Bændablaðið - 23.05.2013, Síða 42

Bændablaðið - 23.05.2013, Síða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 Lesendabás Umhverfisvaktin við Hvalfjörð fagnar því að Faxaflóahafnir skuli hafa látið skoða mengunar álag frá iðjuverum á Grundartanga og vöktun umhverfisins, enda hefur Umhverfisvaktin ítrekað bent á hættumerki og leitað eftir viðræðum við Umhverfisstofnun, Faxaflóahafnir og iðjuverin á Grundartanga um umhverfis- málin í Hvalfirði. Faxaflóahafnir sem eru landeigandi á Grundartanga áttuðu sig á að staða mengunar frá svæðinu og eftirlit með henni væru ekki hafin yfir vafa og réðu þrjá sérfræðinga til að fara yfir gögn um málið og skila skýrslu. Vandinn er sá að sérfræðingunum, höfundum hinnar nýútkomnu skýrslu, var þröngur stakkur skorinn í verkefninu og þeir tóku ýmsum forsendum mengunarmarka og umhverfisvöktunar sem gefnum þó þær séu það ekki. Umhverfisvaktin telur að skýrsla Faxaflóahafna geti verið fyrsta skref í stóru verkefni. Næsta skref sé að fara rækilega ofan í saumana á möguleikum hefðbundins búskapar í nágrenni stóriðjunnar í Hvalfirði, þar sem sérstaða og verðmæti íslensks búfjár verða í brennidepli. Rannsaka þarf hvort íslenskt búfé þolir í raun og veru það sem því er ætlað af flúori og brennisteini í grasi og heyi, en stuðst hefur verið við ágiskanir um þolmörk dýranna ár eftir ár. Rannsaka þarf grunngildi eiturefnanna í íslensku sauðfé, nautgripum og hrossum og finna út skaðsemismörk hverrar tegundar búfjár fyrir sig út frá dýraverndunarsjónarmiði og notkun dýranna. Vöktun búfjár Höfundar skýrslu Faxaflóahafna byggja niðurstöður sínar varðandi búfé að mestu á vöktunarskýrslu iðjuveranna fyrir árið 2011. Skýrslur iðjuveranna um umhverfisvöktun hafa verið deiluefni, ekki vegna þess að aðilar sem sjá um mælingar séu tortryggðir, heldur vegna utanumhalds iðjuveranna og vegna ákveðinnar tregðu þeirra til að mæla nokkra grundvallarþætti svo sem flúor í beinum langlífra grasbíta og flúor í heysýnum árlega, svo nokkuð sé nefnt. Iðjuverin hafa einungis samþykkt að greiða fyrir flúor- mælingar í beinum sauðfjár. Niður stöður mælinganna kveikja viðvörunar ljós hjá skýrslu- höfundum. Árið 2011 mældist meðal styrkur flúors í kjálka beinum fullorðins fjár yfir mörkum þar sem talin er hætta á tannskemmdum (hjá dádýrum) á sjö vöktunarbæjum af tólf, þ.e. á bilinu 1.000- 2.000 ppm. Hæsti styrkur flúors mældist 2.726 ppm í 6 vetra kind. Þegar kindarhaus er sendur til skoðunar á Keldur fylgja honum hvorki upplýsingar um heilsufar kindarinnar né fleiri sýni úr henni. Einungis er vitað að það þurfti að fella kindina, í þessu tilviki sex vetra gamla. Flúormæling kjálkabeina gefur vitneskju um upphleðslu flúors í beinum hennar en um líðan kindarinnar eða hversu góð hún var til manneldis er ekki vitað. Spyrja má hvort unnt sé að áætla skaðsemi flúors fyrir sauðfé á Íslandi einungis út frá mælingum á tönnum og beinum. Jafnframt er það álitamál að nota tuttugu ára gamla rannsókn á norskum dádýrum til að álykta um hugsanlegan skaða á kindum og öðru búfé á Íslandi. Umhverfisstofnun hefur samþykkt að norska rannsóknin sé heimfærð á íslenskan bú pening. Ekki er að sjá að þessar sérkennilegu forsendur hafi ýtt við höfundum skýrslunnar. Sömuleiðis má spyrja hvort rétt sé að nota evrópskan staðal um leyfilegt magn flúors í grasi og heyi án nokkurra undangenginna rannsókna um þolmörk og skað- semi flúors fyrir hérlend húsdýr. Skýrsluhöfundar gera hvorki athugasemdir við þetta né skort á vöktun á heyi. Þeir líta einnig framhjá því að afleiðingar mengunar slyss í Norðuráli í ágúst 2006 voru ekki rannsakaðar. Þeir gera ekki athugasemdir við að flúor sé ekki vaktað utan þynningar- svæðis yfir vetrartímann, þegar útigangshross eru á beit. Á þeim tíma slaknar á viðmiðum um losun flúors frá Norðuráli samkvæmt starfsleyfi. Athygli skýrsluhöfunda beinist