Bændablaðið - 18.07.2013, Qupperneq 28

Bændablaðið - 18.07.2013, Qupperneq 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 18. júlí 2013 Sem betur fer finnast fáar tegundir villtra plantna og sveppa sem eru hættulega eitraðar hér á landi. Það eru einkum fimm tegundir háplantna og þrjár tegundir sveppa sem fólk á að varast. Plönturnar sem um ræðir heita ferlaufasmári, hófsóley, melasóley, brennisóley og stóriburkni en sveppirnir eru berserkjasveppur, topphæringur og korndrjóli eða kornskítur eins og hann er stundum kallaður. Allar tegundirnar hafa einhvern tíma verið notaðar til lækninga og margar þeirra eru enn á lyfjaskrám. Um 40% allra lyfja í dag eru unnin úr plöntum og í eina tíð voru öll lyf unninn úr plönturíkinu. Einkenni eitrunar eru svipuð hjá öllum tegundunum sem finnast hér á landi nema hvað eitrun að völdum korndrjóla sker sig úr en komið verður nánar af því síðar. Algengustu áhrif eitrunar eru höfuðverkur, þreyta, svimi, ofsjónir, sviði í munni, magakrampi, skynvilla, ógleði, uppköst, niðurgangur, verkir í þvagfærum og dásvefn. Bruni á húð Brennisóley er stundum nefnd brenni- gras, hún er algeng um allt land og flestir þekkja hana. Sóleyin er beisk á bragðið og búfé forðast að bíta hana. Í gamla daga var blómið notað til að brenna burt vörtur. Plantan er öll eitruð og getur valdið bruna sé hún látin liggja við húð og sama gildir reyndar um allar tegundir sóleyja. Svefninn langi Draumsóley eða melasól vex á melum og í skriðum og er algeng nema á Suður- og Suðvesturlandi. Melasól er til í þrem litum gul, hvít og ljósrauð, og eru þær hvítu og ljósrauðu alfriðaðar. Nafnið draumsóley kemur af því að plantan hefur löngum þótt góð gegn svefnleysi. Sé hennar neytt í miklu magni er hætt við að viðkomandi sofni svefninum langa. Ráð gegn innyflaormum Stóriburkni finnst víða á Norðvestur- og Suðvesturlandi og er mjög áberandi þar sem hann vex. Mest er af eitri í jarðstönglinum, þrátt fyrir að öll plantan sé eitruð, en hún var notuð til lyfjagerðar í aldaraðir og er enn á lyfjaskrám. Lyf úr stóraburkna þóttu prýðileg gegn innyflaormum. Mögnuð galdrajurt Ferlaufasmári vex á skjólgóðum og skuggsælum stöðum í gjótum og kjarri en er sjaldgæfur og friðaður. Jurtin er öll eitruð en hefur lengi verið notuð sem lækningajurt. Fjórlaufungur eins og plantan er stundum kölluð er mögnuð galdrajurt og ber mörg nöfn, lásagras, skráa- gras, þjófagras og þjófarót. Nöfnin tengjast öll þeirri trú manna að ef jurtin væri lögð við lása hrykkju þeir upp, en plantan var einnig talinn góð til að leysa hnúta og fóstur hjá dýrum og mönnum. Sagt er að menn sem hafi fjórlaufung í skónum detti ekki þegar þeir glími. Plantan er öll eitruð en þó aðallega berið. Ofskynjunarsveppur sem jólaskraut Berserkjasveppur er auð- þekkjanlegur á rauðum hatti með hvítum doppum. Sveppurinn þykir fallegur og eru eftirlíkingar af honum oft notaðar sem jólaskraut. Berserkjasveppur var fyrst greindur hér á landi árið 1956 í Vaglaskógi. Hann er sagður valda sterkum ofskynjunaráhrifum. Virka efnið í honum nefnist múskarín og hefur það áhrif á miðtaugakerfið. Eitrun lýsir sér með vöðvakippum, höfuðverk, munnvatns- og tárarennsli, stama og svima og ofskynjunum. Hjarta- og lungnalömun geta fylgt sé um mjög stóra skammta að ræða. Lýsingin á eituráhrifum berserkjasvepps er ekki í neinu samræmi við þær sögur sem segja frá berserkjagangi fornmanna. Sagt er að Samar neyti þeirra og vitað er til að hreindýr séu sólgin í þá og hegði sér eins og drukkin eftir neyslu þeirra. Í Síberíu borðuðu helgir menn og töframenn sveppinn og alþýðan drakk hlandið úr þeim og varð ölvað. Í berserkjasveppnum eru fjögur mismunandi eiturefni sem öll virka á mismunandi líffæri. Magn eiturefna er mjög breytilegt eftir vaxtarstað. Getur valdið blindu Topphæringur er líklega sá svepp- ur sem hér er nefndur sem fæstir þekkja. Hann er fremur smávaxinn, með trjónulaga hatti sem er oft þakinn ullhárum, gulur eða gulbrún og með sprungin börð og gulleitar fanir. Stafurinn er sléttur gulleitur með glansandi hárum. Topphæringur er algengur um allt land og er talinn til hættulegra eitursveppa því neysla á honum getur meðal annars valdið blindu. Í holdið duttu stór kaun Korndrjóli eða kornskítur er að öllum líkindum hættulegasti sveppur inn sem vex hér á landi. Algengast er að finna hann sem harða svarta bjúgu um einn til þrjá sentímetra á lengt. Drjólarnir eru dvalastig sveppsins, en hann lifir sníkjudýri á ýmsum grastegundum og er mjög algengur í melgresi. Eiturefni sveppsins verka aðallega á starfsemi sléttra vöðva og við endurtekna neyslu geta æðaveggir herpst og valdið truflunum á blóðrás þannig að drep komi í líkamshluta, einnig geta útlimir kreppst svo að fólk verður ófært um að hreyfa sig. Eitranir af völdum korndrjóla gengu í faröldrum um Evrópu á miðöldum vegna drjólamengunar í kornvöru. Vitað er að Íslendingar drýgðu korn með mel í harðærum. Vestur- Skaftfellingar voru fremstir í meltekju og þaðan er dæmi um eitrun af völdum korndrjóla frá árinu 1787. Hannes Finnsson lýsti eitrun Guðleifar Bjarnadóttur, seytján ára stúlku frá Leiðarvöllum, á þessa leið: „Í vesturparti Skaftafellssýslu bar svo til, að stúlka nokkur varð fyrst afllaus öðrum megin í kroppnum, síðan heyrnarlaus, mállaus, sjónlaus og afsinna, eftir átta vikna tíma fékk hún aftur sjón, heyrn og aðra sansa, en í holdið duttu stór kaun, einkum komu göt á höfuðskelina hér og hvar, þaðan af lifði hún í einn mánaðartíma og andaðist síðan.“ Farið varlega Að dæmunum hér að framan ætti að vera ljóst að þrátt fyrir fæð villtra eiturjurta og sveppa hér á landi ætti enginn að leggja sér til munns jarðargróður sem hann þekkir ekki. Það er aftur á móti ekkert sem mælir gegn því að fólk tíni villta sveppi og plöntur sem það kann deili á og borði með bestu lyst. Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Garðyrkja & ræktun Eitraðar jurtir í haga Brennisóley. Melasól. Ferlaufasmári. Stóriburkni.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.