Bændablaðið - 18.07.2013, Qupperneq 4

Bændablaðið - 18.07.2013, Qupperneq 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 20134 Fréttir Framfarafélag Borgfirðinga stóð fyrir sveitamarkaði í gömlu hlöðunni í Nesi í Reykholtsdal 13. júlí síðastliðinn og verður hann haldinn aftur 27. júlí. Aðgangur er að rafmagni og vatni og eru allir Borgfirðingar hvattir til að taka þátt. Áhugasamir um sölubás hafi samband við Hönnu Sjöfn í síma 858 2133 eða sendi fyrirspurn á sveitakaffi@gmail.com. Arna ehf., ný mjólkurvinnsla í Bolungarvík, að komast í gang: Ráðgert að hefja vinnslu eftir mánaðamótin – stefnt að nýtingu í heimabyggð á allri mjólk sem til fellur á Vestfjörðum Hálfdán Óskarsson, mjólkur- tæknifræðingur og fyrrum framkvæmdastjóri Mjólkur- samlags Ísfirðinga, vinnur nú hörðum höndum ásamt samstarfs- aðilum og fjölskyldu við að koma upp nýrri mjólkurvinnslu í Bolungarvík. Ber fyrirtækið nafnið Arna, en þar á að framleiða laktósafríar mjólkurafurðir fyrir fólk með mjólkursykuróþol. Síðan MS lagði niður mjólkurvinnsluna á Ísafirði hefur engin mjólk verið unnin á Vestfjörðum, en allri mjólk frá bændum á svæðinu ekið til Búðardals. Þetta kann nú að vera að breytast þar sem Hálfdán og tólf meðeigendur hans í Örnu hafa náð samkomulagi um að kaupa mjólkina frá vestfirsku bændunum af MS til vinnslu í Bolungarvík. Stærstu eigendurnir í fyrirtækinu eru Hálfdán Óskarsson og Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur, sem lengi var framkvæmdastjóri hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri. Markmiðið að vinna alla mjólk bænda á svæðinu „Við erum að klára að standsetja húsið og setja upp tæki og tól og erum á síðustu metrunum að gera klárt. Við gerum ráð fyrir að hefja vinnslu fljótlega eftir verslunarmannahelgi. Við ætlum að vera með drykkjarmjólk og matarrjóma, jógúrt, skyr og osta. Þetta er fyrst og fremst vestfirskt fyrirtæki og við leggjum áherslu á að fullvinna hér heima vestfirska mjólk. Það er líka markmið okkar að við náum innan þriggja ára að vinna úr allri þeirri mjólk sem til fellur á svæðinu, sem er um ein og hálf milljón lítra. Við gætum þó tekið við mun meiri mjólk.“ Aðstaðan sem verið er að setja upp er í gamla frystihúsi Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík, en þar var síðast rækjuverksmiðjan Bakkavík sem er nú í eigu rækjuvinnslunnar Kampa á Ísafirði. „Við erum með aðra hæð hússins þar sem vinnslusalurinn var. Aðstaðan í Bolungarvík er mjög fín,“ sagði Hálfdán. Hvergi banginn við samkeppni – Nú hefur MS þegar sett á markað laktósafría drykkjarmjólk, er það ekkert að setja strik í reikninginn hjá ykkur? „Nei, við höfum alltaf reiknað með að MS myndi veita okkur samkeppni. Við munum byrja á að dreifa okkar vörum á heimamarkaði hér fyrir vestan en síðan fara út um allt land.“ Stefnt að sérostaframleiðslu Hálfdán segir að ekkert af tækjabúaði Mjólkursamlags Ísfirðinga hafi komið til þeirra og því hafi þurft að kaupa allan búnað annars staðar frá. Hann segir að til að byrja með muni fimm til sex manns starfa við vinnsluna. „Svo stefnum við á að fara út í framleiðslu á sérostum og þá gæti starfsmannafjöldinn farið upp í 10 manns í heildina.“ /HKr. Mynd / HKr. Sveitamarkaður í Reykholtsdal Ferðaþjónustubændur við Djúp sækja í sig veðrið: Metfjöldi ferðamanna sótti Vigur heim í júní Salvar Baldursson bóndi í Vigur við Ísafjarðardjúp rekur þar ferðaþjónustu á sumrin ásamt fjöl- skyldu sinni. Fjöldi ferðamanna sækir eyjuna heim á hverju ári og heldur vaxandi. „Þetta er mjög gott núna og ég held að það hafi aldrei komið jafn margir ferðamenn og nú í júní. Ætli það séu ekki að koma hingað um fimm þúsund manns yfir ferðamannatímann, sem stendur yfir í um tvo og hálfan mánuð. Aðsóknin er svo sem ekki að vaxa mikið og þetta er líka orðið spurning um hvað staðurinn þolir marga ferðamenn.“ Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar flytja fjölmarga ferðamenn á bátum sínum frá Ísafirði í Vigur. Hluti þeirra kemur af erlendum farþegaskipum sem koma til Ísafjarðar. Nokkur skip sigla þó líka beint inn í Vigur og selflytja f a r þ e g a sína í land á léttbátum. „Ég veit að það kemur eitt skip beint til okkar í sumar. Það eru að jafnaði eitt til þrjú skip sem sigla þannig beint til okkar á hverju ári. Annars ræðst það mikið af veðrinu hvernig traffíkin er, sérstaklega hvað Íslendingana varðar,“ segir Salvar. Salvar og eiginkonan Hugrún Magnúsdóttir búa í Vigur allt árið. Þau eiga fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur, en strákarnir eru flognir úr hreiðrinu. „Við sinnum ferðamönnunum og æðarvarpinu á sumrin og erum svo að hreinsa dúninn á veturna auk þess að vinna að viðhaldi mannvirkja.