ekki nægjanlega mikið að því að dreifing mengunar er ekki vel þekkt utan þynningarsvæðis eins og hefur sýnt sig á háum gildum flúors fjarri Grundartanga. Hér hafa nokkur atriði verið talin upp og vonandi ýta þau við einhverjum. Húsdýrin eru ekki aðskotahlutir í náttúrunni. Þau hafa verið hér frá landnámi og gert þjóðinni mögulegt að komast af. Þau eru stolt hvers bónda og allrar þjóðarinnar og þau eiga rétt á hreinu umhverfi. Því má aldrei gleyma. Viðbragsáætlun Höfundar skýrslunnar benda á möguleika þess að koma upp viðbragsáætlun fari útsleppi mengandi efna úr böndunum. Umhverfisvaktin fagnar ábendingunni enda hefur viðbragðsáætlun vegna mengunarslysa og það að íbúar geti fylgst með loftgæðum verið ein af tillögum hennar um úrbætur. Umhverfisvaktin bendir á að mál hefðu þróast á annan veg ef slík viðbragðsáætlun hefði verið fyrir hendi í ágúst 2006 en þá varð mengunarslys hjá Norðuráli sem íbúar vissu ekki um fyrr en mörgum mánuðum seinna og afleiðingar þess voru ekki rannsakaðar. Slíkt má ekki að endurtaka sig. Rannsóknir vantar Umhverfisvaktin við Hval fjörð hafnar þeirri niður stöðu skýrslu- höfunda að umhverfisvöktun sam kvæmt áætlun og fyrir mælum Umhverfis stofnunar gefi skýra mynd af mengun á svæðinu. Umhverfis vaktin hefur bent á að meðan mikil vægir þættir séu sniðgengnir í mengunar mælingum á vegum iðju veranna fáist ekki rétt mynd af stöðunni. Skortur sé á rannsóknum á grunn gildum, þoli og skaðsemis mörkum búfjár varðandi eiturefnið flúor. Vilji Faxaflóahafnir taka afstöðu með náttúru og lífríki ættu þær að þrýsta á Umhverfisstofnun að beita sér fyrir ítarlegum rann sóknum á þolmörkum búfjár sem þarf að sæta stöðugu flúorálagi yfir langan tíma, jafnvel alla ævi. Engar slíkar rannsóknir eru til á Íslandi. Umhverfisúttekt Faxaflóahafna vegna Grundartanga einkennist af þeim gögnum sem þegar hefur verið aflað og það takmarkar mjög gagnsemi hennar. Samanburður við erlend álver gerir íslensku búfé lítið gagn. Aftur á móti undirstrikar úttektin skort á rannsóknum sem hefði þurft að gera fyrir löngu. Hvalfirði 20. maí 2013 Umhverfisvaktin við Hvalfjörð Frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð: Umhverfisúttekt Faxaflóahafna og búskapur í Hvalfirði Vistrækt fyrir alla – áhugavert námskeið fyrir vistvæna ræktendur verður haldið í ágúst Hugtakið vistmenning eða vistrækt (e. Permaculture) hefur undan- farin ár komist inn í umræðu um sjálfbæra ræktun og lífsstíl. Í ágúst kemur hingað til lands virtur vistræktandi og kennari, Penny Livingston-Stark, og mun hún halda námskeið fyrir áhugasama núverandi og verðandi vistrækt- endur. Vistmenning eða vistrækt er til- raun til þýðingar á enska hugtakinu permaculture, sem á uppruna sinn í hugmyndafræði áströlsku nátt- úruunnendanna Bill Mollison og David Holmgren. Hugtakið felur í sér alhliða viðleitni til sjálfbærrar þróunar, hollustu við náttúruna og skilning á heildaráhrifum allra gjörða. Vistmenning er aðferðarfræði sem gerir öllum kleift að virða nátt- úrulegt umhverfi og nýta vistvænar aðferðir sem létta á umhverfis- vandamálum samtímans. Með hugmyndafræði vistmenningar til grundvallar getur hver sem er fram- leitt eigin matvæli, en hún felur venjulega í sér lífræna ræktun og búskap og á bæði við í þéttbýli sem og dreifbýli. Vistmenning byggir á þremur siðareglum: Að virða jörðina, láta sig samfélag sitt varða að takmarka ósjálfbæra neyslu og reyna eftir fremsta megni að endur- nýta það sem til fellur aftur inn í náttúruleg kerfi. Heildræn sýn Vistmenning er heildræn hönn- unarvísindi samofin náttúrulegum kerfum. Í því felst að fylgjast með náttúrunni og læra af henni, vinna með henni og lifa í sátt við náttúruleg vistkerfi. Verklegi þáttur vistmenn- ingar miðar að því að finna úrræði til að þróa og bæta umhverfið til lengri tíma í stað þess að ganga á þær auðlindir sem