Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 20

Bændablaðið - 24.04.2013, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Miðvikudagur 24. apríl 2013 Orkumál Efnahagsleg áhrif eldsneytisframleiðslu innan Eyjafjarðar: Margir kostir við að reisa gasgerðarstöð miðsvæðis í Eyjafirði til að vinna metangas Alls falla til um 139 þúsund tonn af mykju árlega á þeim 98 kúabúum sem starfrækt eru á Eyjafjarðarsvæðinu. Hlutfall lífræns þurrefnis í mykjunni er lágt, eða aðeins um 7%, afgangurinn er vökvi. Ef allur þessi lífmassi er nýttur til metangasgerðar yrði hægt að vinna úr honum um 2,2 milljónir normalrúmmetra (Nm3) af metangasi. Orkuinnihald þess metangass jafngildur um 2,3 milljónum lítra af bensíni. Þetta kemur fram í verkefni sem Níels Sveinsson á Hofsárkoti í Svarfaðardal hefur unnið að með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar (AFE) en það ber heitið Efnahagsleg áhrif eldsneytisframleiðslu innan Eyjafjarðar. Er í skoðun að útvíkka verkefnið svo það nái til Norðausturlands í heild. Verkefnið leggur grunn sem ákvarðanir um næstu skref geta byggt á. Níels er fæddur og uppalinn á Árskógsströnd, en fór tæplega tvítugur til náms í rafvirkjun á Ísafirði þar sem hann var við nám og störf í fjögur ár. Að því loknu hélt hann til Skotlands og lærði atvinnuköfun sem hann hefur starfað við síðan þá, en mest í lausamennsku síðustu ár. Árið 2006 lauk Níels BS-prófi í viðskiptafræði og árið 2011 meistaranámi í sjálfbærri orku og viðskiptum frá REYST (Reykjavík Energy Graduate School of Sustainable Systems). REYST byrjaði sem samvinnuverkefni Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Orkuveitu Reykjavíkur en er í dag í umsjá HR og OR. Lokaverkefni Níelsar var arðsemismat fyrir sjávarfallavirkjun í minni Hvammsfjarðar. Var það verkefni unnið í samvinnu við fyrirtækið Sjávarorku ehf. Hugmynd Níelsar að umræddu orkuverkefni kviknaði fyrst í meistaranáminu og eftir að hann flutti aftur til heimahagana, kringum áramótin 2011-2012, hefur hann að mestu leyti einbeitt sér að því að skoða möguleika til framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti innan Eyjafjarðar. Hann hefur kynnt verkefnið fyrir bændum í héraðinu og segir þá áhugasama um framgang málsins. Íslensk kúamykja hentar vel til metanframleiðslu Níels segir að hann njóti m.a. í sínu verkefni góðs af meistaraverkefni sem Svanhildur Ósk Ketilsdóttir vann við Landbúnaðarháskóla Íslands fyrir fáum árum en hún kannaði m.a. hæfni íslenskrar kúamykju til metanframleiðslu, mögulegt framboð á mykju á Eyjafjarðarsvæðinu og hversu mikið metan hægt væri að framleiða í einni miðlægri stöð. Niðurstöður rannsóknar hennar voru þær að gæði íslenskrar kúamykju til metanframleiðslu væru nokkuð mikil í samanburði við mykju annarra kúakynja. Þá væri mögulegt að auka framleiðsluna með því að bæta í ferlið öðrum lífrænum úrgangi frá landbúnaði og/eða öðrum iðnaði. Sláturúrgangur sem dæmi er mjög orkumikill í þessu samhengi og er mögulegt að auka gasframleiðslu umtalsvert með blöndun á lífrænum úrgangi sem fellur til innan svæðis saman við mykjuna. Metanstöð verði miðsvæðis Níels segir marga kosti við það að reisa gasgerðarstöð miðsvæðis í Eyjafirði til að vinna metangas úr lífmassa. Augljós fyrsta nálgun væri að hún yrði staðsett við Moltu í landi Þverár í Eyjafjarðarsveit þar sem nú þegar er safnað saman nokkuð stórum hluta þess lífræna úrgangs sem fellur til árlega. Best fari á því að hún sé sem næst þétt- býli vegna kostnaðar við flutning gassins til notenda. Annar kostur við þá staðsetningu er að um 65% allar mykju innan Eyjafjarðar er innan 30 kílómetra frá Moltu. Ljóst er að óhagkvæmt er að flytja mykju um langan veg þar sem hún er um eða yfir 90% vatn. Níels segir að nokkrar leiðir séu til að fella þurrefnið í mykjunni til að hækka þurrefnisinnihald hennar og auka þannig hagkvæmnina við flutninga. Sem dæmi er nokkuð einföld tækni sem getur aukið þurrefnisinnihald mykjunnar í um 35% sem þýði að einungis þurfi að flytja um 48 þúsund tonn í vinnslustöðina í stað 139 þúsund tonna og spara þannig umtalsverða fjármuni. Samkvæmt verkefni Svanhildar Óskar þyrfti um 112 þúsund lítra af eldsneyti til að flytja alla mykju Eyjafjarðar til Moltu. Ef þurrefnisinnihaldið yrði hins vegar aukið í um 35% þyrfti aðeins um 39 þúsund lítra í sömu flutninga miðað við einfalda nálgun. Eldsneytiskostnaður við flutningana yrði því aðeins um 6,5 milljónir króna í stað 18,5 milljónir miðað við þær forsendur og eldsneytisverð í dag. Eyfirsk eldsneytisframleiðsla sem nægir um 1.500 bílum Úr þeirri mykju sem til