Bændablaðið - 24.04.2013, Síða 14
Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 201314
Í tilefni af 85
ára afmæli
S a m b a n d s
sunnlenskra
kvenna (SSK)
á árinu ætla
1.200 konur úr
26 kvenfélögum
á sambands-
svæðinu að
ganga saman
og prjóna um
leið. Markmiðið
er að minnast
stofnunar SSK
ásamt því
að hugsa til
formæðranna,
sem gengu í
árdaga prjón-
andi um
grundir og
móa.
Ætlunin er að hvert kvenfélag
safni áheitum og myndi gönguhópa,
sem sameinast um að ganga a.m.k.
85 kílómetra í nokkrum lotum og
prjóna búta í leiðinni. Bútarnir eiga
síðan að mynda táknrænt veggteppi
sem mun heita, „Frá fjalli til fjöru
– fjöru til fjalls austan og vestan
Þjórsár“. 85 ára afmælinu verður
fagnað við
Þjórsártún á
Jónsmessunni
í sumar, hinn
23. júní, þar
sem prjóna-
b ú t u n u m
verður safnað
saman. Þeir
verða síðan
saumaðir í
f y r r g r e i n t
veggteppi.
Nýtt
fæðingarúm á
Selfoss
Hugmyndin
er að þeir
peningar sem
safnast saman
vegna áheita verði notaðir í kaup á
nýju fæðingarúmi fyrir fæðingadeild
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á
Selfossi. Hver prjónabútur í teppinu
verður 5x5 cm á stærð en teppið
verður 2,5 metrar á breidd og 1,20
metrar á hæð. Þá má geta þess að
Nettó á Selfossi gefur allt garn í
verkefnið en um íslenskt kambgarn
frá Ístex er að ræða. /MHH
85 ára afmæli Sambands sunnlenskra kvenna:
Um1.200 konur ætla að ganga
prjónandi næstu vikurnar
„Við sem stöndum að Búðardalur.
is menningarmiðju Dalanna höfum
undanfarið verið að ræða það
okkar á milli hvað sé menning og
hvað ekki. Þessi umræða okkar
hefur orðið til af því að síðustu
tvö ár hefur umsóknum okkar til
Menningarráðs Vesturlands verið
hafnað. Ekki verður hægt að tíunda
það hér hvers vegna umsóknum
okkar hefur verið hafnað þar sem
Menningarráð rökstyður ekki
né svarar fyrirspurnum vegna
úthlutunar úr sjóðnum,“ sagði í
frétt á vefsíðunni 15. apríl.
Markmið vefsíðunnar í
dag er að stuðla að varðveislu
menningartengdra heimilda úr
Dalabyggð í víðustu merkingu,
virkja Dalamenn sem og brottflutta
til þess að safna saman á einn stað
menningargildum tengdum Dölum í
hvaða formi sem er, s.s. ljósmyndum,
kvikmyndum, sögum, ljóðum,
frásögnum og jafnvel ýkjusögum.
Einnig að birta fréttir úr héraðinu af
því sem er að gerast á líðandi stundu
sem og að safna saman upplýsingum
um aðra miðla sem fjalla um málefni
tengd Dölum. Vefnum er ætlað að efla
og styrkja ferðaþjónustu á svæðinu
og skapa nýjan vettvang fyrir
heimamenn til að koma hugmyndum
sínum, verkefnum eða hugðar efnum
á framfæri með einföldum hætti.
Stofnuð 2010 til að mótmæla
samdrætti í löggæslu
Tillgangur vefsíðunnar í upphafi
var þó ekki eins víðtækur og í
dag. Það var síðla árs árið 2010
að Sigurður Sigurbjörnsson keypti
lénið budardalur.is í þeim tilgangi
að safna undirskriftum á netinu til
að mótmæla niðurlagningu eina
stöðugildis lögreglumanns í Dölum.
Alls söfnuðust um 1.400 undirskriftir
á netinu og var þeim komið í
hendur Ögmundar Jónassonar
dómsmálaráðherra.
Útvarpsmaðurinn Þorgeir
Ástvaldsson gerðist liðsmaður
Eftir þessa vinnu kviknaði sú
hugmynd hjá Sigurði að halda léninu
og nota það áfram Dölunum til
heilla. Það var svo fljótlega eftir að
þessi hugmynd kviknaði að Þorgeir
Ástvaldsson, Fellsstrendingur og
útvarpsmaður með meiru, kom inn
í verkefnið með Sigurði og hefur
Þorgeir séð um viðtöl sem tekin hafa
verið fyrir vefinn ásamt vinnu við
efnisöflun.
Helgi Þór Guðmundsson kerfis-
fræðingur hefur séð um forritun á
vefnum, en hann starfar sem kerfis-
stjóri hjá prentsmiðjunni Prentmet
ehf. sem er ein stærsta prentsmiðja
landsins. Þar hefur hann sinnt
margvíslegum hlutverkum þ.m.t.
vefhönnun, vefumsjón og markaðs-
setningu á netinu. Þá var Helgi líka
hvatamaður og hugmyndasmiður á
bakvið DFS.is sem er sunnlenskur
fréttavefur rekinn samhliða
Dagskránni Fréttablaði Suðurlands.
