Bændablaðið - 23.05.2013, Qupperneq 22

Bændablaðið - 23.05.2013, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 Það verður ekki vöntun á ferskum fiski eða kjöti í Borgarnesi á næstunni eftir að sælkeraverslunin Ship O Hoj var opnuð þar 11. apríl síðastliðinn. Í versluninni er boðið upp á nýjan fisk daglega og ferskar kjötvörur í miklu úrvali. Borgnesingar og nærsveitafólk hafa tekið nýrri verslun fagnandi enda nokkuð um liðið síðan síðast var rekin fiskbúð í bænum. Þá er ljóst að ferðafólk og sumarhúsa eigendur í Borgarfirði geta nú treyst á að fá lostæti á grillið í sumar. Það eru hjónin Guðveig Eyglóardóttir og Vigfús Friðriksson sem reka Ship O Hoj en aðaleigendur verslunarinnar eru Guðrún Hildur Jóhannsdóttir og Gunnar Örlygsson maður hennar. Þær Guðveig og Guðrún eru æskuvinkonur úr Borgarnesi en Guðveig er af svonefndri Egilsætt, miklu ættarveldi í bænum. Vigfús er bóndasonur austan úr Fljótsdal, frá Valþjófsstöðum, en þau hjón ráku þar sauðfjárbú um skeið. Þau eru bæði hokin af reynslu í matvæla- og veitingageiranum en Guðveig rak meðal annars hinn rómaða veitingastað Halastjörnuna í Öxnadal um tíma og hefur lengst af sínum starfsaldri starfað við matseld og ferðaþjónustu. Vigfús vann um skeið í kjötborði Melabúðarinnar í Reykjavík og hefur síðustu ár unnið við kjöt- og mjólkurvinnslu á Akureyri þar sem þau hjón voru búsett undanfarin ár. Aðsókn í hádegismat Auk þess að bjóða upp á allra handa ferskan fisk og kjöt ásamt tilbúnum réttum bjóða þau hjón upp á hádegisverð alla daga. Blaðamaður Bændablaðsins kom einmitt við í versluninni á dögunum og snæddi þar marineraða keilu sem bragðaðist afar vel. Talverður erill var í hádegismatnum og höfðu gestir það að orði að til mikils sóma væri að geta komið og sest niður í hollari mat en boðið væri upp á víða á skyndibitastöðum bæjarins. Að sögn Guðveigar hefur verið mikil aðsókn í hádegisverðinn allt frá opnun. Guðveig segir að móttökurnar eftir opnun hafi verið gríðarlega góðar. „Okkur hefur verið tekið alveg ákaflega vel af heimafólki sem hvetur okkur auðvitað til allra dáða. Hér hefur fjöldi fólks komið og þakkað okkur fyrir framtakið og augljóst að fólki hefur verið farið að lengja eftir að geta keypt ferskan fisk í Borgarnesi.“ Guðveig bendir jafnframt á að alltaf sé hægt að hafa samband við verslunina og biðja um sérpantanir sem þau reyni að bjarga ef mögulega er hægt. Bjóða bæði nýstárlegt og hefðbundið Vigfús tekur undir þetta og segir að það sé sérstaklega skemmtilegt að geta boðið fólki upp á fisk sem ekki er algengur á borðum fólks. „Það er skemmtilegt hvað fólk er nýjungagjarnt og tilbúið að prófa ýmislegt. Það er samt ekki síður mikilvægt að bjóða upp á hefðbundinn fisk í venjulegan hversdagsmat. Sem dæmi um það er sú vara sem við höfum selt mest af frá opnun nætursaltaðar gellur.