Bændablaðið - 23.05.2013, Side 11

Bændablaðið - 23.05.2013, Side 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 11 Megnið af rúlluplasti sem fyrirtækið Búvís fékk sent til landsins varð fyrir tjóni í hafi. Um 8.000 rúllur af plasti voru í sendingunni og skemmdist stærstur hluti þess þó að skemmdirnar séu mismiklar. Þegar er búið að panta nýtt plast í stað þess sem skemmdist og bændur ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að standa uppi plastlausir í upphafi heyskapar. Þá hyggst fyrirtækið selja hluta af plastinu sem varð fyrir tjóni með afslætti. „Það sem gerðist var að veður var afar slæmt, ölduhæð mikil og plastið fór hreinlega bara af stað í lestinni. Það var þar á brettum ásamt áburði og öðru sem var verið að flytja til landsins fyrir okkur og það verður bara að segjast að það var ekki gengið frá þessum farmi til sjóflutninga í Atlantshafi,“ segir Einar Guðmundsson hjá Búvís. Þegar er búið að panta nýtt plast í stað þess sem skemmdist og á Einar von á því að það komi til landsins í fyrstu viku júnímánaðar. Því ætti það að sleppa enda stærstur hluti markaðar Búvís á Norðurlandi þar sem talsvert er í að hægt verði að hefja slátt. „Það sér á þessu, sumt af þessu er ónýtt en annað er hægt að nota,“ segir Einar og bætir við að tryggingar bæti tjónið að fullu. Skemmda plastið verður selt með mismunandi afslætti eftir því hvernig ástandið á því er en Einar segir að gefinn verði allt upp í 70 prósenta afsláttur. Þá bendir Einar þeim bændum sem þegar hafa pantað plast hjá Búvís á að þeir geti breytt pöntunum sínum og fengið plast sem varð fyrir tjóni með afslætti, hafi þeir áhuga á slíku. /fr Rúlluplast skemmdist í hafi

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.