Bændablaðið - 18.07.2013, Qupperneq 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 2013
Það er vel þekkt að miklar framfarir
hafa orðið í kornrækt á Íslandi
vegna framtaks bænda og framfara
í ræktuninni. Ræktunartilraunir og
kornkynbætur Landbúnaðarháskóla
Íslands og forvera hans skipta hér
miklu máli. Íslenskt korn er orðið
mikilvægt í fóðrun og það hefur
einnig í vaxandi mæli verið nýtt
til manneldis. Bændur fá hærra
verð fyrir matkorn en fóðurkorn
og það er því ein leið til að auka
tekjur bænda að hafa aðgang að
sem fjölbreytilegustum mörkuðum
fyrir kornið. Aukin vinnsla á korni
í dreifðum byggðum getur aukið
atvinnu og ber sérstaklega að nefna
ferðamannaiðnaðinn.Markaður
með matvörur fyrir ferðamenn fer
vaxandi og það geta bændur nýtt sér.
Ísland er á norðurmörkum korn-
ræktarbeltisins og því er eðlilegt
að spurt sé hvort íslenskt bygg
sé nægjanlega þroskað fyrir
hagnýtingu í matvælaiðnaði.
Margvíslegar prófanir hafa verið
gerðar á framleiðslu matvæla
úr íslensku byggi og hafa þær
gefið jákvæðar niðurstöður. Efna-
mælingar á íslenska bygginu hafa
einnig sýnt að samsetning þess er
eðlileg og sterkjuhlutfall allhátt.
Áhugi á innlendum vörum
óx greinilega í kjölfar banka-
kreppunnar. Verulegur áhugi kom
fram á matvörum úr íslensku byggi.
Landssamband bakarameistara
beitti sér fyrir notkun á byggi til
brauðgerðar og talsverður fjöldi
bakaría bauð upp á brauð úr byggi.
Kornax beitti sér fyrir samkeppni
um byggbrauð og átti það þátt í
áhuganum. Stærsta bakarí landsins,
Myllan, markaðssetti nýtt brauð úr
byggi frá Eyrarbúinu og gengur það
undir heitinu Eyrarbrauð. Notkun
á innlendu korni í bökunariðnaði
hefur nú nokkuð dregist saman
og því er ástæða til að hvetja til
þróunar á matvörum úr innlenda
korninu.
Innlent korn -
Ný tækifæri fyrir kornbændur og fyrirtæki
Ný verkefni
Nú er að hefjast vinna við tvö
norræn verkefni um korn og er
þeim ætlað að auka verðmæti korn-
framleiðslunnar og efla atvinnulíf
í dreifbýli á norðurslóðum.
Einkum er hugað að aukinni
svæðisbundinni framleiðslu korns
til matvælaframleiðslu. Matís mun
stýra þessum verkefnum en mikið
samstarf verður við Landbúnaðar-
háskóla Íslands. Kornkynbætur
Landbúnaðarháskólans skiptu miklu
máli fyrir öflun samstarfsaðila í
öðrum löndum. Auk Landbúnaðar-
háskólans munu taka þátt í
verkefninu aðilar frá Norður-Noregi
og Færeyjum. Samstarfið hefur
verið víkkað út fyrir Norðurlöndin
og munu aðilar í Orkneyjum og á
Nýfundnalandi taka þátt.
Fyrra verkefnið er styrkt af
Norræna Atlantshafssamstarfinu
(NORA). Í verkefninu verður
farið ofan í saumana á framleiðslu-
aðstæðum fyrir korn í hverju landi,
yrki verða prófuð, leiðbeiningar
teknar saman og gæðamál krufin.
Síðara verkefnið er forverkefni
sem miðar að því að undirbúa stórt
verkefni um framleiðslu matvara úr
korni.
Í verkefnunum mun bygg njóta
forgangs en einnig verður unnið með
hveiti, hafra og rúg eftir því sem á
við í hverju landi. Ætlast er til þess
að verkefnin opni nýja möguleika
sem tengjast korni og úrvinnsla
þess aukist hjá kornbændum og
fyrirtækjum. Innlent korn á að
koma í stað innflutts korns á sem
flestum sviðum og þannig eru
staðbundnir framleiðslukostir
nýttir í þágu dreifbýlisins. Innlent
korn á að ná fótfestu á vannýttum
mörkuðum og nýjum mörkuðum.