fellur innan 30 km frá Moltu er hægt að vinna eldsneyti sem dugar á yfir 1.000 fólksbíla sé miðað við meðaleyðslu og meðalakstur. Norðurorka áformar að opna metanáfyllingarstöð á Akureyri síðsumars en metangas verður unnið úr fyrrverandi urðunar- stað bæjarins á Glerárdal. Er talið að hægt sé að vinna rúmlega 600 normalrúmmetra á ári. Það magn dugar um 430 bílum á ári. Níels segir að þegar Norðurorka hafi opnað á metanmarkaðinn norðan heiða sé ljóst að halda verði í honum lífi áfram. Því sé nauðsynlegt að huga að næstu skrefum í tíma. Talið er að unnt verði að vinna metangas úr urðunarstaðnum í um 20 ár. „Það verður að styðja við og viðhalda þeim markaði sem búin verður til og bjóða áfram upp á þennan valkost. Þetta á ekki síst við þegar horft er til hækkunar á bensínverði síðustu misseri,“ segir Níels. Græn ferðaþjónusta Mögulegt er að auka magnið sem framleitt er með því að bæta slátur- úrgangi og/eða öðrum lífrænum úrgangi saman við mykjuna en að mati Níelsar er ekkert því til fyrirstöðu að taka næsta skref í málinu innan tíðar, þ.e. að hefjast handa við undirbúning og ítarlega skoðun á kostnaði við að reisa gasgerðarstöð við hlið Moltu í Eyjafjarðarsveit. „Sú nálgun sem ég er mjög áhugasamur um að skoða í tengslum við gerð gasgerðarstöðvar í Eyja firði snýr að auknum notkunarmöguleikum og stuðningi við aðrar atvinnugreinar svæðisins. Hægt er að gera allar byggingar og nærsvæði aðlaðandi og lágmarka lyktar mengun. Svokölluð græn ferða mennska hefur aukist mikið síðustu ár og má nefna sem dæmi að um hundrað þúsund gestir og ferðamenn komu til Hellisheiðar- virkjunar árið 2009. Það mætti gera alla aðstöðu þannig úr garði að hægt sé að kynna fyrir gestum hvað þarna fer fram og hversu miklum árangri Eyjafjarðarsvæðið hefur náð í endurnýtingu/vinnslu lífræns úrgangs. Ég er ekki í vafa um að sú sérstaða sem Eyjafjörður getur byggt upp í þessum málaflokki hefur möguleika til að skapa ímynd fjarðarins sem eitt grænasta svæði Íslands. Þeirri ímynd geta fylgt ótal tækifæri, ferðamennska er aðeins eitt þeirra,“ segir Níels. Lífrænn áburður sem lokaafurð úr lífmassanum Níels bendir á að eftir gasgerð sé samt sem áður allur lífmassinn enn til staðar og vill skoða þann möguleika að vinna úr honum lífrænan áburð og fullnýta þannig allt hráefni og næringarefni sem í lífmassanum er. Slík framleiðsla sé þekkt erlendis og ekkert því til fyrirstöðu að nýta þær lausnir hér á landi einnig. Hægt sé að bæta ákveðnum næringarefnum við til að fá æskilegt magn næringar- efna í áburðinn. Níels nefnir að miklum fjármunum sé árlega verið til áburðarkaupa, en nýting á lífmassanum til framleiðslu áburðar gæti því verið ákjósanleg leið til að hámarka verðmæti hráefnisins. Samkvæmt Hagstofunni voru flutt til landsins alls um 16.000 tonn af tilbúnum áburði árið 2011. Sé miðað við að hvert tonn sé selt á 70.000 kr., sem er frekar lágt viðmiðunarverð að sögn þeirra bænda sem Níels hefur rætt við, er söluverðmæti þess áburðar ríflega 1,1 milljarður króna. Þó að þetta sé tala fyrir Ísland í heild er ljóst að mikið fjármagn er notað árlega til áburðarkaupa innan Eyjafjarðar og því til mikils að vinna. /MÞÞ Gæði íslenskrar kúamykju til metanframleiðslu eru samkvæmt rannsókn sem gerð hefur verið nokkuð mikil í samanburði við mykju annarra kúakynja. Níels Sveinsson á Hofsárkoti í Svarfaðardal hefur undanfarna mánuði unnið að verkefni með Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar sem ber heitið Efnahagsleg áhrif eldsneytisframleiðslu innan Eyjafjarðar. Er í skoðun að útvíkka verkefnið svo það nái til Norðausturlands í heild. M etan-ökutækjaeldsneyti (CH 4 ) er selt í mælieiningunni normalrúmmetri, Nm3. Mælieiningin er skilgreind sem rúmmetri af lofti við hitastigið 0 °C og þrýstinginn 1 bar (eina loftþyngd, 1013,25 mbar). Með því að þjappa metani undir þrýstingi er unnt að geyma meiri orku í sama rúmmáli (geymi). Á afgreiðslustöðum er metaneldsneyti þjappað á metangeymi ökutækja upp í allt að 220 bara þrýsting (220 loftþyngdir) og því unnt að tryggja gott drægi ökutækja á metanbirgðum. – Af vefnum metan.is Níels bendir á að eftir gasgerð sé samt sem áður allur lífmassinn enn til staðar og vill skoða þann möguleika að vinna úr honum lífrænan áburð og fullnýta þannig allt hráefni og næringarefni sem í lífmassanum er. vinna metangas úr lífmassa. Augljós fyrsta nálgun væri að hún yrði staðsett við Moltu í landi Þverár í Eyjafjarðarsveit, þar sem nú þegar er safnað saman nokkuð stórum hluta þess lífræna úrgangs sem fellur til árlega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.