“ Þau Guðveig og Vigfús stefna að því að hafa sem mest til sölu af vörum úr héraði en einnig beint frá bændum um allt land. „Það er að hafa við okkur samband fólk víða að sem hefur áhuga á að selja sína vöru í Ship O Hoj. Við erum að fá villtan silung í sölu, kálfakjöt frá Stakkhamri og ýmislegt annað er á döfinni. Við stefnum líka að því að hafa mikið úrval af kjöti og fiski á grillið í sumar,“ segir Vigfús og lofar áframhaldandi nýjungum. /fr Gott sultuúrval er í ljómalind. FR U M - w w w .f ru m .is FR U M - w w w .f ru m .is FYRIRLIGGJANDI Á LAGER: Diskasláttuvélar .......................... Verð frá kr. 759.000+vsk Heyþyrlur .................................... Verð frá kr. 728.000+vsk Stjörnumúgavélar ...................... Verð frá kr. 515.000+vsk – Kuhn/gæði í gegn – Eigum CLAAS heyvinnutæki á lager Kynnið ykkur málið hjá sölumönnum okkar. CLAAS þegar gæði og framúrskarandi hönnun eru sett ofar öðru! Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Óseyri 2 600 Akureyri VERKIN TALA Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Óseyri 2 600 Akureyri VERKIN TALA Eigum óráðstafað örfáum Kverneland Accord 2ja poka áburðardreifurum á hagstæðu verði. Mv. gengi € 159 kr. Við viljum minna á viðgerðarþjónustuna okkar á Akureyri. Þar höfum við á að skipa miklum reynslubolta í véla- og tækjaviðgerðum, Hermanni Hafþórssyni. Hermann er með starfsaðstöðu á Óseyri 2, en hann er líka færanlegur og vílar ekki fyrir sig að skreppa í Húnavatnssýsluna eða austur á firði ef ef svo ber undir. Hafið samband við Hermann í síma 8 400 826 Einnig er hægt að bóka hann í síma 580 8200 Sælkeraverslunin Ship O Hoj opnuð í Borgarnesi Guðveig Lind Eyglóardóttir mundar Sveitamarkaðurinn Ljómalind – tólf konur af Vesturlandi taka höndum saman Síðastliðinn föstudag var sveitamarkaðurinn Ljómalind opnaður í Borgarnesi, en félags- skapur matar- og handverksfólks á Vesturlandi stendur að framtakinu. Fyrir síðustu jól starfrækti þessi félagsskapur sams konar markað í Borgarnesi og vegna velgengni hans var ákveðið að taka nú upp þráðinn með aðeins breyttu sniði. Að sögn Hönnu Kjartansdóttur, frá Mýranauti sem selur ungnautakjöt á markaðnum, halda fimm konur áfram af þeim tíu sem voru með fyrir jól – og svo bætast aðrar sjö við. „Við fengum tilboð um gott húsnæði á góðum kjörum og svo fengum við styrk frá Vaxtasamningi Vesturlands. Vöruframboð verður mjög fjölbreytt; bæði af matvöru og handverki.“ Hópurinn samanstendur af eftirtöldum konum og eru vörur þeirra hafðar í sviga: Anna Dröfn Kvíaholti (brjóstsykur), Anna Lísa Sleggjulæk (þæfðar prjónavörur), Agnes Hundastapa (sultur), Hanna Sigga Leirulæk (Mýranaut, Ungnautakjöt), Stella Dögg Jaðri (sumarblóm, tækifæriskort), Kristjana Sólbyrgi (grænmeti, kryddjurtir), Rósa Hlín Borgarnesi (smyrsl, hekluð teppi og skartgripir) Sigga Hrund Borgarnesi (prjónaðir klútar, kertakrukkur, vasar), Steinunn Borgarnesi (lopapeysur, sokkar og vetlingar), Dóra Líndal Vestri- Leirárgörðum (þæfðar töskur, ýmsar prjónavörur), Helga Erpsstöðum (ís, skyr, rjómi, skyrkonfekt og ostar) og Sigrún Ferjubakka (peysur og vesti úr kanínuull og ull). Hanna segir að þetta sé þó ekki tæmandi listi um vöruúrval. Einnig munu þær bjóða upp á þann mögu- leika að taka vörur í umboðssölu. Nú þegar séu þær komnar með ullarslár og púða úr leðri og roði. Ljómalind er til húsa að Sólbakka 2 og hefur húsnæðið verið innréttað í stíl við starfsemina; veggirnir klæddir viði úr Skorradal og borðplöturnar prýða úrklippur úr Bændablaðinu og Skessuhorni. Markaðurinn verður opinn um helgar í maí en svo alla daga eftir 1. júní. /smh

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.