Bændablaðið - 23.05.2013, Síða 36

Bændablaðið - 23.05.2013, Síða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 Mikill áhugi virðist vera nú um stundir meðal helstu afurða- stöðvanna í heiminum í bæði mjólkur- og kjötvinnslu á hinum indverska markaði, en Indland er eitt af þeim löndum heimsins sem eru í hvað mestum vexti. Þar hefur markaðurinn fyrir landbúnaðarvörur vaxið verulega á undanförnum árum en skýringin felst í bæði bættum efnahag og mikilli árlegri fjölgun Indverja, sem eru í dag um 1,1 milljarður. 30-falt stærra en Ísland Indland er alls 3,3 milljónir ferkílómetra, eða um 30-falt stærra en Ísland, og sé horft til landbúnaðarlandsins nemur ræktað land 1,4 milljónum ferkílómetra. Þar sem mögulegt er að fá uppskeru tvisvar af sumum ökrum nýtast þessir 1,4 milljón ferkílómetrar í raun sem 1,9 milljón ferkílómetrar, þ.e. 37,3% landsvæðisins bera tvöfalda uppskeru! Erfitt veðurfar Á Indlandi er dæmigert monsúnveðurfar og skiptir veðurfarið að sjálfsögðu miklu máli fyrir þarlendan landbúnað. Á sumrin getur úrkoman verið í kringum 2.000 mm sem þá fellur á þremur mánuðum en mest getur þó úrkoman farið í um 10.000 mm við Himalajafjöllin. Á veturna blása vetrarmonsúnvindar og þá rignir nær ekkert. Getur svo verið svo mánuðum skiptir en jafnhliða um 20 gráðu hiti. Vegna þessa þarf að vökva akra mjög víða, en um þriðjungur allrar uppskeru landsins er vökvaður. Áhugaverður landbúnaður Indverskur landbúnaður snýst mikið til um akuryrkju og er landið t.d. framarlega í framleiðslu á hrís grjónum, hveiti, repju, maís, sykurreyr, kartöflum og bómull. Í raun má skipta landbúnaðarárinu upp í tvö tímabil; vetur og sumar. Á sumrin uppskera bændurnir m.a. hrísgrjón, bómull og sykurreyr en á veturna hefðbundið korn þ.e. hveiti, maís og repju svo eitthvað sé nefnt. Þó svo að uppskerutölur af hverjum hektara séu ekki miklar miðað við það sem þekkist t.d. í Evrópu eru svo margir hektarar undir að uppskerutölurnar á landsvísu eru afar stórar. Þannig nam t.d. uppskeran á hveiti uppskeruárið 2011/2012 81 milljón tonna, 89 milljónum tonna af hrísgrjónum og 342 milljónum tonna af sykurreyr. Þegar horft er til uppskeru af hektaranum skilaði hver þeirra þó ekki nema 2,8 tonnum af hveiti og 2,1 tonni af hrísgrjónum. Indverskir bændur eru einnig stærstu framleiðendur heims á telaufi og fer sú framleiðsla að mestu fram á vesturhluta Indlandsskaga. Ræktun og framleiðsla á telaufi er væntanlega frekar óþekktur Utan úr heimi Þar eru kýrnar heilagar Mörghundruð þýsk kúabú urðu að stöðva afhendingu á mjólk fyrr á þessu ári vegna hættu á að mygla í fóðri hefði gert hana ónothæfa. Eitrið aflatoxin fannst í Þýskalandi í 45 þúsund tonna sendingu af fóðurmaís frá Serbíu, en af því voru 10 þúsund tonn gefin svínum, kúm og alifuglum. Yfirvöld upplýstu að tífalt meira af myglueitri hefði fundist í fóðrinu en viðmið leyfðu. Þau hafa gagnrýnt fóðuriðnaðinn fyrir að hafa ekki framfylgt fyrirmælum um eftirlit þó að vitað væri um mygluvandamál í maís frá Serbíu. Greint var frá þessu í Lands- bygdens Folk fyrir skömmui. Þar kemur fram að bæði heilbrigðis- og landbúnaðarráðuneytið í Serbíu hafi lýst því yfir að mjólkin upp- fyllti allar neyslukröfur, bæði sem fæða fyrir börn og fullorðna. Landbúnaðarráðherrann, Goran Knezevic, drakk m.a. mjólk í beinni sjónvarpsútsendingu á blaðamanna- fundi. Stjórnvöld hækkuðu í kjölfarið leyfilegt magn að aflatoxíni í neyslu- mjólk úr 0,05 míkrógrömmum í lítra í 0,5 míkrógrömm, jafnframt því sem þau upplýstu að það væru sömu gildi og notuð væru í Rússlandi, Indlandi og Búlgaríu. Fjölmiðlar gagnrýndu mjög þá ákvörðun. Serbía hefur sótt um aðild að ESB og sambandið hefur fallist á umsóknina en tímasetning á því hve- nær aðildarviðræður hefjast hefur ekki enn verið ákveðin. Þýtt og endursagt/ME Mygla í fóðri stöðvaði afhendingu mjólkur