Bökunariðnaðurinn er vannýttur
markaður enda er flutt inn mikið af
korni fyrir þann iðnað.
Talið er að kornrækt megi auka
umtalsvert á Íslandi. Í Orkneyjum
er er kornrækt einnig stunduð með
allgóðum árangri þótt í smáum stíl
sé. Í Færeyjum hefur kornrækt legið
niðri í 50 ár þótt Færeyjar liggi um
300 km sunnar en kornræktarsvæði
syðst á Íslandi. Í Norður-Noregi
stendur til að rækta korn á svæðum
sem eru miklu norðar en Ísland. Það
er því ljóst að skilyrði til kornræktar
eru mjög ólík hjá samstarfsaðilum í
verkefninu. Einn megintilgangur
verkefnanna er að auka samstarf
milli landanna og miðla þekkingu
og reynslu milli aðila.
Hvers konar nýting?
Bygg er fjölhæf korntegund og
hentar sem hráefni í margs konar
matvæli. Einkum má nefna margs
konar bökunarvörur eins og brauð,
flatkökur, kex, hrökkbrauð og
kökur. Bygg eins og annað korn
getur hentað í morgunkorn. Loks
er maltað bygg eitt mikilvægasta
hráefnið í áfenga drykki. Bygg
hefur þó á seinni árum verið notað
ómaltað í bjór en þá er byggt á
ensímtækni. Litlar bjórgerðir á
Íslandi hafa ekki enn nýtt innlenda
byggið sem skyldi.
Mikil tækifæri eru innan
bökunariðnaðarins til að nýta bygg.
Bygg myndar þó veikari glútennetju
en hveiti í hefuðum bökunarvörum
og því þarf að blanda saman byggi
og hveiti í slíkum vörum. Hins vegar
hefur bygg vissa hollustueiginleika
umfram hveiti og er það mikilvægt
til að vinna bygginu stærri
sess. Þessir hollustueiginleikar
byggsins eru einkum mikið magn
trefjaefna og beta-glúkanar sem
lækka blóðkólesteról og draga úr
blóðsykursveiflum. Þetta hefur nú
fengið opinbera viðurkenningu með
því að heilsufullyrðingar um bygg
eru leyfðar á umbúðum matvæla
samkvæmt nýrri reglugerð. Þetta
skiptir matvælaiðnaðinn miklu
máli og getur orðið drifkrafturinn
á bak við stóraukna notkun byggs í
matvælaframleiðslu.
Tækifæri í dreifbýli
Ferðamannastraumur til Íslands
hefur farið mjög vaxandi á síðustu
árum. Talið er að ferðamönnum
haldi áfram að fjölga og
nauðsynlegt verði að beina þeim til
sem flestra landshluta. Ferðamenn
sem telja hundruð þúsunda þurfa
mikinn mat og margir þeirra hafa
áhuga á að prófa mat úr héraði.
Hér er því upplagt tækifæri fyrir
aðila í dreifðum byggðum að auka
matvælaframleiðslu. Nefna má
smáframleiðslu í sveitum og lítil
matvælafyrirtæki geta útvíkkað
starfsemi sína.
Hafið samband
Verkefnin sem voru nefnd að
framan byggja á nánu samstarfi
við kornbændur og fyrirtæki og
aðila sem vilja framleiða matvörur
úr innlendu korni. Á fyrstu
stigum er einkum um að ræða
upplýsingasöfnun og í kjölfarið
miðlun hagnýtra upplýsinga um
nýtingu korns. Í kjölfarið er vonast
til að margvísleg framleiðsla verði
að veruleika. Ætla má að helstu
þróunarsvæðin verði Suðurland
(undir Eyjafjöllum og uppsveitir),
Fljótsdalshérað, Vesturland,
Skagafjörður og Eyjafjörður.
Óskað er eftir að kornbændur
og fyrirtæki sem hafa áhuga á
framleiðslu matvæla úr innlendu
korni og samstarfi í verkefnum
hafi samband við Ólaf Reykdal hjá
Matís (olafur.reykdal@matis.is eða
sími 422-5000). Aðilar þurfa ekki
að vera innan svæðanna sem nefnd
voru að framan.
Nánari upplýsingar veitir:
Ólafur Reykdal, Matís
olafur.reykdal@matis.is
Ljósm. Torfi Agnarsson
Ljósm. Torfi Agnarsson