„Stefna okkar hefur verið frá
byrjun að safna saman efni sem
hefur menningarlegt gildi fyrir sögu
Dalasýslu í nútíð og þátíð, halda utan
um söguna í máli, myndum, riti og
ræðu. Gera svo efnið aðgengilegt
fyrir þá sem áhuga hafa. Og hvar
er best að geyma efnið til að það sé
sem aðgengilegast fyrir almenning
árið 2013? Jú, á veraldarvefnum þar
sem þorri þjóðarinnar vafrar daglega
í menningar og afþreyingarþorsta
sínum,“ segir Þorgeir í umfjöllun
sinni á budardalur.is /HKr.
Búðardalur.is hlýtur ekki náð fyrir augum
menningarráðs Vesturlands
– forsvarsmenn menningarsíðu Dalanna ekki sáttir við höfnun
Stóðhestadagur á Selfossi laugardaginn 27. apríl:
Flottustu stóðhestar
landsins koma saman
Í tengslum við útgáfu stóðhestablaðs
Eiðfaxa mun Eiðfaxi ásamt
Hestamannafélaginu Sleipni á
Selfossi standa fyrir stóðhestadegi
að Brávöllum á Selfossi
laugardaginn 27. apríl.
Í fyrra var dagurinn haldinn í fyrsta
sinn og talið er að um eitt þúsund
áhorfendur hafi verið á Brávöllum
í blíðskaparveðri. Nú í ár verður
dagurinn enn glæsilegri, margir af
þekktustu stóðhestum hafa boðað
komu sína og afkvæmahóparnir
verða þó nokkuð fleiri en í fyrra.
Jakob Sigurðsson verður með
sýnikennslu í hléi og nokkrir þekktir
stóðhestar verða til sýnis í stýjum
inni í reiðhöllinni. Allir þeir hestar
sem eru með í stóðhestablaði Eiðfaxa
eiga rétt á þátttöku á hátíðinni en þar
mun fara fram kynning á ungum
sem eldri stóðhestum á beinni braut,
í anda sýninga stóðhestastöðvarinnar
Gunnarsholts forðum. Það var fyrsta
sýning vorsins utandyra og það muna
margir eftir þeirri vorstemmningu sem
þar var enda kom fólk alls staðar að
af landinu til að sjá marga af fremstu
stóðhesta þess tíma. Aðgangur verður
ókeypis. Allar nánari upplýsingar
veitir Óðinn Örn í póstfanginu
odinn@eidfaxi.is /MHH
Skjámynd af vefsíðunni budardalur.is
Dalabyggð
Vindill frá Ytri-Tjörnum og Birtingur
frá Birtingaholti valdir bestu nautin
Á ársfundi Fagráðs í nautgriparækt
sem haldinn var að Gauksmýri í
Húnaþingi fimmtudaginn 18. apríl
síðastliðinn voru afhent verðlaun
fyrir besta nautið fætt árið 2005.
Að þessu sinni hlutu tvö naut þessa
nafnbót og er það í fyrsta sinn sem
það gerist frá það að þessi verðlaun
voru fyrst veitt. Þau naut sem
nafnbótina hlutu eru Vindill 05028
frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og
Birtingur 05043 frá Birtingaholti
1 í Hrunamannahreppi.
Guðmundur Jóhannesson,
ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá
RML, afhenti verðlaunin og fór
um leið nokkrum orðum um þessi
afbragðsnaut. Bæði eru þau synir
Stígs 97010 frá Oddgeirshólum og
móðurfaðir beggja er Kaðall 94017
frá Miklagarði. Þau gefa miklar
mjólkurkýr með ákaflega sterka og
góða júgur- og spenagerð auk þess
sem mjaltir eru með ágætum. Notkun
þeirra hefur verið mikil í vetur enda
um afbragðsgripi að ræða.
Benjamín Baldursson, bóndi á
Ytri-Tjörnum og ræktandi Vindils,
tók við verðlaunum fyrir Vindil á
fundinum en Ragnar Magnússon,
bóndi í Birtingaholti 1 og ræktandi
Birtings, átti ekki heimangengt.
Honum voru því færð verðlaunin.
Hann er með ríflega 100 mjólkandi
kýr og í heildina um 270 nautgripi.
/GJ
Ragnar Magnússon, ræktandi Birtings, við móttöku verðlaunanna ásamt
dóttur sinni Evu Maríu. Með þeim á myndinni er Hvítkolla 1458, systir og
sammæðra Birtingi og dóttir Skurðs 02012.
Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðar-
maður í nautgriparækt hjá RML, og
Benjamín Baldursson, bóndi á Ytri-
Tjörnum og ræktandi Vindils.
Um 1.000 manns mættu á Stóðhestadaginn á Selfossi á síðasta ári en
stóðhesturinn Þóroddur frá Þóroddsstöðum í Grímsnesi tekin til kostanna
á deginum í fyrra. Knapi er Daníel Jónsson. Mynd / MHH
Afmælisnefnd SSK, sem hefur unnið ötullega að prjónaverkefninu og skipulagt
Einingu í Holtum.
Rosemarie Þorleifsdóttir, formaður SSK
átti hugmyndina að prjóna og gönguverke-
fninu. 1200 bútar verða í veggteppinu,
af bútum.