frá þýskum kúabúum Ræktunarland víða um heim safnast á sífellt færri hendur Það eru ekki aðeins þróunarlönd sem missa yfirráð yfir ræktunar- landi sínu. Stórfyrirtæki, fjármála menn og alþjóðlegir sjóðir eru einnig stórkaupendur á jarð næði víða um heim. Samþjöppun eignarréttar á landi fer hraðvaxandi, segir í hollenskri rannsóknar skýrslu sem greint var frá í Landsbygdens Folk 26. apríl síðastliðinn. „Landrán“ (e. land grabbing) er skilgreint sem endurvakin nýlendustefna. Ríkisstjórnir og fyrirtæki í efnuðum löndum kaupa nú ræktunarland í stórum stíl, einkum í þróunarlöndum. En landrán á sér einnig stað í Evrópu. Frá því er greint í skýrslu frá hollensku stofnuninni Transnational Institute, sem hefur safnað upplýsingum um félagslegt óréttlæti um víða veröld. Eignar- og umráðaréttur á jarðnæði safnast á sífellt færri hendur víða um heim, segir í skýrslunni. Fjöldi bújarða með yfir 100 ha af ræktunarlandi er um 3% af 12 milljón bújörðum í Evrópu. Þessar jarðir ráða hins vegar yfir helmingi alls ræktunarlands í álfunni. Að sögn s k ý r s l u - höfunda er þessi skipting farin að minna á Brasilíu, Filippseyjar og Kólumbíu, þar sem ójöfn skipting ræktunarlands hefur leitt til óteljandi árekstra og átaka íbúanna. Sem dæmi um þróunina í Þýskalandi hefur bújörðum undir 100 ha að stærð fækkað verulega á sama tíma og stóru jörðunum fjölgar. Nú eru 11,7% þýskra bújarða yfir 100 ha að stærð og þær ráða yfir um 55,9% af ræktunarlandinu. Í Andalúsíu á Spáni hefur bújörðum fækkað um 2/3 hluta frá árinu 2007 og árið 2010 áttu 2% landeigenda þar um helming af akurlendinu. Auk þessarar samþjöppunar eiga sér stað hljóðlát kaup á ræktunarlandi í Austur-Evrópu. Kínversk fyrirtæki rækta maís í Búlgaríu og stórfyrirtæki, skráð í Mið-Austurlöndum, rækta korn í stórum stíl í Rúmeníu. Þessi landakaup hækka söluverð á jarðnæði og hrekja óbreytta bændur úr stéttinni. Samþjöppunin er einnig áberandi utan ESB. Í Úkraínu ráða 10 stærstu fyrirtækin í landbúnaði yfir um 2,8 milljón hektörum lands. Landbúnaðarstefna ESB gagnrýnd Samkvæmt áðurnefndri skýrslu hvetur land búnaðar stefna ESB, (CAP) til sam- þ j ö p p u n a r á eignar- aðild að ræktunar- landi, og þar með k e m u r s í vax- a n d i h l u t i styrkja til land- búnaðar ins í hlut stór- býlanna. Árið 2009 fengu 0,29% ítalskra bújarða 18% af land búnaðar styrkjum sambandsins. Á Spáni skiptu 16% jarðeigandanna með sér 75% styrkjanna. Að áliti skýrsluhöfunda er aðgangur að ræktunarlandi forsenda þess að lönd Evrópu séu sjálfum sér næg um fæðu. Landbúnaðarstefna Evrópu í framtíðinni verður að efla stuðning við smábýli, segir í lokaorðum skýrslunnar. Höfundar hennar telja að ræktunarland eigi að vera í eigu bænda sem nýti það sjálfir á félagslegum og vistfræðilegum grunni. Ríkisvaldið verður sjálft að hafa yfirumsjón með ráðstöfun þess en ekki fela markaðnum það sem verslunarvöru. Skýrslan er unnin í samstarfi við alþjóðlegu smábændasamtökin Via Campesina, sem standa vörð um umráðarétt bænda yfir jörðum sínum og sjálfbæran landbúnað. Eitt af baráttumálun samtakanna er svokallað matarsjálfstæði (n. matsuverenitet), þ.e. óskoraður réttur hvers bónda til að framleiða mat á jörð sinni. Þýtt og endursagt/ ME Frétt úr Hindustan Times um ásælni Indverja í ræktarland í Afríku. Táknrænt listaverk úr sandi um ásælni þjóða eins og Kínverja í land til matvælaframleiðslu. Kýr njóta ómældrar virðingar á Indlandi og þar verður umferðin að gjöra svo vel að víkja ef kýrnar vilja leggja sig á akvegina. Algeng sjón á Indlandi. Það eru greinilega ekki bara kýrnar sem njóta virðingar á Indlandi. Hér er meira að segja verið að fóðra rottur á mjólk. Alltaf er sopinn góður. Með sölu á mjólk frá Danmörku eða jafnvel frá Íslandi til Indlands ættu hjólreiðamenn ekki að þurfa að

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.