Bændablaðið - 23.05.2013, Page 14

Bændablaðið - 23.05.2013, Page 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 201314 Jötunn Vélar ehf. opnar verslun á Akureyri: „Stolt af að geta boðið norðlenskum viðskiptavinum þjónustu okkar“ – segir Finnbogi Magnússon framkvæmdastjóri Jötunn Vélar ehf. á Selfossi hafa opnað verslun, söludeild og vara- hlutaþjónustu á Lónsbakka á Akureyri. Fyrirtækið er með 700 fermetra húsnæði við hlið versl- unar Húsasmiðjunnar en hefur auk þess yfir að ráða útisvæðum til sýninga á vélum og tækjum. Þetta er fyrsta starfsstöð fyrirtækisins utan Selfoss, en Jötunn Vélar eru nú að hefja sitt tíunda rekstrarár. Fyrirtækið er eitt af stærstu þjón- ustufyrirtækjum í landbúnaði hér á landi og selur mörg af þekktustu merkjunum í landbúnaðartækjum, m.a. Massey Ferguson og Valtra dráttarvélar, McHale og Pöttinger heyvinnutæki, Schaffer Lader liðlétt- inga og SAC mjaltakerfi, svo fátt eitt sé nefnt. Velta Jötunn Véla á síðasta ári var tæpir 1,7 milljarðar og hagn- aður af rekstri um 72 milljónir fyrir skatta. Áætlanir fyrir yfirstandandi ár gera ráð fyrir að velta félagsins aukist í 2 milljarða. Vörur fyrir landbúnaðinn og þéttbýlið Jötunn Vélar hafa á síðustu árum byggt upp öfluga verslun sem bæði höfðar til landbúnaðar og hins almenna neytanda. Í boði er úrval af rekstrarvörum fyrir mjólkur- og sauðfjárframleiðslu, hreinsiefni, verkfæri, vinnufatnaður, lagnaefni, olíur og smurefni, lökk og kítti og þannig mætti áfram telja af vörum sem heyra til þess sem að land- búnaðinum snýr. Því til viðbótar eru garðvörur, gróðurhús, reiðhjól, skór, stígvél og hlífðarfatnaður á börn og fullorðna og ýmis útivistarfatnaður, leikföng, bruggvörur, gæludýrafóður og gæludýravörur og margt fleira. Finnbogi Magnússon, fram- kvæmda stjóri Jötunn Véla, segir að fyrirtækið sé landsbyggðarfyrirtæki „og við erum stolt af því að geta boðið norðlenskum viðskiptavinum þjónustu okkar með sama sniði og á Selfossi. Vöruúrval í versluninni á Akureyri er að miklu leyti það sama, bæði hvað varðar almennar rekstrar- vörur til landbúnaðar og algengustu varahluti í vélar og tæki,“ segir hann. „Við lítum á okkur sem hluta af landbúnaðinum og teljum hlutverk okkar að vera í fararbroddi við inn- leiðingu tækninýjunga og nýrrar þekkingar tengdrar tækni og vél- búnaði. Þannig leggjum við okkar af mörkum til framfara og aukinnar samkeppnishæfni íslensks landbún- aðar,“ segir Finnbogi og er bjartsýnn fyrir hönd bænda. Hann segir greinilegt að fjár- festingar í landbúnaði séu að aukast þrátt fyrir að víða tefji seinagangur banka og fjármögnunarfyrirtækja við endurútreikninga fyrir, að ógleymdu erfiðu veðurfari undanfarin misseri. „það er með ólíkindum æðruleysið og dugnaðurinn sem bændur í þeim sveitum sem illa hafa farið út úr erf- iðri veðráttu í vetur hafa sínt í sinni baráttu“. Mikil tækifæri í landbúnaði „Íslenskur landbúnaður hefur á stuttum tíma breyst úr atvinnugrein í samdrætti í atvinnugrein í hægum og jöfnum vexti. Það er því engin þörf á að vera með minnimáttarkennd yfir að tilheyra þessari atvinnugrein, þvert á móti eiga menn að vera stoltir af að taka þátt í þessari þróun. Tækifærin eru fyrir hendi í landbúnaðinum. Nú er það okkar allra að sýna kjark og útsjónarsemi til að unnt verði að breyta tækifærunum í arðsama fram- leiðslu sem mun stuðla að nýju skeiði uppbyggingar í sveitum landsins.