegt. Hanar með nokkrar langar og bognar stélfjaðrir. 11. Litafjölbreytni mjög mikil, allir litir leyfðir. 12. Leggir langir og í mörgum litum. 13. Hænur venjulega með litla spora, en hanar með langa og uppsveigða spora. 14. Klær fjórar, afturkló eilítið innanfótar. 15. Leggir berir. Atferliseinkenni 1. Mannelsk, forvitin og sjálfbjarga. Heldur góðu jafnvægi. 2. Hænurnar hafa sterka móðurhvöt og vilja gjarna liggja á. 3. Hver einstaklingur hefur sinn persónuleika. 4. Frjósemi góð hjá báðum kynjum. Bændasamtökin hafa gefið út kynningarefni um íslenskan land- búnað þar sem vakin er athygli á þeim málum sem efst eru á baugi í atvinnugreininni. Tilgangurinn er að koma á fram- færi upplýsingum um ýmsar lykiltölur landbúnaðarins og fjalla um þau mál sem brenna á bændum. Bæklingurinn er átta síður að lengd en efni hans er líka aðgengilegt á netinu á vefsíðu Bændasamtakanna, bondi.is Svona er íslenskur landbúnaður 2013 Áhrifafólk úr hópi Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna hefur áhyggjur af stofninum: Telja landnámshænsnastofninn á Íslandi í verulegri hættu – segja sölu á blönduðum afbrigðum með genum asískra Brahma-hænsa ósiðlegan gjörning Mikill ótti er nú meðal þeirra sem vilja vernda stofn landnámshænsna um að verið sé að stefna stofninum í tvísýnu með blöndun við Brahma-hænsni af asískum uppruna. Hröð útbreiðsla er í Evrópu á slíkum hænsnum sem eru með fiðraða fætur, en genið sem stýrir því er ríkjandi í stofninum. Einnig er farið að bera verulega á útbreiðslu á slíkum hænsum hér á landi. Eins og greint var frá í Bændablaðinu nýlega skilaði nefnd sem skipuð var á aðalfundi Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna (ERL) 2011 tillögu að lýsingu á landnámshænunni. Aðalfundur félagsins 2012 samþykkti lýsinguna og var henni dreift til fjölmiðla og hún birt á Facebook-síðum og vefsíðum og í gegnum tölvupósta flestra stærri ræktenda landnámshænsna. Áhrifafólk úr hópi Eigenda- og ræktendafélags landnámshænsna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þessa. Þar er bent á að lýsingin á landnámshænsnunum sem samþykkt var á aðlafundi félagsins hafi ekki birst á opinberri síðu ERL. Því sé hætta á að hún hafi ekki borist í hendur öllum ræktendum, né heldur öllum þeim sem hafa áhuga á að eignast landnámshænur. Yfirlýsingin er svohljóðandi: Varnaðarorð til ræktenda og ungakaupenda „Svo virðist sem einhverjir aðilar bjóði enn til sölu fugla sem ekki falla undir viðurkennda lýsingu á einkennum landnámshænsna, m.a. með fiðraða leggi, en selji þá engu að síður sem landnámshænur sem verður að teljast ósiðlegur gjörning- ur sem stríðir gegn ræktunarmark- miðum stofnsins. Enn hefur ekki verið komið á fót lista yfir þá ræktendur sem selja landnámshænur er falla undir lýsingu á stofninum og finnst okkur undir- rituðum eigendum og ræktendum því ástæða til að benda þeim sem ætla að fá sér landnámshænur að kynna sér lýsinguna og kanna stofninn hjá seljendum svo þeir kaupi ekki kött- inn í sekknum. Ræktun landnámshænunnar stendur nú á viðkvæmum tímamótum og þess vegna er mjög brýnt að vanda til verka svo þessi aldni stofn haldi upphaflegum eiginleikum sínum. Það er von ábyrgra ræktenda land- námshænsna að þeir sem vilja stuðla að varðveislu stofnsins kynni sér þetta í tæka tíð.“ Undir þetta skrifa; Jóhanna G. Harðardóttir, Hlésey Valgerður Auðunsdóttir, Húsatóftum Ólafur R. Dýrmundsson, Reykjavík Ása Lísbet Björgvinsdóttir, Eyrarbakka Gyða Atladóttir, Reykjavík Magnús Ingimarsson, Hvanneyri Kolbrún Júlíusdóttir, Kolsholti Ingi Vignir Gunnlaugsson, Ólafsfirði Hugi Ármannsson Stóra-Núpi Vala Withrow, U.S.A. /HKr. Íslenskar landnámshænur. Mynd / HKr. Evrópu frá Belgíu og Frakklandi. Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að bannað sé að flytja hrátt, ófrosið, kjöt til landsins? Hversu mikla eða litla áherslu á að leggja á það að vernda ís lenskan land búnað, meðal annars með i n n f l u t n i n g s - tollum?

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.