Bændablaðið - 18.07.2013, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 2013
Minkabúið Mön í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í stöðugri sókn:
Minkaræktin á Íslandi er farin að skapa
umtalsverðar gjaldeyristekjur
– eigendurnir telja að góð samvinna íslenskra minkabænda sé lykillinn að velgengni þeirra undanfarin ár
Hjónin Katrín Sigurðardóttir
og Stefán Guðmundsson, sem
bæði eru tónlistarmenntuð, reka
nú loðdýrabúið Mön í Skeiða-
og Gnúpverjahreppi. Þar er nú
stærsta minkabú landsins.
Í búinu eru fimm þúsund
læður, en það er skammt frá gamla
Ásaskólanum. Þar gekk Stefán í
skóla sem ungur strákur, en hann
er fæddur og uppalinn á Ásum í
brekkunni ofan við skólann. Katrín
er aftur á móti Húsvíkingur, en þau
hjón keyptu skólahúsið árið 1992.
Hafa þau nú breytt því í glæsilegt
einbýlishús. Á neðri hæðinni er
Katrín með lítið verslunarhorn þar
sem hún er með ýmsa muni sem hún
býr til úr minkaskinni til sölu.
Stefán segir að auk Manarbúsins
við Ásaskóla séu hvolpar hafðir í
sumaruppeldi á öðrum stað í um 6
kílómetra fjarlægð, þar sem þeir eru
aldir fram í nóvember. Hann segir að
þumalputtareglan sé sú að hver læða
gefi af sér fimm hvolpa á ári, þannig
að búið í Mön geti verið að gefa af
sér um 25 þúsund skinn á ári.
Bjóða fólki heim
Katrín og Stefán hafa tekið þátt í því
framtaki bænda í ólíkum greinum
að bjóða fólki heim á bú sín. Telja
þau þetta átak mikils virði og góða
leið til að upplýsa og fræða fólk um
hinar ýmsu greinar landbúnaðarins.
Segir Stefán það skipta máli fyrir
allar greinar landbúnaðar og vera góð
leið til að auka þekkingu almennings,
draga úr fordómum og gera alla
umræðu upplýstari.
Þegar tíðindamaður Bænda-
blaðsins kom þar í heimsókn voru
þau að taka á móti gestum sem voru
á fjölskyldumóti þar í nágrenninu.
Leiddu Stefán og Katrín gesti
um húsakynni minkabúsins. Þar
sýndi Stefán dýrin, upplýsti um
meðhöndlun þeirra og gaf krökkum
í hópnum kost á að klappa ungum
hvolpum. Katrín fór í gegnum
skinnavinnsluna, allt frá förgun þar
til skinnin eru tilbúin til útflutnings.
Þar þurfa öll vinnubrögð að vera eins
og best verður á kosið til að ná sem
mestum verðmætum út úr vinnslunni.
Ekki var annað að sjá en gestir
væru hæstánægðir með sýninguna
og fyrirlestra þeirra Katrínar og
Stefáns, enda mjög fagmannlega að
öllu staðið.
Að þessari kynningu lokinni var
haldið heim á Ásaskóla, þar sem
gestum gafst kostur á að skoða og
kaupa muni sem Katrín hefur búið
til úr minkaskinni, roði, leðri og
fleiru. Hún segir að minkaskinn
og roð eigi mjög vel saman, einnig
perlur og náttúrusteinar. Í raun
gefur minkaskinnið hverju sem
er glæsileika og stíl. Á boðstólum
eru hálsmen, armbönd, hringar,
eyrnalokkar og jafnvel vasapelar
skreyttir með skinni og roði. Katrín
segist hafa farið út í þetta ekki síst til
að kynna skinnin betur auk áhuga á
handavinnu. Hún segist ekki vita til
að minkaskinn séu notuð á þennan
hátt hér á landi og hér sé því um
nýjung að ræða.
Eftir að gestirnir fóru eftir
fróðlega og skemmtilega heimsókn
barst talið að minkaræktinni í heild.
