Bændablaðið - 23.05.2013, Qupperneq 18

Bændablaðið - 23.05.2013, Qupperneq 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 Ferðafélagið Fjörðungur á þrjá skála á Gjögraskaga: Aðsókn í skálana fer ört vaxandi Bókanir í skála Ferðafélagsins Fjörðungs á Gjögraskaga hafa farið hægt vaxandi á undanförnum misserum en nú í ár má segja að hafi orðið sprenging; helmingi fleiri hafa bókað gistingu í skálunum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Skálarnir sem um ræðir eru að Látrum, í Keflavík og á Þönglabakka. Tvöfalt fleiri á ferðinni en í fyrra Anna Bára Bergvinsdóttir, bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi, er formaður Ferðafélagsins Fjörðungs. Hún segir að aukin ásókn skíðafólks sé helsta ástæða þess að nýting skálanna sé eins góð og raun beri vitni. Skálarnir voru á árum áður skipbrotsmannaskýli sem hreppurinn fékk afhent til eignar en félagið var svo endurreist í kjölfar þess og stóð að uppbyggingu skálanna. Mikil vinna hefur verið lögð í endurbætur við húsin að Þönglabakka og í Keflavík og einnig voru byggðir við þau myndarlegir sólpallar. Að Látrum var reist nýtt og glæsilegt hús alveg frá grunni og við það er góður pallur. Frá því félagið hóf að reka skálana hafa bókanir farið hægt vaxandi þangað til nú að þær eru nær 500, sem eru tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. „Það sem mestu skiptir er að fjallaskíðamennska er að sækja mjög í sig veðrið, hingað kemur í auknum mæli fólk sem stundar slíka skíðamennsku og það er að verða til öflug fjallaskíðamennska í utanverðum Eyjafirði, bæði austan og vestan megin,“ segir Anna Bára, en skíðafólkið er gjarnan á ferðinni síðla vetrar eða snemma vors. Jafnan mikil umferð að sumarlagi Ferðafélagið Fjörðungur var endur- reist árið 2006 og var í kjölfarið hafist handa við endurbætur á skálunum tveimur í Fjörðum, að Þönglabakka og í Keflavík. „Við gerðum pall í kringum skálann á Keflavík og það stækkar hann heil- mikið, en það er mikið verk enn eftir óunnið þar og bíður næstu ára,“ segir Anna Bára. Verulegar endurbætur voru hins vegar gerðar á skálanum í Þönglabakka. Þá var gamalt skýli að Látrum rifið og þess í stað reistur nýr og glæsilegur skáli með góðum palli. Anna Bára segir að jafnan sé mikið um ferðafólk á svæðinu að sumrinu og það sé afar vinsælt til gönguferða, enda kjósi fleiri að verja hluta af sumarleyfi sínu úti í náttúru landsins. „Það er langt síðan fólk uppgötvaði hversu gríðarlega fallegt þetta svæði er og kjörið til göngu- ferða. Straumurinn hefur vaxið ár frá ári,“ segir hún. Skálarnir eru því vel nýttir yfir hásumarið. Þá hafa þeir verið notaðir á haustin í tengslum við göngur en verið svo til ónotaðir að vetrinum þar til nú hin síðari ár. Hluti af töfraljóma svæðisins að fara sjóleiðina „Eftirspurn eftir gistingu í skálunum hefur aukist, sérstaklega síðastliðin tvö ár, en nú það sem af er þessu ári sjáum við umtalsverða aukningu og um það bil helmingi fleiri hafa gist í skálunum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Það er auðvi- tað ánægjulegt,“ segir Anna Bára, en félagið hefur ekki auglýst neitt, „þetta spyrst bara út og afspurnin er greinilega góð,“ segir hún. „Fólk sem hingað hefur komið hefur verið mjög ánægt. Það þykir t.d. svolítið sér- stakt að á Látrum háttar þannig til að menn ganga upp á fjall og renna sér niður á móts við ólgandi hafið. Það er sérlega glæsilegt og þykir frekar sér- stakt, menn eru alveg himinlifandi og eiginlega bara dolfallnir yfir þessu,“ segir hún. Aðgengi að svæðinu er svo sérkapítuli, en farið er sjóleiðina á staðinn og er það hluti af töfraljóm- anum yfir svæðinu. Ánægð með hversu vel gengur Íslendingar eru í meirihluta ferða- fólks en Anna Bára segir að erlendum ferðamönnum fari þó fjölgandi. Félagið fær lítilsháttar tekjur vegna gistigjalds og segir hún að þær fari í viðhald, enda alltaf hægt að laga og bæta. „Það eru alltaf næg verkefni fyrir hendi,“ segir hún. „Við erum mjög ánægð með hversu vel gengur, að aðsókn fari vaxandi og eins er félagið öflugt og hefur á að skipa góðu og hæfileikaríku fólki.“ Anna Bára segir að vel gangi að afla styrkja til verkefna sem fyrir liggi og fyrir það séu félagsmenn þakklátir. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.