“ Möguleikar íslensks landbúnaðar séu miklir en sem dæmi nefnir hann mikla fjölgun erlendra ferðamanna sem hingað koma árlega, en fjölgun upp á um 150 þúsund manns á ári eykur árlega heildarneyslu íslenskra matvæla verulega. „Nú þurfum við að móta stefnu innan landbúnaðarins um hvernig við ætlum að mæta þessum tækifærum á komandi árum þannig að uppbygginginn verði markviss og sem hagkvæmust,“ sagði Finnbogi að lokum. /MÞÞ Jötunn Vélar hefur opnað verslun á Akureyri. Starfsmennirnir eru þrír talsins í fyrstu og standa vonir til að þeim muni fjölga samhliða auknum umsvifum. Frá vinstri: Finnbogi Magnússon framkvæmdastjóri, Valbjörn Ó. Þorsteins- son, Eiður Jónsson og Hrafn Hrafnsson verslunarstjóri. Mynd / MÞÞ Skoðanakönnun í Flóahreppi: 60% vilja að leikskólinn verði áfram í Þingborg Alls 204 kjósendur í Flóahreppi, eða 60%, vilja að framtíðarstaðsetning leikskólans Krakkaborgar í Flóahreppi verði í Þingborg en 127 kjósendur, eða 37%, að hann verði í Flóaskóla. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem fram fór samhliða kosningum til Alþingis laugardaginn 27. apríl. Skoðanakönnnunin fór fram í framhaldi af íbúafundi sem haldinn var 18. apríl síðastliðinn. Fundurinn var vel sóttur og margir sem tóku til máls og tjáðu sig um málið. Í kosningunum tóku alls 339 af 457 manns sem á kjörskrá voru þátt í skoðanakönnuninni eða 74% kjósenda. Sjö seðlar voru auðir og einn ógildur. /MHH 45.000 sunnlenskar ljósmyndir á nýjum vef Héraðsskjalasafn Árnesinga hefur opnað myndavefinn www. myndasetur.is sem inniheldur um 45.000 ljósmyndir, bæði skráðar og óskráðar myndir í vörslu héraðs- skjalasafnsins. Megintilgangur vefsins er að gera ljósmyndasöfn sem afhent hafa verið á héraðsskjalasafnið aðgengileg almenningi, fræðimönnum og öllum þeim sem áhuga hafa á ljósmyndum. Skráning ljósmyndanna er sam- vinnuverkefni starfsmanna héraðs- skjalasafnsins og almennings. Því er mikilvægt að allir sem þekkja fólk eða viðburði sem festir hafa verið á filmu og eru á myndasetur.is hafi samband við starfsmenn safnsins. Vefurinn var formlega opnaður á Vori í Árborg. /MHH Á myndinni má hins vegar sjá þegar Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra Másson, forstöðumaður héraðsskjalasafnsins, Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs Árborgar, og Ásta Stefánsdóttir bæjarstjóri. Mynd / MHH Sauðburður tók hraustlega við sér norðan heiða eftir 10. maí , að sögn Þórarins Inga Péturssonar, formanns Landssambands sauðfjárbænda og bónda á Grýtubakka í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi. Allt hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig enn sem komið er þrátt fyrir kalt vor. Ólafur G. Vagnsson ráðunautur segir að aðstæður í fjárhúsum skipti mestu þegar vorið er kalt, þ.e. að nægt húspláss sé fyrir hendi, en þar sem enn er snjór yfir öllu hefur fé ekki verið hleypt út enn. „Þetta er fyrst og fremst ofboðslega vinna