nærumhverfið býr yfir og byggir á. Náttúran vinnur á stórkostlegan hátt með endurnýtingu og fullnýt- ingu allra sinna hráefna. Náttúran er falleg samvinna þar sem líf- verur og náttúruöfl mynda hringrás efnaskipta. Ekkert er úrgangur eða sorp, allt hefur hlutverki að gegna. Afraksturinn kallast uppskera og hana geta lífverur fært sér í nyt. Engum blöðum er um það að fletta að skert matvælaöryggi er stærsta ógn við tilveru mannsins nú á dögum en talið er að um 870 milljónir manna lifi við stöðugt hungur vegna matvælaskorts. Miðað við eyðileggingu á náttúru- auðlindum og fæðuógn heimsins virðist maðurinn ekki hafa gengist við samvinnuverkefni náttúrunnar síðustu áratugina. Eitt stærsta inn- gripið er einhæf ræktun og verk- smiðjubúskapur. Fjölbreytt samrækt sem inni- heldur margs konar tegundir nytja- jurta er eitt af aðalsmerkjum vist- menningar. Hún er í raun andsvar við stórtækum og einhæfum iðn- aðarlandbúnað. Með samrækt má viðhalda fjölbreyttu kjörlendi og umhverfi, stuðla að vistfræðilegri virkni og náttúrulegri endurnýjun. Fjölbreyttir möguleikar á Íslandi Um allan heim eru starfrækt þorp og búgarðar sem byggja á hug- myndafræði vistmenningar. Einnig hefur hún sem vísindagrein ratað í háskóla og hægt er að nema hana báðum megin Atlandshafsins. Þá eru haldin námskeið og vinnufundir til að kynna og gefa innsýn inn í gagn- legar aðferðir við iðkun vistmenn- ingar. Hér á landi hefur hugmynda- fræðin ekki verið áberandi sem slík. Áhugasamir Íslendingar hafa verið iðnir við að sækja sér þekkingar víða um heim og eru í smáum stíl að aðlaga vist- menningu íslenskum forsendum, náttúruskilyrðum og samfélagi. Þannig voru á árunum 1997-1999 haldin vistmenningarnámsskeið þar sem Graham Bell var aðal- kennari og fleiri komu við sögu. Þá hefur Ólafur R. Dýrmundsson hjá Bændasamtökum Íslands vikið að vistmenningu í tengslum við leiðbeiningar um lífrænan búskap um tuttugu ára skeið. Möguleikarnir eru fjölmargir fyrir okkur, bæði náttúru og sam- félag. Við búum að tiltölulega ódýrum og hreinum orkuauð- lindum og veðurfarið býður upp á spennandi nálgun að vistmenningu. Við þurfum ekki að leita langt, í brjóstviti forfeðrana bjuggu aðferð- ir sem auðveldlega væri hægt að fella undir hugmyndafræði vist- menningar. Samfélagið er lítið, tengslin náin og sýna dæmin að sameiningakrafturinn er sterkur. Nú er vissulega kominn tími til að kenna hvernig vistmenning fellur best að íslenskum aðstæðum. Námsskeið og fræðsla í ágúst Það er því fagnaðarefni að nú í ágúst mun bandaríski vistræktandinn Penny Livingston-Stark halda eitt slíkt námsskeið hérlendis, dagana 16. – 18. ágúst. Gefst áhugasömum þar tækifæri til að kynna sér vist- menningu enn frekar. Penny Livingston-Stark hefur unnið á sviði vistræktar í 25 ár og hefur víðtæka reynslu sem bæði kennari og hönnuður og spannar sérhæfing hennar vítt svið: Samþætting landslags, söfnun regnvatns, skipulagning ætigarða, lyfjagarða og fjölærra garða, vatns- rækt, þróun búsvæða og samvinnu- búa, svo eitthvað sé nefnt. Þann 16. ágúst kl. 18-22 verður kynningarkvöld í Norræna húsinu. Þar mun Penny kynna hugmynda- fræðina á heildrænan hátt og með fjölbreyttri nálgun hennar við náttúru og samfélag. Í kjölfarið verður haldið helgarnámskeið þar sem m.a. verða kenndar gagnlegar aðferðir við vistmenningu í gróður- húsum og görðum. Áhugasamir geta skráð sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á netfangið permaculture@simnet.is. Guðrún Hulda Pálsdóttir Fjölbreytt samrækt sem inniheldur margs konar nytjajurtir er eitt af aðalsmerkjum vistmenningar. Hér má sjá vel skipulagt gróðurhús í anda vistmenningar. Í ágúst verður haldið námskeið þar sem hægt verður að kynnast grundvallarhugmyndum vistmenn- ingar auk þess sem kenndar verða gagnlegar aðferðir í gróðurhúsum og görðum.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.