Skapa um tvo milljarða í
gjaldeyristekjur
Loðdýrarækt hefur verið stunduð í
heiminum frá því fyrir 1800. Segir
Stefán að um þessar mundir séu 28
minkabú starfandi á Íslandi og hafi
heldur farið fjölgandi. Minkalæður í
landinu teljast nú vera um 43.000 og
hafa aldrei verið fleiri. Er meðalbúið
því með um 1.500 læður. Fjöldi
framleiddra skinna á þessu ári verður
um 180.000, sem er samt aðeins lítið
brot af heimsframleiðslunni, sem
er um 60 milljónir skinna. Áætlað
söluverðmæti íslensku skinnanna
í ár, miðað við markaðsverð að
undanförnu, er um tveir milljarðar
króna. Auk þess fá Íslendingar
gjaldeyristekjur af sölu á um 30
þúsund tonnum af fiskúrgangi sem
notað er í minkafóður í Danmörku.
Með því að auka minkaframleiðsluna
hér á landi telja minkabændur að
hægt væri að nýta hluta af þessum
fóðurútflutningi til að ná umtalsvert
meiri virðisauka fyrir þjóðina af sölu
á íslenskum fiskúrgangi.
Umhverfisvænn búskapur
Stefán segir að um umhverfisvænan
búskap sé að ræða, þar sem
náttúrulegar afurðir eru framleiddar
með ómenguðu íslensku hráefni
í formi úrgangs frá kjöt- og
fiskvinnslum. Skít frá minkabúum
þykir einnig gott að bera á tún, enda
er hann fosfórríkur. Engin mengandi
efni eru notuð við skinnavinnsluna,
ólíkt því sem margir halda, en eina
varan sem notuð er til hreinsunar
á skinnunum er beykisag. Þá er
farið að framleiða græðandi smyrsl
hérlendis úr minkafitu sem fellur til
við skinnavinnsluna. Stefán segist
fullviss um að hægt sé að ná enn
meiri sjálfbærni í greininni með
fullvinnslu á öllu sem til fellur, þar
á meðal skrokkum dýranna.
Lykilatriðið er góð samvinna
„Það er mjög gott félagslega fyrir
greinina að búunum fjölgi. Fyrir
tveim árum rúmuðust félagsmenn
í minkaræktinni hér á Suðurlandi
í einum jeppa en þegar við fórum
í skemmtiferð núna á dögunum
þurftum við rútu enda búin orðin
tíu talsins, bæði stór og lítil.“
Flest minkabúin á Suðurlandi
eru með sameiginlega fóðurstöð á
Selfossi en eitt búið sér sjálft um
sína fóðurgerð. Þá skiptast menn á
lífdýrum og segir Stefán það mjög
mikilvægt að minkabændur geti haft
stuðning hver af öðrum. Í þessum
geira sé spakmælið „eins dauði er
annars brauð“ hreint öfugmæli.
„Ef við vinnum saman náum
við miklu meiri árangri en hver
fyrir sig. Það er einmitt galdurinn
á bak við stöðu þessarar greinar
í Skandinavíu í samanburði við
önnur lönd. Danir reka t.d. alla sína
minkarækt á samvinnugrundvelli
og einnig uppboðshúsið sem er í
Kaupmannahöfn. Slíka samvinnu
stundum við líka hér á landi.“
Markmiðið að ná Dönum í
gæðum
Eins og greint var frá í síðasta
Bændablaði var heimsmet sett í
verði á minkaskinnum á síðasta
Hjónin Stefán Guðmundsson og Katrín Sigurðardóttir, með tónlistarmenntun sína að baki, létu ekki sleggjudóma um minkarækt og efasemdaraddir hindra
sig í að skella sér út í þessa grein landbúnaðar haustið 1996. Samt segjast þau í raun ekkert hafa vitað hvað þau voru að fara út í. Nú reka þau stærsta
Myndir / HKr.
Eigendur Manarbúsins hafa verið duglegir við að taka á móti gestum og
á minkaskinnunum.