Bændablaðið - 18.07.2013, Qupperneq 27

Bændablaðið - 18.07.2013, Qupperneq 27
27Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 2013 sem þeirri ræktun sem verið hefur í söluhúsinu verður komið fyrir. Það hús verður þá eingöngu nýtt undir sölustarfsemi og verður fyrir vikið mun rýmra um viðskiptavini. „Við erum ánægð með sölusvæðið okkar og reynum að hafa það aðgengilegt og fallegt, fólk kann greinilega vel að meta það að geta skoðað sig þar um,“ segir Katrín. Söluhúsið er líka notað fyrir jólatrjáasölu Sólskóga í desember, en á þeim tíma er margt um manninn í Kjarnaskógi enda hefð hjá mörgum bæjarbúum að bregða sér í skóginn og kaupa tré fyrir jólin. „Við ætluðum ekki að vera með jólatrjáasölu, en það var svo greinilegt að fólk vildi fyrir alla muni koma hingað í þessum erindagjörðum að við létum undan þrýstingi og þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími.“ Stjörnuklukkur, milljónbjöllublóm og sólboði rjúka út Líflegt hefur verið hjá Sólskógum það sem af er sumri, en Katrín segir að plöntusala hafi farið heldur seinna af stað í vor en vant er. Fremur kalt var framan af vori þannig að það var ekki fyrr en góðviðrisdagar júnímánaðar runnu upp að fólk fór að streyma í Kjarnaskóg í plöntukaupahugleiðingum. „Það hefur verið mjög mikið að gera alla daga, margir á ferli í fínu sumarskapi og mikil stemmning í mannskapnum,“ segir hún. Hún segir að nú á fyrstu dögum sumars hafi mikið selst af stjörnuklukkum, blómum sem eitt sinn voru kölluð Betlehemstjarna, en þau eru blá og mjög blómsæl. „Við höfum líka tekið eftir því að fólk kaupir mikið af milljónbjöllublómum nú í sumar, þau eru vinsæl.“ Tóbakshorn er alltaf vinsælt blóm og þá nefnir Katrín líka sólboða, en sú tegund er um það bil að klárast hjá Sólskógum. „Það hefur farið óvenju mikið af sólboða út frá okkur núna þessa síðustu daga, þannig að hann er mjög vinsæll í ár,“ segir hún. Katrín segir allan gang á því hvaða tegundir njóta vinsælda hvert ár, ekki sé á vísan að róa í þeim efnum. „Eitt árið flýgur ein tegund út, annað árið er það svo eitthvað allt annað, maður veit í raun aldrei hvaða sumarblóm stekkur upp vinsældalistann hvert ár. Oft heyrir fólk af fallegum blómum hjá nágrönnum eða vinnufélögum og vill prófa líka og svo vindur þetta upp á sig,“ segir Katrín. /MÞÞ Gengið frá sendingu á trjáplöntum. Leið þessara plantna lá í Húnavatnssýslur.Eigendur Sólskóga, Katrín Ásgrímsdóttir og Gísli Guðmundsson. Bæði eru menntaðir garðyrkjufræðingar og reka fyrirtæki sitt í Kjarnaskógi á Akureyri og á Fljótdalshéraði. Hægt er að bjóða ýmsar útgáfur af uppgjörum við veiðréttarhafa. Ha r ú veiði e sem ú vi t ma á framfæri e i ega hafðu samba eða GRÓÐURHÚS KYNNINGARTILBOÐ á stáli og polycarbonat plasti. Íslensk hönnun. Heitgalvaniserað járn. Breidd 2,7m. Mænishæð 2,3m. Lengd eftir ósk hvers og eins, hleypur á 1,5m. Húsið er ósamsett. Ekki innifalið timbur og skrúfur sem kostar um 50.000,- til 70.000,- eftir stærð húss, sjá ítarlegan lista á heimasíðu okkar, www.hysi.is, ásamt nánari úrskýringarmyndum af uppsetningu. Verð = 199.000,- með vsk. Lengd 3m Verð = 259.000,- með vsk. Lengd 4,5m Verð = 319.000,- með vsk. Lengd 6m

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.