Bændablaðið - 23.05.2013, Síða 44

Bændablaðið - 23.05.2013, Síða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. maí 2013 Á dögunum þegar ég skoðaði úrslit alþingis kosninganna sá ég mótorhjóla manninum til sárrar gremju að nú er enginn mótorhjóla- maður á þingi, Siv hætt, Árni Johnsen náði ekki kjöri og Bjarni Benediktsson búinn að selja hjólið sitt. Í staðinn voru komnir a.m.k. fjórir eigendur dráttarvéla. Þetta þýðir bara að ég verð að reyna að laga mig að breyttu umhverfi á Alþingi og skrifa meira um traktora. Fyrir nokkru sá ég auglýst að Vélaborg Landbúnaður hefði tekið við umboði fyrir Zetor. Ég renndi við, skoðaði sýningareintak af Zetor Proxima Power 120 sem er 117 hestöfl og fékk að taka smá „montrúnt“ á vélinni. Kúplingstakki er í gírstönginni og þarf því ekki að stíga á kúplinguna þegar skipt er um gír (þetta hefði verið gott að hafa á traktorunum þar sem ég var 10 ára lágvaxinn gutti í sveit og ég þurfti alltaf að renna mér úr sætinu til að kúpla). Útsýni er gott út úr vélinni en með moksturstækin í efstu stöðu þarf maður aðeins að halla sér fram til að sjá upp. Hægt er að vera með vélina bæði handskipta um þrjú þrep í hverjum gír eða að ýta á takka í mælaborðinu og láta vélbúnaðinn sjá um þrepin þrjú sjálfvirkt. Stýrið er hægt að hækka, lækka og halla fram og aftur. Mér fannst vélin fara ótrúlega hratt og í mælaborðinu sá ég að hraðinn var tæplega 40, en þar eru ýmsar stillingar, m.a. hraðamælir, glussarennslismælir, tímaklukka og fleira. Lítill hávaði Ég var hissa á hversu lítið heyrðist í vélinni inn í stýrishúsið, en þar hjálpar sennilega mest að pústið nær þokkalega upp fyrir húsið. Sæti með öryggisbelti er fyrir einn farþega og er góð miðstöð inni í vélinni með loftkælingu, sem ætti að koma sér vel á heitum heyskapardögum. Með innbyggða loftdælu Aftan á vélinni eru hefðbundin tæki, glussaúrtök ein sex, auka krókur sem er í góðri festingu. Ekki man ég eftir neinni annari dráttarvél en Zetor sem lengi hefur verið með innbyggða loftdælu til að pumpa í dekk, en slangan í hana er í verkfærakassanum inni í vélinni. Með fjögurra ára ábyrgð Það sem Zetor hefur fram yfir aðra er að á öllum vélbúnaði Zetor er fjögurra ára ábyrgð frá verksmiðju. Í spjalli við Magnús Sigurðsson, sölumann hjá VB Landbúnaði, sagði hann mér að fluttar hefðu verið inn tvær vélar af Zetor á sérstöku tilboðsverði og að önnur hefði selst strax. Zetor vélar eru fáanlegar í mörgum stærðum og er ódýrasta vélin frá 4.600.000, en vélin sem ég skoðaði kostar 8.490.000. Vilji menn ýtarlegri upplýsingar um Zetor vil ég benda á umboðið eða heimasíðu VB Landbúnaðar á vefslóðinni www.vbl. is. Í blaðaviðtali við einn af þessum fjórum „traktoraþingmönnum“ sem nefndir voru hér í byrjun las ég að viðkomandi væri ekki hrifinn af Zetor, en þingmaðurinn ætti að endurskoða þá afstöðu því Zetor er með fjögurra ára ábyrgð (út kjörtímabilið) en þingsætið er ekki tryggt að sama skapi í fjögur ár. hlj@bondi.is Vélabásinn Hjörtur L. Jónsson Zetor Proxima Power 120: Með fjögurra ára ábyrgð – út kjörtímabilið Zetor Proxima Power 120. Myndir / HLJ Loftdælan góða á sínum stað eins og venjulega í Zetor. Gormurinn í þrítenginu stoppar slátt á klöfunum, mæliglas sýnir magn glussa á forðabúri. Allar nauðsynlegar upplýsingar má sjá í mælaborði. Laugar landsins Sundlaugin í Þorlákshöfn Sundlaugin í Þorlákshöfn er hluti Íþróttamiðstöðvar Þorlákshafnar og stendur við Hafnarberg 41. Laugin var tekin í notkun árið 1981 en endurbyggð á árunum 2007 og 2008 og tekin að nýju í notkun fyrir unglingalandsmót UMFÍ þann 31. júlí 2008. Á útisvæði er 25 metra sundlaug, tveir heitir pottar, tvær rennibrautir og vaðlaug. Á innisvæði er stór innilaug sérhönnuð fyrir yngstu kynslóðina, hún er grunn, heit og með fullt af leiktækjum. Innilaugin hefur notið mikilla vinsælda sökum þess að hún er ævintýraland fyrir yngri kynslóðina. Einnig er hún mjög vinsæl hjá allra yngsta fólkinu sökum þess að hún er þægilega heit. Um 50 þúsund gestir sóttu laugina heim í fyrra. Sundlaugin í Þorlákshöfn er opin frá klukkan 07.00 til 21.00 á virkum dögum. Um helgar er laugin opin frá klukkan 10.00 til 18.00. Nánari upplýsingar má fá með því að hringja í síma 480-3890 eða með því að senda tölvupóst á ragnar@olfus.is.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.