Bændablaðið - 18.07.2013, Side 25

Bændablaðið - 18.07.2013, Side 25
25Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 2013i | i . j í Það er enginn barlómur í okkur – segir Guðmundur Steinar Björgmundsson á Kirkjubóli II í Valþjófsdal Bændadagur Búnaðarsambands Vestfjarða var á Þingeyri 6. júlí samhliða Dýrafjarðardögum. Þrátt fyrir að sumarhitastigið þennan dag hafi ekki verið ýkja hátt lá stöðugur straumur fólks í gamla kaupfélagið þar sem bændur kynntu þær vörur sem þeir framleiða. Guðmundur Steinar Björg- mundsson á Kirkjubóli II í Valþjófsdal segir að þetta sé í annað sinn sem slíkur dagur sé haldinn en sá fyrsti hafi verið á Reykhóladögum í fyrra. „Það er stefnan hjá Búnaðar- sambandinu að koma þessum viðburði inn á bæjarhátíðirnar á Vestfjörðum og við völdum Dýrafjarðardagana núna. Það eru búnaðarfélögin á hverjum stað sem hafa veg og vanda af því sem boðið er upp á hverju sinni. Ég sé ekki annað en þetta sé að heppnast vel og allir séu ánægðir,“ sagði Guðmundur. En hvernig er hljóðið í vestfirskum bændum um þessar mundir? „Ég held að það sé bara gott. Það er enginn barlómur í okkur yfirleitt. Maður hefði þó gjarnan viljað fara að sjá dálítið sumar. Manni finnst frekar haustlegt en það er góð spretta, sem er öðruvísi en undanfarin ár þegar þurrkar voru svolítið að hrekkja okkur. Nú er mokgras og öll tún falleg og góð.“ Guðmundur Steinar segir að engin vandræði hafi verið út af kali, allavega á fjörðunum vestan við Djúp. Eitthvað hafi menn þó orðið varir við kal á bæjum við Ísafjarðardjúp og á ströndum. Guðmundur er eingöngu með sauðfé í dag og um 500 fjár. Segir hann frjósemi hafa verið ágæta eins og víðast hvar á sauðfjárbúum. /HKr. Björn Birkisson og Helga Guðný Kristjánsdóttir, bændur í Botni í Súgandafirði, voru fulltrúar mjólkurbænda á Bændadegi sem haldinn var á Þingeyri í fyrri viku. Sagði Helga að á þessu svæði væru níu innleggjendur á átta bæjum. „Við framleiðum drjúgt og ef ein- hver hættir þá reynum við að kaupa upp þann kvóta ásamt kúm og heyi til að halda þessu í héraði. Okkur hefur því tekist að halda öllum kvót- anum og hann hefur heldur aukist en hitt.“ Sem kunnugt er var Mjólkurstöð Mjólkursamlags Ísfirðinga lokað vorið 2011. Síðan hefur allri mjólk bænda verið ekið til Búðardals til vinnslu. Segir Helga að talað hafi verið um að 700 þúsund lítra eða meira þyrfti til að halda vinnslu samlagsins gangandi. Björn segir að núna sé verið að framleiða á öllu svæðinu um 1,5 milljónir lítra á ári og öllu ekið í Búðardal. „Áður en við fórum út í að byggja nýja fjósið hjá okkur var gerð áætlun um við hvaða mörk væri gerlegt að reka samlagið á Ísafirði. Þeir sögðu að það borgaði sig að reka stöðina ef það kæmu inn 700 þúsund lítrar eða meira. Þá fórum við út í að byggja fjósið. Það var því hart að fá ekki almennilegar skýringar á því af hverju það borgaði sig ekki að reka samlagið og því var lokað þegar framleiðslan á svæðinu var komin í eina og hálfa milljón lítra.“ Horfur eru á að breytingar séu á næsta leiti í mjólkurvinnslu á Vestfjörðum eins og greint er frá á bls. 2. Hálfdán Óskarsson, sem áður stýrði Mjólkursamlagi Ísfirðinga, er nú á lokastigi með að setja upp mjólkurvinnslu í Bolungarvík. Hefur hann náð samkomulagi um að kaupa af MS mjólk bænda á norðanverðum Vestfjörðum til vinnslu. Björn segir því góðan hug í mjólkurbændum vestra. „Ég held að það sé ekki fararsnið á neinum,“ sagði Helga. Björn tók undir það og sagðist halda að það hætti allavega enginn þeirra sjálfviljugur. /HKr. Mynd / HKr. Góður hugur í mjólkurbændum á norðanverðum Vestfjörðum: „Ég held að það sé ekki fararsnið á neinum“ – segir Helga Guðný Kristjánsdóttir bóndi í Botni í Súgandafirði

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.