“ Salvar segir að kúabúskapur sé aflagður í eyjunni og nú sé búið að gera fjósið að sýningarskála. Þá er fjárbúskapur líka aflagður nema rétt til heimabrúks. Flutningar með fé á hinu merka skipi Vigurbreið upp á meginlandið voru því aflagðir fyrir mörgum árum. „Ég hætti með kýrnar haustið 2008 og daginn eftir hrundu bankarnir. Ég veit ekki hvort beint samhengi er þar á milli,“ sagði Salvar hlæjandi. „Allavega var einhver ástæða fyrir hruninu. Maður hefur nú alltaf verið hálf hokinn út af þessu síðan.“ /HKr. Salvar Baldursson Á vefsíðu atvinnuvega- og nýsköpunar ráðuneytis hafa verið birt drög að frumvarpi til laga um vernd heita afurða sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Undir þetta getur m.a. fallið afurðaheitið skyr og fleiri íslenskar vörutegundir. Í frumvarpsdrögunum segir m.a. um gildissvið laganna: „Lög þessi gilda um heiti matvæla, vína og brenndra vína og annarra vara sem ráðherra ákveður með reglugerð, sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu. Ákvæði laganna gilda einnig um erlend heiti afurða sem hlotið hafa vernd samkvæmt lögum þessum eða á grundvelli þjóðréttarsamninga. Lög þessi gilda ekki um heiti vatns og ölkelduvatns.“ Frumvarp þetta er afrakstur vinnu starfshóps sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra skipaði haustið 2012. Við samningu frumvarpsins var meðal annars tekið mið af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 1151/2012 frá 21. nóvember 2012 um gæðakerfi fyrir landbúnaðarafurðir og matvæli. Einnig var tekið mið af innleiðingu reglnanna í Noregi og Danmörku. Tilgangur frumvarpsins er að vernda heiti afurða sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, með það að markmiði að stuðla að neytendavernd, auka virði afurða og koma í veg fyrir óréttmæta viðskiptahætti. Frumvarpið nær yfir heiti matvæla, vína og sterkra vína og annarra vara. Starfshópurinn ákvað að birta frumvarpsdrögin ásamt athugasemdum á heimasíðu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og óska eftir umsögnum um frumvarpið áður en það verður afhent ráðherra til ákvörðunar. Frestur til að skila umsögn um frumvarpið og athugasemdir þess er til 1. september 2013. Lagasmíði um verndun afurðaheita eins og á skyri og fleiri tegundum Landssamband veiðifélaga varar við því í fréttatilkynningu að núverandi leyfakerfi til að ala lax af norskum uppruna í sjókvíum við strendur landsins verði kollvarpað. Í tilkynningunni segir að yfirlýsingar atvinnuvegaráðherra í fjölmiðlum bendi til þess að nú eigi að láta undan þrýstingi fiskeldismanna og slaka á kröfum í umhverfismálum við leyfisveitingar. Saga laxeldis við strendur Ísland ætti að vera stjórnvöldum og öðrum viðvörun um þá áhættu sem þessum atvinnuvegi er búin. Landssambandið minnir á að þegar hrogn voru flutt inn frá Noregi á sínum tíma hafi verið gert samkomulag um að lax af norskum uppruna yrði aðeins alinn í eldisstöðvum á landi en ekki settur í sjó. Þetta samkomulag hafi verið þverbrotið og nú virðist eiga að ganga lengra í þeim efnum. Landssamband veiðifélaga telur fráleitt að hverfa frá því fyrirkomulagi sem nú er við lýði og felur í sér að álits sérfræðinga sé aflað þegar Skipulagsstofnun metur hvort umhverfismats er þörf. „Það er alrangt sem haldið hefur verið fram að flókið leyfisferli standi laxeldi á Íslandi fyrir þrifum. Það er fyrst og fremst hin miklu og mengandi áhrif laxeldis á umhverfið sem gerir það að verkum að nauðsynlegt er að gæta fyllstu varúðar,“ segir í tilkynningunni. Hefur Landssamband veiði- félaga óskað eftir fundi með atvinnuvegaráðherra til að ræða þessi mál. Landssamband veiðifélaga: Varar við auknu fiskeldi í sjó Það er gott að búa á Íslandi Stefán Ólafsson prófessor gagnrýndi nýverið á Eyjunni frétt Viðskiptablaðsins um að verð á matvörum væri nú um stundir lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Bendir hann á að raunverulegar ráðstöfunartekjur hér á landi hafi á árinu 2010 verið lægstar á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Hann segir enn fremur að þá hafi tekjur Íslendinga verið svipaðar og á Spáni og Möltu. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, segir einmitt athyglisvert að bera okkur saman við þessi lönd og fleiri, ef skoðað er hversu háu hlutfalli útgjalda sinna neytendur verji til matvælakaupa. „Á árinu 2013, eða samkvæmt nýjustu tölum Eurostat, verja Spánverjar 17,2% útgjalda sinna til kaupa á matvörum og Möltubúar 14,9%, meðan sama hlutfall á Íslandi er 13%. Íbúar Króatíu (sem ASÍ vill fresta að fái aðild að vinnumarkaði á Íslandi) þurfa síðan að verja nærri 22% af útgjöldum sínum til matvöru- kaupa. Þýðir það ekki einfaldlega með röksemdafærslu Stefáns Ólafssonar, að matvöruverð sé lægra hér á landi en í þessum löndum? Á sama hátt verja neytendur í ESB 14% af útgjöldum sínum til matvörukaupa eða einu prósentustigi meira en meðal Jón og Gunna í ESB. Sannast ekki hér enn hið fornkveðna að það er gott að búa á Íslandi?“ spyr Erna Bjarnadóttir. Heimild: EUROSTAT

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.