og mikið álag á þá bændur þar sem ekki er hægt að hleypa fé út,“ segir hann, en mestur er snjórinn í Svarfaðardal, frammi í dölum í Hörgár- og Öxnadal og almennt við utanverðan Eyjafjörð. Í Eyjafjarðarsveit hefur snjó hins vegar víðast tekið upp. Löng húsvist eykur álagið „Það skiptir öllu að geta hleypt lambfé út, löng húsvist getur aukið hættu á sjúkdómum og vanhöld,“ segir Ólafur, en stálpuð lömb, hálfs mánaðar gömul eða svo, þurfa að komast út í hreina loftið og hreyfa sig. Hætti er á að þau gangi hart að móður sinni í langri húsvist, sem aftur getur haft þau áhrif að kindur sárni á spena og fá jafnvel júgurbólgu. „Ég held þetta hafi enn sem komið er sloppið vel til, en vissulega væri gott að fá örlítið meiri hlýindi þannig að hægt sé að hleypa út. Það skiptir bændur líka gríðarlega miklu máli, að hafa allt fé á húsi stóreykur alla þeirra vinnu,“ segir Ólafur. Girðingar enn víða undir snjó Þórarinn segir að víða séu girðingar enn undir snjó á ákveðnum svæðum norðanlands og mikið verkefni sé fram undan fyrir bændur þegar snjóa leysi og þær komi undan. „Víða er staðan þannig að ekki er hægt að hleypa ánum út því girðingar eru að stórum hluta enn undir snjó og það er auðvitað bagalegt,“ segir hann, en eitthvað er um að kindur hafi verið settar út í réttir eða gerði heima við bæi. „Bændur bera sig bara vel þrátt fyrir þetta, en auðvitað þykir okkur algjör óþarfi að fá yfir okkur eina gusu enn af skítaveðri,“ segir hann. Eftir ágætis veður um hvítasunnuhelgina er útlit fyrir kuldatíð nú í vikunni, sem Þórarinn segir reyndar að eigi að standa stutt, „sem betur fer“. /MÞÞ Sauðburður víðast hvar langt kominn Kindurnar hans Þórarins Inga Péturssonar á Grýtubakka bíða óþreyjufullar eftir að hann komi tuggunni til þeirra. Kind í keisaraskurð í fjárhúsinu „Hún er bara spræk og fór strax út á tún,“ segir Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grýtubakka í Höfðahverfi og formaður Landssambands sauðfjárbænda, en í liðinni viku gerði Gestur Páll Júlíusson dýralæknir sér lítið fyrir og framkvæmdi keisaraskurð á einni ánni í fjárhúsum hans. Gestur Páll var staddur á Grýtubakka vegna annars tilfellis, „en hann fór bara strax í þetta verk, setti upp skurðstofu hér í fjárhúsinu, við skelltum plötum upp á garðann og vippuðum kindinni upp á,“ segir Þórarinn. Skurðurinn gekk vel og náðist lambið lifandi úr ánni, en báðum heilsast ljómandi vel. Keisaraskurðir eru af og til framkvæmdir hjá ám, en ekki oft. Það þykir hins vegar nokkrum tíðindum sæta þegar þeir eru gerðir á staðnum eins og gerðist í fjárhúsunum á Grýtubakka. Þórarinn segir um að gera að nýta sér þjónustu dýralækna, enda meiri möguleiki á að skepnurnar lifi komi eitthvað upp á. „Það er nú ekki mikið að splæsa í einn til tvo keisaraskurði í törn sem þessari,“ segir hann, en á milli 800 og 900 kindur bera á Grýtubakka þetta vorið. /MÞÞ Ærin klár fyrir keisaraskurðinn og Baldur Stefánsson heldur henni. Leitað að lambinu. Myndir / Þórarinn Ingi Pétursson. Lambið tekið úr, en því heilsast vel sem og móðurinni. Sprækar lambær í gerði heima á Grýtubakka.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.